Saga - 2003, Page 237
RITDÓMAR
235
ars staðar eru afdráttarlausir dómar felldir og skoðanir söguritarans óspart
viðraðar. Oft er vant að sjá hvað ræður vali á því sem fer inn í þessar efnis-
greinar og vandvirknin ekki alltaf sem skyldi. Þannig er ómögulegt annað
en að benda á að höfundi greinarinnar um skólamál skjöplast um stofnár
tveggja háskóla. Hann segir Kennaraháskólann hafa verið stofnaðan 1974
(hið rétta er 1971) og Háskólann á Akureyri árið 1992 (hið rétta er 1987 þótt
lög um skólann hafi ekki verið samþykkt fyrr en ári síðar). Leikskólar og
leikskólastigið fá alls enga umfjöllun og þar með er ljóst að ekki er reynt að
draga upp heildarmynd af því skólakerfi sem smíðað var á síðustu áratug-
um tuttugustu aldar. Þögn getur vissulega verið skynsamleg en í bók sem
á bæði að kynna lesanda helstu viðburði hvers árs og draga fram meginlín-
ur í samfélagsþróuninni afvegaleiðir hún lesandann því að textinn á að
minna hann á og fræða.
Fátt eitt skal nefnt til viðbótar en undarlegt er að nýútkomið stórvirki
um sögu kristni í landinu, Kristni á íslandi (Rv. 2000), er ekki í heimildaskrá
og hending virðist ráða frá hverju er sagt af vettvangi þjóðkirkjunnar. Frá
síðustu árum má til dæmis nefna að ekki er nefnd á nafn endurreisn Hóla-
staðar og sú mikilvæga lagabreyting að vígslubiskupar skuli sitja á Hólum
og í Skálholti. Reyndar er aðeins tvisvar vfsað til Hóla í atriðisorðaskrá síð-
asta bindisins — þegar vitnað er til ummæla ráðamanna þjóðarinnar á
Hólahátíð. Löngu máli er hins vegar varið í ásakanir um kynferðislega
áreitni á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi (III, bls. 361-363). Engin mynd er
af núverandi Skálholtskirkju né nein efnisgrein um byggingu hennar. Hins
vegar er mynd af kistu Páls biskups Jónssonar sem fannst við fornleifaupp-
gröft á staðnum árið 1954. í texta sem fylgir er Skálholt þrívegis nefnt á nafn
en samt er ekki til viðkomandi síðu vísað vmdir því efnisorði í atriðisorða-
skrá. Það vekur grunsemdir um að skránni sé ekki fulltreystandi til þess að
beina lesandanum að öllu því efni sem kann að vera í bókunum um tiltekna
staði eða viðburði sem lesandann fýsir að vita eitthvað um.
Hending virðist ráða hvar myndir af listaverkum birtast en nokkrar
slíkar prýða heilsíður með umfjöllun um höfundinn. Þannig er mynd frá
1979 eftir Sigurð Guðmundsson látin prýða bókarupphaf (III, bls. 9) og er
lítið við það að athuga, skrítnara er að mynd eftir Steinu Vasulka frá 1996
birtist með umfjöllun um árið 1979. Mynd frá 1998 eftir Ólaf Elíasson kem-
ur á milli áranna 1989 og 1990.
Viðurkennt skal að áhersla ritstjórans á að halda til haga ítarlegum frá-
sögnum af hvers kyns ofbeldismálum er undirrituðum lítt að skapi. Slfkt á
auðvitað ekki að sniðganga í verki sem þessu en vægið er sannast sagna
ótrúlega mikið, ekki síst þegar litið er til þess að sérstakar bækur um þannig
efni eru fyrir á markaði. Sem dæmi eru frásagnir af morðum á varðskipi
árið 1980 (III, bls. 92-93), hrottalegri líkamsárás 1981 (III, bls. 94), morði í
Breiðholti 1981 (III, bls. 102-103), morði við Grenimel sama ár (III, bls. 96)