Saga - 2003, Page 238
236
RITDÓMAR
og morði á Skeiðarársandi 1982 (III, bls. 108-111). Það kann að vera rétt að
frásagnir sem þessar dragi að lesendur en um leið setja þær ákveðinn og
fremur óaðlaðandi svip á verkið og er allsendis óljóst hverjum þessi áhersla
á að þjóna. Hinu skal ekki gleymt að hetjusögnum er einnig haldið til haga
og má þar nefna rækilega frásögn af frækilegu sundi Guðlaugs Friðþórs-
sonar, sjómanns í Vestmannaeyjum, árið 1984 (III, bls. 141-143).
Stærsti kostur þessara bóka er vafalítið fjölbreytni þeirra, lipurlegur stíll
og einkar ríkulegur myndakostur sem að mestu er sóttur til opinberra
safna, einkasafna og myndasafna dagblaðanna. Umbrot, prentun, prófarka-
lestur og annar frágangur er með mestu ágætum. Það er samt umhugsun-
arefni hvers vegna bókunum er valið svo stórt brot sem raun ber vitni-
Æskilegra hefði verið að hafa það minna og bindin fleiri því að bækurnar
eru svo fyrirferðarmiklar og þungar að ógemingur er að skoða þær öðru-
vísi en við borð. Þær eru engan veginn kjöltuvænar, hvað þá bóltækar.
Að öllu samanlögðu eru hér á ferð fallegar og um margt aðgengilegar
bækur. Textinn er liðlegur en misáreiðanlegur eins og dæmin hér að frain-
an sýna. Töfluefni er aðgengilegt og myndræn framsetning, t.d. á kosninga-
úrslitum, víða til fyrirmyndar. Ef ritið verður til þess að auka þekkingu og
fróðleiksfýsn almennings um land sitt og þjóð — líkt og áður var raunin
um „Aldirnar" — hefur aðstandendum þess um sumt tekist ætlunarverk
sitt, en fyrir sagnfræðinga og aðra sem þess þurfa er oftast vænlegra að leita
annað um áreiðanlegar upplýsingar.
Bragi Guðmundsson
FRÁ KREPPU TIL VIÐREISNAR. ÞÆTTIR UM HAGSTJÓRN Á ÍS-
LANDI Á ÁRUNUM 1930-1960. Ritstjóri Jónas H. Haralz. Hið ís'
lenska bókmenntafélag. Reykjavík 2002. 364 bls. Töflur og línurit.
Þegar farið er yfir það sem var rætt og ritað um efnahagsmál á tuttugustu
öld kemur í ljós að það sem sagt var fyrir 1930 — hvort sem var í blaðagreú1'
um eða ræðum alþingismanna — er mun nær þeirri umræðu sem heyrist nu
á tímum en það sem var skrafað á kreppuárunum og fram yfir miðbik ald'
arinnar. Kreppan mikla er yfirleitt tahn hafa valdið straumhvörfum í efna-
hagsmálum þegar klassísk frjálshyggja á grundvelli gullfótar komst í þrot
og almenningur snerist gegn viðskiptafrelsi. En rætumar hggja þó dýpra'
Svo virðist sem að við upphaf tuttugustu aldar hafi þörf almennings fyrir
öryggi vaxið mikið, hvort sem það laut að almannatryggingum, velferðar-
aðstoð eða atvinnu. Þetta öryggi var síðan upplýstu ríkisvaldi ætlað að veita
á gmndvelli allrar þeirrar tækni og skynsemi sem nútíminn hafði upp a