Saga - 2003, Page 245
RITFREGNIR
243
en Danir fylgja fast á hæla þeirra. Þessi mikla gróska í útgáfu konunga-
sagna erlendis er að sönnu fagnaðarefni. Þar fer hins vegar lítið enn fyrir ís-
lendingum sem hafa verið áhugasamari um Heimskringlu en þá miklu
hefð sem hún er sprottin úr. Vonandi hefur þessi elja í útgáfu þessara sagna
þó jákvæð áhrif þannig að íslenskir fræðimenn beini í auknum mæli
sjónum sínum að þeim.
Ármann Jakobsson
ASPECTS OF ARCTIC AND SUB-ARCTIC HISTORY. PROCEED-
INGS OF THE INTERNATIONAL CONGRESS ON THE HISTORY
OF THE ARCTIC AND SUB-ARTIC REGION, REYKJAVÍK, 18-21
JUNE 1998. Ritstjórar Ingi Sigurðsson og Jón Skaptason. University of
Iceland Press in co-operation with the Institute of History - University
of Iceland, the Ministry for Foreign Affairs and External Trade of
Iceland and the Stefansson Arctic Institute. Reykjavík 2000. 623 bls.
Ljósmyndir, gröf og uppdrættir. Skrá um höfunda.
Bókin Aspects of Arctic and Sub-Arctic History er afrakstur ráðstefnu sem
haldin var um norðurhjarann svonefndan með þátttöku um hundrað
manna víðs vegar að en fyrirlesarar voru frá ellefu löndum. Um 60 greinar
eru alls í bókinni og að auki ávörp og inngangsorð að einstökum efnisþátt-
um. Ekki er fært að gera þessu öllu skil í stuttri ritfregn.
Hinn fræðilegi ávinningur ráðstefnu og rits af þessu tagi er m.a. sá að
færi gefst á samanburði fræðilegra úrlausnarefna innan svæðisins eins og
kemur t.d. fram í titlinum á fyrirlestri Lofts Guttormssonar sagnfræðings,
„Socio-demographic patterns and education in the eighteenth and early
nineteenth centuries: A comparative view of Iceland and Norrland
(Sweden)". Eða samanburður getur verið á þessa leið, eins og hjá
Przemyslaw Urbanczyk fomleifafræðingi, „Why did the Greenland Norse
not leam from the Inuit?" Fyrirlesarar fjölluðu mikið um óblíð kjör og lífs-
afkomu á norðurslóðum og lesendum gefst færi á að bera saman landbún-
að, t.d. á Grænlandi, Islandi og í Norður-Noregi, og tengsl hans við veður-
far, loftslagsbreytingar og fiskveiðar. Svona samanburður getur verið gagn-
legur en Gísli Gunnarsson sagnfræðingur varar þó við ónákvæmni í þver-
faglegum samanburði og misheppnuðum ályktunum, svo sem að líkams-
hæð manna aukist endilega með aukinni fæðu eða öfugt, sbr. grein hans í
ritinu, ,/Given good time, legs get shorter in cold weatheh: On dummy cor-
relations of climate and history".