Saga - 2003, Page 246
244
RITFREGNIR
Meginþemu bókarinnar eru þrjú: Fanning, Centre and periphery og Indig'
enous culture and external influences. Bjöm Sigurbjörnsson búnaðarfræðinS'
ur var fundarstjóri efnisins Farming og ritar inngang að því. Ingvi Þor-
steinsson náttúmfræðingur fjallar undir þessum lið um hnignun gróðurs a
Grænlandi miðalda sem hann rekur til ofbeitar og að öðm leyti slæmrar
meðferðar manna á gróðri, auk kólnandi veðurfars. Páll Bergþórsson veð-
urfræðingur fjallar um náin tengsl milli minnkandi heyfengs og kólnunar
hérlendis og Astrid E. J. Ogilvie sagnfræðingur um slæm áhrif versnandi
loftslags og illrar veðráttu á íslenskan landbúnað 1700-1850. Lesendum
mun ekki síst þykja forvitnilegt að bera þessar greinar saman við skrif sagn-
fræðinganna Axels Kristinssonar og Árna Daníels Júlíussonar í umræddu
riti. Þeir telja að ísland hafi verið mun betra land til búnaðar en af er látið
og að sjúkdómar hafi fremur haldið fólksfjölda niðri en óblíð náttúra. Arm
Daníel telur að íslenskir bændur hafi haft meira land og ríkari beit en
þrænskir bændur í Stjordalen og norðurnorskir hjá Lofoten og Bodo á mið-
öldum. Fram kemur að íslenska kýrin hafi verið miklu arðsamari en su
norska. Þetta getur verið fróðlegt að bera saman við greinar sagnfræðing'
anna Alf Ragnar Nielssens og Helge Guttormsens um útþenslu landbúnað-
ar enn norðar í Noregi. Alls eiga níu fyrirlesarar efni undir þessum lið og eru
ónefndir búnaðarfræðingarnir Jónas Jónsson og Ólafur R. Dýrmundsson
sem eiga saman greinina „Technical progress in Icelandic farming from the
middle of the eighteenth century to the middle of the twentieth century •
Hin meginþemun, Centre and periphery og Indigenous culture and externa
influences, eru reyndar nátengd efni. Halldór Bjarnason sagnfræðingur var
fundarstjóri fyrir fyrmefnda efnið en Níels Einarsson mannfræðingur f\'rir
hið síðamefnda og rita þeir inngang, hvor að sínu efni. Meðal þrettán höf-
unda undir fyrrnefnda meginefninu, um miðju og jaðar, em Páll SigurðS'
son lögfræðingur sem telur að fátt verði vitað með vissu um lög meða
norrænna manna á Grænlandi fyrir 1261, Jens E. Olesen sagnfræðingur sem
fjallar um ensku öldina á íslandi, en segir þó ekki margt sem Bjöm Þ°r
steinsson hafði ekki dregið fram áður, og Anna Agnarsdóttir sagnfræðmg'
ur sem fjallar um ísland og Danmörku á tímum Napóleonsstyrjaldanna og
heldur sig vel við meginaþemað um miðju og jaðar.
Um þriðja meginþemað fjalla níu höfundar og meðal þeirra Hans
Christian Gullöv safnvörður um „The Eskimo cultures in Greenland an
the medieval Norse". Ólafur Rastrick sagnfræðingur segir í grein sinni um
innlenda menningu og erlend áhrif að mönnum sé of tamt að flokka menn
ingu annaðhvort sem eitthvað innlent/þjóðlegt eða erlent og gleymi a
skoða samruna þessa og nýjungar sem af spretta, eins og t.d. þjóðbúnmg
kvenna sem hannaður var af Sigurði Guðmundssyni málara.
Þá var á ráðstefnunni boðið upp á þrjú hringborðsefni utan meginefn
anna þriggja, eitt um Historical sites and heritage management, annað nem