Saga - 2003, Page 258
FRÁ SÖGUFÉLAGI 2002-2003
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 20. september 2003 í húsi
félagsins og hófst kl. 14. Forseti félagsins, Loftur Guttormsson, setti fund og
skipaði Svavar Sigmundsson fundarstjóra. Síðan flutti forseti skýrslu
stjórnar. Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 26. október 2002, er
kunnugt um að eftirtaldir félagsmenn hafi fallið frá: Halldór E. Sigurðsson
fv. ráðherra, Ólafur Elímundarson sagnfræðingur, Siglaugur Brynleifsson
kennari, Magnús Guðmundsson menntaskólakennari og Sigurbjörn Sig-
tryggsson fv. aðstoðarbankastjóri. Fundarmenn vottuðu hinum látnu félög-
um virðingu með því að rísa úr sætum.
Á síðasta aðalfundi voru kosin til setu í stjóm félagsins sem varamenn
þau Már Jónsson dósent og Kristrún Halla Helgadóttir sagnfræðingur. Að
öðm leyti var stjómin skipuð sömu mönnum og á undanfarandi starfsári. A
starfsárinu kom stjóm félagsins saman til síns fyrsta fundar 12. nóvember og
skipti þá með sér verkum. Ragnheiður Kristjánsdóttir var kosin gjaldkeri og
Hulda S. Sigtryggsdóttir ritari. Sjö stjómarfundir voru haldnir á starfsárinu,
auk funda sem einstakir stjómarmenn áttu saman um tiltekin málefni. Vara-
menn tóku að vanda þátt í stjómarfundum nema hvað Már Jónsson var fjar-
verandi á vormisseri (í rannsóknarleyfi).
Tímarit félagsins, Saga, kom nú í fyrsta skipti út í tveimur heftum á einu
og sama starfsárinu, haustið 2002 og vorið 2003. Ritstjórar haustheftisins voru
Hrefna Róbertsdóttir og Guðmundur J. Guðmundsson. Frá og með þessu
hefti lét Guðmundur af ritstjómarstarfi að eigin ósk, en hann hafði gegnt þvi
frá 1995 að telja. Em Guðmundi færðar þakkir fyrir giftudrjúgt og óeigin-
gjamt starf í þágu tímaritsútgáfunnar. í stað Guðmundar var Páll Bjömsson
ráðinn ritstjóri við hlið Hrefnu. Vorhefti Sögu 2003 var því fyrsta heftið sem
þau ritstýrðu saman. Bar heftið svipmót hinnar nýju ritstjómarstefnu sem
mörkuð hafði verið á fyrra starfsári, m.a. í samráði við ráðgefandi ritnefnd.
Hausthefti Sögu 2002 var 305 bls. að lengd. Helstu efnisflokkarnir voru:
viðtal og af vettvangi fræðanna 33 bls. (11%); greinar 164 bls. (54%); viðhorf
36 bls. (12%); ritdómar 48 bls. (16%). Greinarhöfundar vom Þorsteinn
Helgason, Sigrún Pálsdóttir, Helga Kress, Magnús Stefánsson og Árm
Heimir Ingólfsson. Tvær lengstu greinarnar vom tæpar 40 bls. hvor. Vor-
hefti Sögu 2003 var 258 bls. að lengd. Helstu efnisflokkar vom: viðtal 7 bls-
(3%); greinar 118 bls. (46%); viðhorf 48 bls. (19%); sjónrýni 13 bls. (5%);
dómar og ritfregnir 50 bls. (24%). Greinarhöfundar vom Sigurður Gylí'
Magnússon, Viðar Pálsson og Einar Sigmarsson.
Utgáfa og dreifing Sögu er jafnan meginþáttur í starfsemi félagsms-
Þrátt fyrir allnokkra viðleitni af hálfu stjórnar og starfsmanns félagsins til