Saga - 2003, Page 259
FRÁ SÖGUFÉLAGI 2002-2003
257
þess að afla tímaritinu nýrra áskrifenda, hefur tæpast tekist að halda í horf-
inu. Stórhækkuð póstgjöld hafa síður en svo auðveldað róðurinn. Til mót-
vægis hefur áskrifendum verið boðið að notfæra sér kortagreiðslur og
spara sér þar með nokkur hundruð krónur á hefti, en færri hafa svarað því
tilboði jákvætt en vænta hefði mátt. Eitt af verkefnum stjómar á nýju starfs-
ári verður að herða róðurinn í útbreiðslu- og innheimtumálum.
Valgeir J. Emilsson prentari hefur nú látið af prentumsjón með Sögu.
Efndi stjómin til samkomu í sumar tíi heiðurs Valgeiri og í þakklætisskyni
fyrir langa þjónustu hans við félagið. Samið var við Steinholt um að taka að
sér prentumsjón og prentun Sögu. Þetta var gert í samflotí með Skírni og ís-
lensku máli, í hagræðingarskyni. Nýskipaninni fylgir að keppt verður að því
að Saga komi fyrr út en verið hefur, haustheftíð í lok október og vorheftíð í
lok mars. Ættí þessi útkomutími m.a. að auðvelda innheimtu áskriftargjalda.
Mikilvægt verkefni á starfsárinu var að dreifa íslandi á 20. öld eftir Helga
Skúla Kjartansson sagnfræðing. Bókinni var tekið með ágætum. Fyrsta
prentun hennar (2000 eintök) var uppseld fyrir um það bil mánuði. Þegar á
útmánuðum var hafist handa við undirbúning annarrar prentunar. Stóð á
endum að þessi prentun var tilbúin um það leytí sem upplag fyrstu prent-
unar var á þrotum. Smávægilegar leiðréttíngar vom gerðar á ritinu við aðra
prentun. Markaðurinn brást þannig vel við íslandi á 20. öld enda hlaut ritíð
jákvæða umsögn flestra sem um það fjölluðu opinberlega. Það var tilnefnt
til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns
eðlis. Skylt er þó að geta neikvæðra viðbragða, einkum þeirra sem birtust
af hendi Sigurðar Gylfa Magnússonar £ síðasta heftí Sögu 2003. Má búast
við að þessi útgáfa Sögufélags hleypi lífi í umræðu meðal sagnfræðinga um
yfirlitssöguritun, ólík sjónarmið og kröfur sem uppi em um þessa grein
sagnritunar.
Af öðmm útgáfubókum Sögufélags á starfsárinu ber að nefna tvær. Hin
fyrri er Samvinnuhreyfingin í sögu íslands eftír Helga Skúla Kjartansson,
ásamt Jónasi Guðmundssyni og Jóni Sigurðssyni, 123 bls. að lengd. Þetta rit
var gefið út í samvinnu við Áhugahóp um samvinnusögu sem Gerður
Steinþórsdóttir veitír forstöðu. Um er að ræða erindi sem flutt vom í októ-
ber 2002 í húsi félagsins í tílefni hundrað ára afmæhs Sambands íslenskra
samvinnufélaga. Erindin vom afar fjölsótt og sprengdu nánast utan af sér
húsnæðið. Hitt ritíð er Sýslu- og sóknalýsingar Dalasýslu sem komu úr bók-
bandi rétt fyrir aðalfundinn. Þetta er fjórða sýslu- og sóknalýsingin sem
Sögufélag gefur út og annað í röð þeirra lýsinga sem félagið hefur gefið út
í samvinnu við Ömefnastofnun. Um þessa útgáfu sá Einar Gunnar Péturs-
son, vísindamaður á Stofnun Árna Magnússonar. Hann hóf að skrifa lýs-
ingamar upp á vélritunaröld, eins og hann segir í inngangi að ritinu, og
lauk því löngu seinna, á tölvuöld. Einar Gunnar samdi ítarlegar skýringar
við lýsingamar og auka þær mjög gildi útgáfunnar. Arrtí Bjömsson og Ilm-
ur Ámadóttir bám textann allan saman við handrit lýsinganna. Valgeir P.