Saga - 2003, Side 260
258
FRÁ SÖGUFÉLAGI2002-2003
Emilsson hafði prentumsjón með útgáfunni. Tekið skal fram að Menning-
arsjóður styrkti útgáfu bæði Samvinnuhreyfingarinnar og Sýslu- og sóknalýs-
inga Dalasýslu. Aðrir sem veittu fjárstyrk til Dalasýslubókar voru Menning-
arsjóður Búnaðarbanka, Breiðfirðingafélagið, Menningarsjóður Breiðfirð-
ingafélagsins, Ferskar afurðir (Hjalti Jósefsson) og Menningar- og framfara-
sjóður Sparisjóðs Dalasýslu.
í framhaldi af útkomu Dalasýslubókar hggur fyrir að leiða til lykta út-
gáfu Sýslu- og sóknalýsingar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en að því vinna
fyrir félagið Guðrún Asa Grímsdóttir, vísindamaður á Amastofnun, og
Björk Ingimundardóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni.
Saga Stjómarráðsins, undir ritstjóm Sumarliða ísleifssonar, mun koma út
hjá Sögufélagi, væntanlega snemma á næsta ári. Þetta verður mikið rit, i
þremur bindum. Mál og mynd hefur prentumsjón með útgáfunni og mun
sjá um dreifingu þess í samvinnu við Sögufélag.
Undirbúningi að útgáfu á dómum yfirréttar Alþingis miðaði hægt a
starfsárinu þar sem styrkur fékkst ekki frá Alþingi að þessu sinni. Björk Ingi-
mundardóttir vinnur að útgáfunni og nýtur til þess velvilja þjóðskjalavarðar.
Þá hafa Sögufélag og Hið íslenska bókmenntafélag í sameiningu ákveð-
ið að taka til útgáfu handrit eftir Þorgrím Gestsson rithöfund, Ferð um forn-
sögurnar. Höfundur leiðir hér lesandann um söguslóðir Heimskringlu i
Noregi. Þessi fyrirhugaða útgáfa er ekki ótengd þeirri hugmynd sem var
kynnt á síðasta aðalfundi, þ.e. að gefa út aðgengileg rit fyrir almenning sem
miðist m.a. við „vinsæl ferðamannalönd". Vísast um þetta til tillagna ut-
gáfunefndar félagsins sem gerð var grein fyrir á síðasta aðalfundi.
Tillögur útgáfunefndar — einkum sú sem kvað á um samningu nýrrar
íslandssögu í tveimur bindum — urðu stjóminni m.a. hvöt til að vinna að
stofnun styrktarsjóðs Sögufélags. Fjögurra manna hópur, sem í eiga saeti
forseti og gjaldkeri félagsins, ásamt Páli Bjömssyni og Sigurði Gylfa Magu-
ússyni, gekk af þessu tilefni frá stefnuyfirlýsingu og samdi drög að stofn-
skrá sjóðsins sem kallast Aldarsjóður Sögufélags. Vísar heitið til nýafstaðins
merkisafmæhs félagsins sem og aldarinnar nýju sem hafin er. Hansína B-
Jónasdóttir forstjóri hefur starfað með hópnum sem ráðgjafi. Byrjað var a
að sækja um stofnframlög frá opinberum aðilum, Reykjavíkurborg og rík-
inu, nánar tiltekið menntamálaráðuneytinu. Borgarstjórn Reykjavíkur veitti 1
vor sem leið eina mihjón króna í stofnframlag, sem hér með er þakkað fyr"
ir, en framlag frá ríkinu hefur ekki fengist enn sem komið er. A næstunni er
ráðgert að leita til einstakhnga, félaga og stofnana um framlög í styrktar-
sjóðinn.
Snemma á starfsárinu komst heimasíða félagsins, sem opnuð var að
nafninu til á afmæhsdegi félagsins í fyrra, í gagnið. Heiður að þvi a
Kristrún Halla Helgadóttir. Þegar hefur allmiklu af upplýsingum verið
komið fyrir á heimasíðunni og á næstu mánuðum mun væntanlega bætast