Saga - 2003, Page 261
FRÁ SÖGUFÉLAGI 2002-2003
259
við allmikið af efni. Þess er að vænta að heimasíðan verði í framtíðinni
veruleg lyftistöng fyrir starfsemi félagsins.
Daglegur rekstur félagsins var um flest með venjubundnum hætti.
Vegna aukinna umsvifa í útgáfu var ákveðið að lengja opnunartíma í
Fischersundi síðdegis og er nú opið frá kl. 14-18. Ragnheiður Þorláksdótt-
ir stóð vaktina að vanda, lengst af við afar erfið skilyrði, því að mestan
hluta starfsársins var hús félagsins í eins konar umsátursástandi, undir lát-
lausri „stórskotahríð" framkvæmda- og byggingarmanna neðst í Fischer-
sundi. Linnti þeim látum ekki fyrr en um síðustu mánaðamót. A starfsár-
inu sá Heimir Þorleifsson um reikningshald fyrir félagið sem og um dreif-
ingu Andvara og Almanaks Þjóðvinafélagsins á vegum Sögufélags. Stjómin
metur mikils framlag Heimis til daglegs reksturs félagsins.
Forseti þakkaði stjórnarmönnum í Sögufélagi og starfsmanni fyrir
ánægjulegt samstarf á starfsárinu. Nokkrar fyrirspurnir og athugasemdir
komu fram á aðalfundinum um skýrslu stjómar; m.a. hvatti Einar Gunnar
Pétursson stjóm félagsins til þess að efla útgáfu sögulegra heimilda.
Ragnheiður Kristjánsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum fé-
lagsins fyrir árið 2002. Fjárhagsleg afkoma þess var viðunandi á árinu,
rekstrartekjur 12,8 millj. kr., en rekstrargjöld tæpar 11 millj. kr. Utgáfa og
sala bóka og tímarita skilaði mun meiri tekjum en árið á undan, en jafn-
framt jukust verulega útistandandi skuldir fyrir bóksölu. Nokkrar fyrir-
spumir komu fram um reikningana, en þeir vom samþykktir samhljóða.
Þá var gengið til kosningar stjómarmanna og skoðunarmanna reikn-
inga. Loftur Guttormsson var endurkjörinn forseti félagsins til tveggja ára.
Öll fjögur sem sátu í fráfarandi aðalstjóm félagsins, Gunnar Helgi Kristins-
son, Guðmundur J. Guðmundsson, Hulda S. Sigtryggsdóttir og Ragnheið-
ur Kristjánsdóttir, vom endurkjörin til eins árs. Hið sama er að segja um
varamenn í stjórninni, Kristrúnu Höllu Helgadóttur og Má Jónsson. Aðal-
skoðunarmenn reikninga, Halldór Ólafsson og Ólafur Ragnarsson, vom
endurkjörnir og Þorsteinn Magnússon til vara.
Fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar, „„Það vinnur aldrei neinn sitt
dauðastríð." Barátta Breta fyrir þröngri landhelgi 1948-1964", féll niður þar
sem fyrirlesari var veðurtepptur á ísafirði. Gafst rétt ráðrúm til að tilkynna
samdægurs um þessi forföll í hádegisútvarpi. í staðinn kynnti Einar Gunn-
ar Pétursson Sýslu- og sóknalýsingar Dalasýslu og Atli Ólafsson læknir starf-
semi Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar.
Aðalfundi var slitið um kl. 16.
Loftur Guttormsson