Morgunblaðið - 24.06.2010, Síða 10
10 Daglegt líf
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Okkur fannst vel við hæfi íljósi núverandi efna-hagsstöðu þjóðarinnarað setja upp þemasýn-
ingu um verksmiðju sem var
stofnuð til að skapa atvinnu á erf-
iðum tímum og til að bregðast við
gjaldeyrisskorti,“ segir Karl Rún-
ar Þórsson, sagnfræðingur og sér-
fræðingur á Byggðasafni Hafnar-
fjarðar, en sumarsýning safnsins
þetta árið heitir Draumaverk-
smiðja íslenskra húsmæðra og
fjallar um raftækjaverksmiðjuna
RAFHA sem var í Hafnarfirði.
„Þar voru framleidd raftæki
undir vörumerkinu RAFHA sem
varð „heimsfrægt“ á Íslandi, því
um tíma mátti finna RAFHA-tæki
á nánast hverju heimili.
Eldavélarnar voru helsta
framleiðslan á fyrstu árum verk-
smiðjunnar en fjölmörg önnur raf-
tæki áttu eftir að bætast við.“
Karl Rúnar segir að verk-
smiðjan hafi verið stofnuð árið
1936 en þá hafði Ísland rafvæðst
með virkjun Sogsins.
„Það var til nóg af rafmagni
en engin raftæki. Verksmiðjan var
hlutafélag og ríkið átti meðal ann-
ars hlut í henni, þannig að stofn-
un fyrirtækisins var pólitísk
ákvörðun, Alþingi samþykkti að
setja peninga í þetta.
Verksmiðjunni var ætlað
að fullnægja þörfinni fyrir raf-
tæki hér á landi og spara í leið-
inni gjaldeyri með framleiðslu
raftækja hér á landi.“
Leitað til Bandaríkjanna
En gjaldeyrishöft voru líka á
þessum tíma og verksmiðjan
þurfti að sækja um sérstakt gjald-
eyrisleyfi til að geta keypt hráefni
til framleiðslunnar.
„Það gat orðið erfitt, því það
var ekki alltaf hægt að fá allan
þann gjaldeyri sem þurfti til að
anna eftirspurn eftir raftækjum.
Í síðari heimsstyrjöldinni lok-
uðust hráefnismarkaðir frá Norð-
urlöndum þegar Danmörk og Nor-
egur voru hernumin. Forstjórinn
Axel Kristjánsson fór því árið
1940 til Bandaríkjanna og gerði
1946 gerði verksmiðjan einkleyf-
issamning við Elektrolux og með
honum efldist tæknin enn frekar.“
Heimur út af fyrir sig
Fyrirtækið stækkaði hratt
og þegar mest var störfuðu um
sjötíu manns hjá RAFHA.
Þetta var því mjög stórt og öfl-
ugt fyrirtæki á íslenskan mæli-
kvarða þess tíma og risafyrirtæki
á hafnfirskan mælikvarða. Verk-
smiðjan var um 5000 fermetrar að
stærð og þar var meðal annars
samkomusalur.
„Fyrirtækið byggði fjölbýlis-
hús árið 1965 þar sem starfsmenn
höfðu tækifæri til að kaupa íbúðir
á góðum kjörum. Þetta var í raun
heimur út af fyrir sig, heilt sam-
félag þar sem mikil samkennd var
meðal starfsmanna. Innan þeirra
raða var meðal annars starfandi
karlakór og fólk kom saman á
jólaböllum.“
Ennþá í notkun
RAFHA-tækin voru vönduð
og nánast ódrepandi.
Draumaverksmiðja
íslenskra húsmæðra
Sú er yfirskrift sumarsýningar Byggðasafnsins í Hafnarfirði og er þar vísað í að
allir vildu á RAFHA eldað hafa. Nú eru þessi raftæki sveipuð rómantískum blæ,
þau fylla fólk sem notaði þau á yngri árum fortíðarþrá en hjá yngri kynslóðinni
hefur margur ísskápurinn umbreyst í fataskáp eða aðra hirslu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Allskonar Ryksugur voru meðal þeirra tækja sem RAFHA framleiddi.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
Áskriftarsjóður
ríkisverðbréfa
Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift
Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í
síma 460 4700 eða
kynntu þér málið
á www.iv.is
*Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 3 .0 .2010. Ávöxtun í fortíð er ekki
ávísun á ávöxtun í framtíð.
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003
um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV
hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér
útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.
Við öflum fyrir þig
10, %
100%RÍKISTRYGGING
ÁRLEGMEÐALÁVÖXTUN*
Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík
Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is
3
1 5
Vinafélag Krýsuvíkurkirkju gengst
fyrir stuttri en táknrænni helgistund
í Krýsuvík í kvöld, að kvöldi Jóns-
messu, 24. júní, kl. 20. Sr. Gunnþór
Ingason og sr. Þórhallur Heimisson
stýra henni við grunn Krýsuvík-
urkirkju, sem brann 2. janúar sl. Eftir
stundina verður farið í stutta göngu
um Krýsuvíkurtorfuna undir leiðsögn
Jónatans Garðarssonar og verður
síðan boðið í kvöldkaffi í Sveinssafni,
húsi málarans. Þar stendur yfir ný-
opnuð málverkasýning sem nefnist
„Charlottenborgarárin“.
Helgistundin og kvöldgangan í
Krýsuvík miða að því að viðhalda
helgihaldi í Krýsuvík þrátt fyrir
kirkjubrunann. Undirbúningur að
byggingu nýrrar kirkju í Krýsuvík
gengur vel og standa vonir til að hún
verði vígð í sumarbyrjun 2012.
Jónsmessan er tengd nafni Jó-
hannesar skírara og er fæðingarhátíð
hans.
Velunnarar og vinir Krýsuvík-
urkirkju eru hvattir til að taka þátt í
helgistund og kvöldgöngu í Krýsuvík í
kvöld. Allir eru velkomnir.
Endilega...
...mætið í helgistund og göngu
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Krýsuvíkurkirkja Kirkjan brann til grunna 2. janúar síðastliðinn.
samninga um kaup á hráefni það-
an og þá hófst framleiðsla svokall-
aðrar „gormaeldavélar“ þar sem
plöturnar voru snúnar og var æv-
inlega kölluð ameríska týpan. Árið
Úti um víða veröld leynast flottir
hönnuðir og Kristina Viirpalu er ein
af þeim. Hún býr í Eistlandi og er
með verslun í gamla miðbænum í
Tallinn og full ástæða til að mælast
til þess að þeir sem eru veikir fyrir
vönduðum efnum og frumlegri hönn-
un geri sér ferð þangað. Til dæmis
tekur ekki nema tvo tíma að fara
með ferju frá Helsinki til Tallinn. Á
vefsíðu Kristinu má glögglega sjá að
hún hannar frumleg föt, kjóla, kápur,
hatta, skó og skartgripi. Hún hannar
líka brúðarkjóla en eitt af því sem
hún er hvað þekktust fyrir eru silki-
sokkarnir hennar, sem eru mun-
úðarfullir og ná ýmist upp að hné
eða eru hærri, upp á mið læri, en þá
krefjast þeir þess að notuð séu
sokkabönd við þá.
Kristina hannar því oft samstæð
sokkabönd og sokka. En vert er að
taka fram að sokkarnir haldast
ágætlega uppi þó ekki séu notuð
sokkabönd.
Sokkarnir eru unaðslegir viðkomu
og silkið gerir einnig að verkum að
gott er að klæðast þessum litfögru
sokkum sem margir hverjir eru með
rönd aftan á legg og læri, minna því
svolítið á stríðsárin.
Margir þeirra eru með mjög miklu
munstri og oft eru sokkarnir ekki
eins þó þeir séu samstæðir.
Aðrir eru einfaldari og fullkomlega
samstæðir.
Kristina býður upp á sérstaka
sokkasýningu með reglulegu millibili
til að kynna dásemdina á fæti.
Skórnir og töskurnar sem hún
hannar eru gjarnan úr roði eða öðr-
um náttúrulegum efnum.
Vefsíðan www.kristinadesign.ee
Geggjaðir sokkar, kjólar, skart