Morgunblaðið - 24.06.2010, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
Föstudagur 25. júní
Setningarfundur er öllum opinn – málefnastarf
aðeins fyrir landsfundarfulltrúa
16.00 Setning – ræða formanns í beinni
útsendingu á xd.is
17.00 Framsaga um stjórnmálaályktun.
17.15 Tillögur viðbragðshóps
Sjálfstæðisflokksins.
18.00 Málefnavinna hefst.
21.30 Málefnavinnu lýkur.
(Hægt verður að kaupa kvöldmat á staðnum.)
Laugardagur 26. júní
Fundurinn er í beinni útsendingu á xd.is
9.00 Skýrsla framkvæmdastjóra.
9.15 Frambjóðendakynningar.
10.00 Kynning á niðurstöðum málefnavinnu.
11.00 Tillögur viðbragðshóps
Sjálfstæðisflokksins.
Breytingar á skipulagsreglum. Umræður.
13.30 Kosning formanns.
14.00 Jafnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins.
Umræður.
15.00 Kosning varaformanns.
15.30 Stjórnmálaályktun.
17.00 Fundarslit – ávarp formanns.
20.00 Landsfundarhóf í Gullhömrum,
Grafarholti, haldið af Sambandi ungra
sjálfstæðismanna í tilefni af 80 ára
afmæli sambandsins.
Húsið verður opnað kl. 20.00 en borðhald hefst
klukkan 20.30.
Veislustjóri kvöldsins er Ari Eldjárn og eftir kvöld-
verð leikur hljómsveitin Tríkot fyrir dansi.
Frelsi -- ábyrgð -- umhyggja
39. landsfundur Sjálfstæðisflokksins
25. & 26. júní
2010
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Sveitarfélög á Íslandi, í Noregi og
Liechtenstein, þeim EFTA-ríkjum
sem eru í EES, hafa komið sér upp
vettvangi til að eiga samskipti við
Héraðsnefnd Evrópusambandsins (e.
Committee of the Regions), sem er
nokkurs konar sveitarstjórnarstig
sambandsins. Sveitarstjórnar-
vettvangur EFTA er í raun nefnd
sem Norðmenn og Íslendingar skipa
sex menn í hvorir, en Liechtenstein á
eftir að skipa sína fulltrúa. Halvdan
Skard frá Noregi verður formaður
nefndarinnar en Halldór Hall-
dórsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, verður varafor-
maður
„Þessi vettvangur mun hjálpa okk-
ur við að koma hagsmunamálum okk-
ar á framfæri á upphafsstigum mála
innan Evrópusambandsins,“ segir
Halldór. Málið snýst um að koma
sjónarmiðum þessara svæða að
snemma í löggjafarferlinu, svo ís-
lensk sveitarfélög þurfi ekki að fram-
fylgja alls kyns
reglum sem eiga
betur við þéttbýl
svæði á meg-
inlandi Evrópu.
„Við viljum
gera okkur gild-
andi, því við erum
dálítið sérstök,“
segir Halldór.
Hann nefnir sem
dæmi að strangar
Evrópureglur um frárennslismál eigi
kannski vel við sveitarfélög í Belgíu
eða Hollandi en annað gildi um sveit-
arfélög á Íslandi. Um 70% af þeim
reglum sem lögfestar eru á Íslandi í
gegnum EES-samninginn koma til
framkvæmda hjá sveitarfélögum, en
ekki var gert ráð fyrir því þegar
samningurinn var gerður. Að sögn
Halldórs er tilgangurinn sá að sleppa
við innleiðingu þeirra reglna sem eiga
ekki við hér og spara þannig gíf-
urlega fjármuni. „Þess vegna þurfum
við svona öflugan vettvang, því þegar
málin eru komin á seinni stig þá
breytir maður engu,“ segir hann.
Vilja sleppa við stóran
hluta ESB-löggjafar um
sveitarstjórnarstigið
Halldór
Halldórsson
„Nýju mörkin koma Landsvirkjun á
óvart og munu að öllum líkindum
hafa áhrif á stofn- og rekstr-
arkostnað jarðvarmavirkjana í fram-
tíðinni,“ segir Ragna Sara Jóns-
dóttir, yfirmaður Samskiptasviðs
Landsvirkjunar. Landsvirkjun muni
þó virða allar reglur.
Ný reglugerð umhverfisráðherra
lækkar mjög viðmiðunarmörk út-
blásturs brennisteinsvetnis frá jarð-
varmavirkjunum.
Ragna Sara segir nýju viðmið-
unarmörkin ekki í fullu samræmi við
niðurstöðu samráðsfundar
orkufyrirtækjanna og umhverfis-
ráðuneytisins.
„Við tökum undir með fulltrúum
Orkuveitunnar þar sem okkar skiln-
ingur var sá að miðað yrði við við-
miðunarmörk Alþjóða-heilbrigð-
isstofnunarinnar,“ segir Ragna.
Viðmiðunarmörk stofnunarinnar
eru 150 míkrógrömm brennisteins-
vetnis í rúmmetra að meðaltali á 24
klukkustundum en með reglugerð-
inni er aðeins
miðað við 50
míkrógrömm á
rúmmetra.
„Það er erfitt
að meta full-
komlega hver
áhrif breyting-
anna verða fyrr
en þynningar-
svæði virkj-
ananna verður
skilgreint,“ segir Ragna Sara en
þynningarsvæði er það svæði þar
sem leyfilegt er að fara yfir viðmið-
unarmörkin.
Enn eigi eftir að skilgreina þynn-
ingarsvæðið. Verði það skilgreint
þröngt mun kostnaður við jarð-
varmavirkjanir aukast verulega.
Ragna Sara segir reglugerðina þó
hafa minni áhrif á Landsvirkjun en
önnur jarðvarmafyrirtæki þar sem
meginstarfsemin sé enn sem komið
er í vatnsaflsvirkjunum.
hjaltigeir@mbl.is
Aukinn kostnaður
Ragna Sara
Jónsdóttir
Landsvirkjun segir viðmiðunar-
mörkin ekki í samræmi við loforð
Neytendastofa hefur bannað auglýs-
ingar þar sem Orkan segist bjóða
ódýrasta bensínið og eldsneytið á Ís-
landi. Einnig leggur stofnunin á
Orkuna 600 þúsund króna stjórn-
valdssekt á þeim forsendum að um
ítrekað brot sé að ræða.
Í úrskurði Neytendastofu segir að
auglýsingar Orkunnar hafi gefið
neytendum til kynna að fyrirtækið
byði ódýrasta eldsneytið á Íslandi.
Gögn málsins, m.a. frá verðkönnunar-
þjónustunni GSMbensínávallt, sýni
hins vegar að Orkan hafi ekki verið
með ódýrasta eldsneytið á Íslandi
þegar auglýsingarnar birtust.
„Neytendastofa telur að gera verði
ríkar kröfur til fyrirtækja sem með
auglýsingum sínum vilja höfða til
neytenda á grundvelli verðsaman-
burðar. Því voru auglýsingar Ork-
unnar bannaðar þar sem fyrirtækið
gat ekki sannað fullyrðingu sína um
ódýrasta eldsneytið á Íslandi,“ segir í
tilkynningunni frá Neytendastofu.
Málið snýst um tvær auglýsingar
frá Orkunni sem birtust í febrúar sl.
og snúast báðar um að fyrirtækið
veiti afslátt á „ódýrasta bensíninu á
Íslandi“ að sögn Orkunnar og hins
vegar „ódýrasta eldsneyti á Íslandi“.
Olíuverzlun Íslands kvartaði til Neyt-
endastofu vegna fullyrðinganna, taldi
þær ósannar og krafð-
ist þess að auglýsing-
arnar væru bannaðar.
Í kvörtun Olíuverzl-
unar Íslands segir að
ljóst sé að þegar aug-
lýsingarnar birtust
hafi ódýrasta bensínið
verið að fá hjá ÓB í
Bolungarvík og á Ísa-
firði, en Olíuverzlun
Íslands rekur ÓB.
hlynurorri@mbl.is
Orkan auglýsti rang-
lega ódýrasta bensínið
Neytendastofa bannar auglýsingarnar og sektar Orkuna
Olíufélögin hækkuðu í gær verð
um u.þ.b. átta kr. á lítra. Í
gærkvöldi kostaði bensínlítr-
inn á höfuðborgarsvæðinu
frá 194,1 kr. og upp í 194,6 kr.
og var Orkan ódýrust. Olíufé-
lögin hafa átt í miklu verð-
stríði undanfarna daga. Í
Morgunblaðinu á þriðjudag
sögðu forsvarsmenn stóru
félaganna álagninguna of
lága.
Hækkuðu
verð í gær
VERÐSTRÍÐ Á MARKAÐNUM
Háhitasvæðið við Gunnuhver á Reykjanesi hefur verið opnað að nýju fyrir
ferðamönnum. Almannavarnir lokuðu svæðinu af öryggisástæðum fyrir
þremur árum eftir að aukin virkni hljóp í hverinn með þeim afleiðingum að
hann breiddi úr sér og eyðilagði m.a. útsýnispall. Hann er nú stærsti leir-
hver landsins, með 20 metra gígop, að því er segir í tilkynningu.
Búið er að byggja nýja glæsilega útsýnispalla fyrir ferðamenn á svæðinu
og er þar jafnframt aðgengi fyrir fatlaða.
Gunnuhver orðinn
stærsti leirhver á Íslandi