Morgunblaðið - 01.07.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fasteignaverð í Macau, í grennd við
Hong Kong, hefur hækkað gífurlega
að undanförnu. Fram kemur í South
China Morning Post í gær að ferfet-
ið í lúxusturnunum í Macau seljist
nú á vel yfir 6.000 Hong Kong-doll-
ara, eða rúmlega 100 þúsund krón-
ur, og allt upp í 7.400 HK-dollara
eða liðlega 122 þúsund krónur.
Í Morgunblaðinu fyrir ári var
greint frá því að skilanefnd Glitnis
og Sjóvá hefðu rift kaupsamningi
um kaup á 68 lúxusíbúða turni í
Macau og tapað við það um 3,2
milljörðum króna. Þar kom fram að
í október 2006 gerði Sjóvá (Mile-
stone) samning við Shun Tak í
Hong Kong um kaup á stórri fast-
eign, með 68 lúxusíbúðum, í Macau,
sem er í nágrenni Hong Kong.
Heildarsamningurinn var upp á um
100 milljónir bandaríkjadala eða um
13 milljarða króna á núvirði og hafði
Sjóvá greitt um þriðjung af samn-
ingnum þegar kaupunum var rift og
samið um verð sem þá var um 25%
undir markaðsverði.
Urðu af miklum hagnaði
Miðað við þróun fasteignaverðs í
Hong Kong og Macau á undanförnu
ári er því óhætt að fullyrða að í stað
þess að tapa yfir þremur milljörðum
króna á verkefninu hefðu skilanefnd
Glitnis og Sjóvá hagnast um yfir tíu
milljarða á því, ef kaupunum hefði
ekki verið rift.
Íbúðirnar í Turni IV, sem Sjóvá
átti í, fóru í sölu í desember 2009 og
samkvæmt Þresti Jóhannessyni,
framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrir-
tækisins Cosamajo, sem er meðal
annars í ráðgjöf og fasteignavið-
skiptum í Hong Kong, höfðu allar
íbúðir turnsins verið seldar í apr-
ílmánuði, utan þrjár, eða innan við
fimm mánuðum eftir að þær fóru á
markað. Íbúðirnar hafi verið seldar
á 5.500 til 7.400 HK-dollara ferfetið.
Verðið fari hækkandi eftir því sem
íbúðirnar séu ofar í turninum.
Þröstur telur það sæta furðu að
skilanefnd Glitnis skuli í fyrra ekki
hafa hlustað á neinar spár um þróun
fasteignaverðs í Hong Kong en þær
hafi allar verið á einn veg, að fast-
eignaverð myndi hækka mikið á
næstu mánuðum og miss-
erum og nú sé komið á
daginn að spárnar hafa
ræst.
Varð af 10 milljörðum kr.
Sjóvá tapaði yfir 3,2 milljörðum króna á því að rifta kaupsamningi í Macau, í
grennd við Hong Kong, en hefði hagnast um 10 milljarða með því að klára verkið
Hækkun Verð lúxusíbúðanna í Macau-turnunum, þar sem Sjóvá átti 68 íbúð-
ir, hefur hækkað gífurlega undanfarna mánuði og misseri.
Þröstur Jóhannesson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að hann hefði frá upphafi talið
rangt af skilanefnd Glitnis og
Sjóvá að rifta samningnum
vegna lúxusíbúðanna í Macau,
sem Sjóvá gerði við Shun Tek í
október 2006.
„Það lá fyrir í júní í fyrra,
þegar samningnum var rift, að
Sjóvá hefði getað fengið mun
betra verð fyrir hlutinn en
fékkst, því þeir seldu á um
25% undir markaðsverði,“
sagði Þröstur.
„Hinn 20. apríl sl. var búið
að selja allar íbúðirnar nema
þrjár í turninum, þannig að
kaupendurnir sem keyptu af
Sjóvá hafa hagnast um a.m.k.
10 milljarða króna á inn-
an við sjö mánuðum.
Þeir settu íbúðirnar á
markað í desember í
fyrra og flestar þeirra
seldust strax á fyrstu
tveimur vikunum,“
sagði Þröstur jafn-
framt.
Taldi alltaf
rangt að rifta
HONG KONG
Þröstur
Jóhannnesson
„Það eru smá-
skjálftar og
öðru hvoru hafa
komið svona
öskuskot, svo
við erum aðeins
á varðbergi,“
segir Magnús
Tumi Guð-
mundsson,
jarðeðlis-
fræðingur og
prófessor við Háskóla Íslands, um
eldgosið í Eyjafjallajökli. Að-
spurður kveðst hann ekki tilbúinn
til að lýsa því yfir að gosinu sé
lokið. „Við erum kannski ekkert
óróleg yfir þessu, en viljum ekki
lýsa neinu yfir heldur,“ bætir
hann við.
Í gosinu sem stóð yfir 1821 til
1823 komu löng tímabil þar sem
ekkert gerðist. Síðast lét jökullinn
á sér kræla hinn sjöunda júní síð-
astliðinn. Nú hefur hann því haft
hægt um sig í 24 daga.
Þumalputtareglan er sú, að
sögn Magnúsar Tuma, að miða við
að eldgos liggi niðri í þrjá mánuði
til að hægt sé að lýsa yfir goslok-
um. Breska veðurstofan miðar til
dæmis við þau tímamörk, en eng-
ar sérstakar reglur eru um við-
miðin. Hann nefnir sem dæmi að í
ágúst árið 1980 gaus aðeins í þrjá
daga í Heklu. Svo þagði hún þar
til aftur byrjaði að gjósa um
páskana árið eftir. Í dag er það
talið hafa verið eitt og sama gos-
ið, í jarðfræðilegum skilningi.
„Með hverjum deginum sem líð-
ur verður líklegra að þessu gosi
sé lokið,“ segir Magnús Tumi.
onundur@mbl.is
Ekki tími til
að lýsa yfir
goslokum
Magnús Tumi
Guðmundsson
Þessar ungu stúlkur gripu til þess ráðs að tefla frá sér
vinnustundirnar í gær. Óhætt er að segja að það hafi
vakið lukku, enda streymdi fólk að meðan á taflinu stóð.
Í málshættinum segir að hver tefli um tvo kosti, að
tapa eða vinna. Það átti við í þessari skák eins og öðrum.
Að tafli loknu fengu þær þó eflaust báðar að vinna.
Morgunblaðið/Eggert
Teflir hver um tvo kosti, að tapa eða vinna
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Fjöldi bifreiða sem ekki má selja stendur nú á
bílasölum um land allt. Í kjölfarið á dómi Hæsta-
réttar um lögmæti gengistryggingar lána hafa
kaupleigur landsins stöðvað öll eigendaskipti á
bifreiðum með áhvílandi erlendum lánum. Óvíst
er hversu lengi ástandið mun vara, en því lýkur
ekki fyrr en málefni skuldara skýrast betur.
„Þetta er þannig séð stopp. Maður veit eig-
inlega ekki neitt. Þetta er bara algjört rugl og er
að stoppa fullt af sölum. Við finnum alveg fyrir
því og kollegar mínir segja það sama,“ segir Stef-
án Sigurjónsson bílasali. Hann segir söluna hafi
farið ágætlega af stað eftir dóminn, en nú hagg-
ast bílarnir með erlendu lánin ekki.
„Það eru náttúrulega einhverjir bílar með ís-
lensk lán og það er ekkert mál að sýsla með þá.
En þorrinn af þessum bílum var seldur á bíla-
samningi með erlendum lánum.“
Guðfinnur Halldórsson bílasali segir að hann
hafi þurft að vísa mörgum hugsanlegum kaup-
endum frá vegna málsins.
„Söluskráin er í tómu tjóni þessa stundina. En
við erum heppnir að lifa á fornri frægð og seljum
ennþá ódýra, skuldlausa bíla,“ segir Guðfinnur.
„Þessi lán eru ólögleg, það fer ekkert á milli
mála. Á meðan að eitthvað ólöglegt er í gangi, þá
er ekki hægt að vinna við það.“
Bílasalar vonast til þess að ástandið muni
ganga hratt yfir, svo allt geti komist í eðlilegt
horf á ný.
„Við bílasalar krossleggjum fingur, að þetta
fari af stað og það komist einhver botn í þetta,“
segir Stefán Sigurjónsson.
Bifreiðarnar fara ekki fet
Bílasölur mega ekki selja bíla með áhvílandi erlendum lánum fyrr en afleið-
ingar dómsins skýrast Bílasölur líða fyrir ástandið og bíða átekta eftir lausn
Lögregla í Míl-
anó handtók
fimm Íslendinga
aðfaranótt
þriðjudags. Sak-
irnar voru
drykkjulæti og
eignaspjöll. Sam-
kvæmt fréttasíð-
unni Milano Cro-
naca breyttu
fimm ungir menn
frá Íslandi einni af götum borg-
arinnar í sinn eigin skemmtigarð.
Mennirnir skiptust á um að stökkva
upp á bíla og milli bílþaka, og tóku
myndir hver af öðrum á meðan.
Samkvæmt fréttinni eru menn-
irnir allir á þrítugsaldri. Þrír
þeirra eru háskólanemar, sá fjórði
viðskiptafræðingur og fimmti jarð-
fræðingur. Þegar lögreglan innti
þá svara kváðust mennirnir ein-
göngu hafa verið að skemmta sér.
gislibaldur@mbl.is
Íslendingar
til vandræða
Á bíl Uppátækið
náðist á mynd.
Sjálfstæðir Evrópumenn hörmuðu
á fundi sínum í gær samþykkta
ályktun landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins um Evrópumál. Í álykt-
un fundarins segir m.a. að sam-
þykkt landsfundarins „fæli í sér
áhrifaleysi flokksins í einhverjum
mikilvægustu samningum sem Ís-
land hefði gengið til á þýðing-
armesta tíma samningagerð-
arinnar“.
Einnig að samþykktin væri and-
stæð þeirri eðlilegu lýðræðiskröfu
að fólkið í landinu fengi úrslitavald
um niðurstöðu málsins. Sjálfstæðir
Evrópumenn telja að breið pólitísk
samstaða sé líklegust til að skila Ís-
lendingum góðri niðurstöðu í aðild-
arviðræðunum við ESB.
Samþykktin
hörmuð
Íslenska landsliðið í brids er í þriðja
sæti eftir fyrsta dag úrslitakeppni
Evrópumótsins í brids í Belgíu. Tutt-
ugustu og fyrstu umferð Evr-
ópumótsins lauk í gær með sigri Ís-
lendinga gegn Hollendingum, 19:11,
en fyrr um daginn tapaði liðið fyrir
Dönum, 12:18.
Íslenska sveitin er með 178 stig, en
fyrir ofan hana eru Ítalir með 182
stig og á toppnum tróna Ísraelar með
183 stig.
Það er því spennandi barátta um
toppsætið, því stutt er á milli sveita.
Sjö umferðir eru eftir og því getur
margt breyst. Sex efstu sætin gefa
keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í
haust.
Í fyrramálið spila Íslendingar gegn
þremur sveitum. Fyrst mæta þeir
Svíum, síðan Eistlendingum og ljúka
deginum á viðureign við Pólverja.
Íslenska landsliðið
í brids í þriðja sæti
eftir gærdaginn