Morgunblaðið - 01.07.2010, Page 6
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við erum að horfa fram á þriðja árið í alvarlegum
niðurskurði til skólans. Þannig að við erum að
skoða allt og þar á meðal þetta,“ segir Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor Háskóla Ís-
lands, spurð hvort til greina
komi að taka upp fjöldatak-
markanir við innritun stúdenta
í skólann, í sparnaðarskyni.
„Ég legg áherslu á að við höf-
um ekki tekið neinar ákvarðan-
ir. Við erum að bíða og sjá
hvernig vinnst úr umsóknum
um skólavist næsta vetur. Það
fór mjög mikill fjöldi í inntöku-
próf í læknadeildina. Spurning-
in er hvert fara þeir sem ekki
komast áfram? Við eigum eftir að sjá hvernig land-
ið liggur fyrir haustið. Þangað til erum við með alla
valkosti til skoðunar.“
Óvíst hversu mikið verður skorið niður
– Hversu líklegt er að gripið verði til fjöldatak-
markana við innritun í Háskóla Íslands?
„Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Það er
enn svo margt óljóst. Það liggur þó fyrir að það
verði ekki gert fyrir næsta skólaár. Við erum ekki
búin að fá tölur fyrir 2011 um hversu niðurskurð-
urinn verður mikill. Þá á eftir að koma í ljós hver
hagræðingin verður af samstarfinu við aðra há-
skóla. Það er vinna sem er að fara af stað núna.
Við erum heldur ekki búin að sjá hvernig nem-
endur raðast niður á deildirnar næsta skólaár
þannig að það á margt eftir að skýrast. Við erum
að skoða hluti eins og að sameina deildir og lækka
starfshlutfall. Við erum með allt undir. Fjöldatak-
markanir eru aðeins einn liður í því.“
Ber að taka á móti öllum stúdentum
Spurð hvort fjöldatakmarkanir af þessum
toga yrðu án fordæmis í sögu Háskóla Íslands
bendir Kristín á að þær hafi verið við lýði í heil-
brigðisvísindum, á borð við læknisfræði, og í
öðrum deildum. Hinu sé ekki hægt að horfa fram
hjá að skólanum beri að taka á móti stúdentum.
„Það hefur verið litið svo á að þetta sé
skóli sem beri að taka við stúdentum
sem hafa til þess undirbúning en við
erum vitaskuld í þeirri stöðu núna að við verðum
að spyrja okkur spurninga á borð við þá hversu
lengi við getum haldið áfram í niðurskurði á tímum
aukins umsóknafjölda án þess að breyta innrit-
unarreglum. Ef eitthvað slíkt gerðist þarf að
hugsa um úrræði fyrir þá sem ekki kæmust inn.
Þetta er stórpólitískt mál, því það er svo margt
sem hangir saman.“
Umsóknum fjölgar ört eftir hrunið
Innt eftir tölum um aðsókn að skólanum skóla-
árin tvö frá hruni segir Kristín að umsóknum í ár
hafi fjölgað um 18% á milli ára og um 20% árið þar
á undan, aukning sem skýrist fremur af efnahags-
hruninu en stærð árganga, þeir hafi verið litlir.
Inni í þessum tölum sé ekki gert ráð fyrir þeim
1.400 nemendum sem fengu inni um áramótin 2008
og 2009, þegar stjórnvöld hvöttu til að dyr yrðu
opnaðar fyrir nýnemum við háskólann.
Spurð um niðurskurðarkröfuna frá hruni segir
rektor að fyrsta árið hafi verið skorið niður um
10%, eða um milljarð, og 8% síðara árið. Við-
bótarframlag, vegna fjölgunar nemenda í
kjölfar hrunsins, mildaði hins vegar niður-
skurðinn síðara árið og nam hann því 300
milljónum króna það ár. Alls nemur fram-
lag ríkisvaldsins til skólans á þessu ári því
um 9 milljörðum, en það er um tveir þriðju
af veltu skólans.
Afgangurinn, eða þriðjungur, er sjálfs-
aflafé og styrkir.
Útilokar ekki fjöldatakmarkanir
Rektor Háskóla Íslands segir alla kosti til skoðunar Stendur frammi fyrir miklum niðurskurði
Skólanum ber að taka á móti stúdentum sem uppfylla kröfur Úrræði þyrfti fyrir nýstúdenta
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest
fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú.
Flokkurinn fengi 34,6% atkvæða,
samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar sem Miðlun ehf. vann fyrir
Morgunblaðið í júní. Í þingkosning-
unum 2009 fékk Sjálfstæðisflokkur-
inn 23,7% atkvæða og er því 10,9
prósentustigum yfir kjörfylgi sínu
um þessar mundir.
Næststærst er Samfylkingin, sem
23,8% aðspurðra segjast myndu
kjósa. Fast á hæla hennar fylgir
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
með 21,5% fylgi. Samanlagt fylgi
ríkisstjórnarflokkanna er því 45,3%.
Framsóknarflokkurinn myndi
hljóta atkvæði 7,6% samkvæmt
könnuninni og Hreyfingin 5,9%. Þeir
sem sögðust myndu kjósa eitthvað
annað en flokkana á þingi voru 6,7%
aðspurðra.
Fylgishrun hjá Framsókn
Marktækur munur var á því
hvernig kynin sögðust greiða at-
kvæði, en hlutfall karla og kvenna
var jafnt í könnuninni. Karlar sögð-
ust frekar myndu kjósa Sjálfstæð-
isflokk, Framsóknarflokk og Hreyf-
ingu, en konur sögðust frekar
myndu kjósa Samfylkinguna og
Vinstri græna.
Sjálfstæðisflokkurinn sækir fylgi
tt nokkuð jöfnum höndum til höf-
uðborgarsvæðis og landsbyggðar og
er sérstakur að því leyti. Á sama
tíma hefur Framsókn 4,1% fylgi í
höfuðborginni en 13,9% úti á landi.
VG sækir 26% af landsbyggðinni en
19,1% til höfuðborgarbúa. Samfylk-
ingin og Hreyfingin sækja fylgi sitt
hins vegar mun meira í borgina.
Samfylkingin 27,3% á móti 17,3 á
landsbyggðinni en Hreyfingin 6,7% í
borginni á móti 4,3 á landsbyggð-
inni.
Í samanburði við könnun Capa-
cent á fylgi flokkanna í maí sýnir
þetta, að Sjálfstæðisflokkurinn er að
bæta verulega við sig fylgi, eða 4,6
prósentustigum. Hann er því kom-
inn í svipað fylgi og hann hafði í
byrjun apríl.
Fylgið hrynur hins vegar af
Framsóknarflokknum og Vinstri
grænum síðan í maí. Þeim fækkar
um 5,5 prósentustig sem myndu
kjósa VG og um heil 6,4 prósentustig
sem myndu kjósa Framsókn, síðan í
maí. Fylgi Framsóknarflokksins fer
því langt með að helmingast á milli
þessara tveggja kannana.
Í samanburði við fylgi Hreyfing-
arinnar í maí síðastliðnum hefur hún
bætt við sig 3,9 prósentustigum og
nærfellt þrefaldað fylgi sitt síðan þá,
en hún hafði aðeins um 2% í maí.
Hún er engu að síður vel undir
7,22% kjörfylgi Borgarahreyfingar-
innar árið 2009.
Miðlun ehf. vann könnunina, sem
var netkönnun, frá 11. til 28. júní.
Úrtakið var tilviljanakennt úr ald-
urshópnum 18-75 ára í þjóðskrá. 849
manns tóku þátt í könnuninni.
Spurt var: „Ef kosið yrði til Al-
þingis í dag, hvaða flokk myndir þú
kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir í
þeirri spurningu voru í kjölfarið
spurðir „En hvaða flokkur yrði lík-
legast fyrir valinu?“
Miklar sviptingar í fylgi flokkanna
Sjálfstæðisflokkur hefur 34,6% fylgi og hefur því bætt tæpum ellefu prósentustigum við kjörfylgi sitt
Samfylking og Framsókn tapa miklu frá kosningum 2009 en VG eru komin aftur niður í kjörfylgið
Fylgi flokkanna á landsvísu
Skv. könnun Miðlunar ehf. fyrir Morgunblaðið 11.-28. júní 2010
%
35
30
25
20
15
10
5
0
Úrslit í Alþingiskosningum 25. apríl 2009
Sjálfstæðis-
flokkurinn
Vinstri
grænir Samfylkingin
Framsóknar-
flokkurinn
Hreyfingin
(áður Borgara-
hreyfingin)
23,7%
34,6%
21,7% 21,5%
29,8%
23,8%
14,8%
7,6% 7,2%
5,9%
Athygli vekur að aðeins eitt
stjórnmálaafl var nefnt oftar en
einu sinni þegar þátttakendur
sögðust myndu kjósa eitthvað
annað en flokkana sem nú eiga
sæti á þingi. Það var Besti
flokkurinn, sem 21 þátttakandi
sagðist myndu kjósa, eða rúm-
lega helmingur þeirra sem
sögðust kjósa eitthvað „ann-
að“. Svo virðist því sem Frjáls-
lyndi flokkurinn hafi til að
mynda ekki verið ofarlega í
huga þeirra sem voru spurðir.
Spurn eftir
Besta flokki
NEFNA EKKI FRJÁLSLYNDA
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra kvaðst ekki hafa
heyrt af hugmyndum um fjölda-
takmarkanir við innritun í Há-
skóla Íslands þegar ummæli
rektors voru borin undir hana.
Hún ætti því erfitt með að
bregðast við þeim. Ráðuneytið
hefði ekki rætt þennan valkost
með fulltrúum Háskóla Íslands.
Hitt væri ljóst að þegar ríkið
þyrfti að brúa 200 milljarða
króna gjá í ríkisfjármálum væri
óhjákvæmilegt að það yrði
„ekki gert án sársauka“.
Aðspurð um þær raddir innan
hugverkageirans að fyrirsjáan-
legur skortur á tæknimenntuðu
fólki kalli á forgangsröðun í
þágu slíks náms kveðst Katrín
hafa heyrt þau sjónarmið.
Menntamálaráðuneytið sé í
samvinnu við félagsmálaráðu-
neytið og Vinnumálastofnun að
kanna hvernig útfæra megi þá
hugmynd að bjóða atvinnulausu
fólki upp á að hefja nám í tækni-
greinum í framhaldsskólum og
háskólum.
Innt eftir tímasetningum í
þessu efni gefur Katrín í
skyn að vænta megi
tíðinda í haust.
Um 200 atvinnu-
laus ungmenni hafi
hafið nám í fram-
haldsskólum og
um 70% þeirra
lokið vorönninni,
niðurstaða sem
lofi góðu.
Atvinnulausir
í tækninám
BRUGÐIST VIÐ KREPPU
Katrín
Jakobsdóttir
„Ég tek heilshugar undir þau sjónarmið að út-
litið sé bjart í hugverkageiranum og þeim
tækifærum sem felast þar fyrir Ísland. Það er
þá skylda skólanna að mennta þá sem hafa
áhuga og gera það vel og koma þeim út í at-
vinnulífið. Til að svo megi verða þarf að búa
þannig um þessar greinar í háskólunum að
þeir anni því að koma stærri hópum í gegn,“
segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í
Reykjavík, um fyrirséðan skort á tæknifólki.
Ari Kristinn kveðst jafnframt líta svo á að
Íslendingar hafi nú einstakt tækifæri til
að hasla sér völl í hvers kyns hug-
verkaiðnaði og njóta þar með ávaxt-
anna af uppsveiflu í upplýsinga-
tækni. Tækifærið geti glatast.
„Það er mikill skortur á vel mennt-
uðu fólki á þessum sviðum. Vel
menntaðir Íslendingar á tæknisviðinu
geta í sjálfu sér fengið vinnu
hvar sem er í heiminum.“
Tækifæri sem gæti
farið forgörðum
SAMKEPPNIN UM VINNUAFL
Ari Kristinn
Jónsson
Morgunblaðið/Golli
Frá Háskólatorgi Svo gæti farið að stúdentar fengju ekki inni í HÍ vegna fjárskorts.
Kristín
Ingólfsdóttir