Morgunblaðið - 01.07.2010, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
RíkisstjórnÍslands hef-ur vitað það
sama og allur al-
menningur að von
væri á niðurstöðu
Hæstaréttar um
lagagrunn geng-
istryggðra lána. Sú
vitneskja er að
verða ársgömul.
Málin voru þannig lögð fyrir
dómstólana að einvörðungu var
hægt að vænta einnar niður-
stöðu af tveimur. Kostirnir voru
með öðrum orðum aðeins tveir
og mikið var í húfi. Það hlýtur
því að koma mjög á óvart og
vera ámælisvert, að þegar dóm-
ur fellur sem skekur þjóðfélag-
ið, þá skuli ríkisstjórnin vera al-
gjörlega óundirbúin og koma af
fjöllum. Af því fyrirhyggjuleysi
hafa þegar hlotist mikil vand-
ræði og tjón, sem ekki sér fyrir
endann á. Til þessa fyrir-
hyggjuleysis ríkisstjórnarinnar
má rekja að Fjármálaeftirlit og
Seðlabanki skuli reyna að bæta
úr stöðu málsins á seinasta degi
mánaðar, alllöngu eftir að hinn
sögulegi dómur féll. Það er gert
í formi tilmæla til annars aðila í
samningsréttarlegu sambandi á
markaði og sérstaklega tekið
fram að enginn sé bundinn af
þeim tilmælum. Lagagrundvöll-
ur hinna sameiginlegu tilmæla
er ekki tilgreindur. Hafa þegar
komið fram miklar efasemdir
um lögmæti tilmælanna og
hvort jafnræðis hafi verið gætt
við útgáfu þeirra. Þótt vissulega
sé hægt að hafa samúð með því
að þær tvær stofnanir sem í hlut
eiga reyni að berja
í þá bresti sem
óundirbúið og
óhæft ríkisvald
hefur skapað, er
ekki endilega víst
að flækjustig máls-
ins hafi minnkað
með framsetningu
tilmæla af þessu
tagi.
Skýrt er frá því í fjölmiðlum
að Gylfi Magnússon við-
skiptaráðherra „segir að rík-
isstjórnin hafi þær upplýsingar
innan úr dómskerfinu að nið-
urstaða í máli gengistryggðu
lánanna gæti komið snemma í
haust“. Hvaðan „úr dómskerf-
inu“ eru slíkar upplýsingar
komnar? Í hvaða farvegi eru
viðræður ríkisstjórnarinnar við
„dómskerfið“? Ráðherrann
verður að gæta sín mun betur
en þetta, því að upplýsingar
sem gefa til kynna samkrull eða
sérstakt samráð ráðherra við
„dómskerfið“, án þess að það sé
skýrt nánar, sá fræjum tor-
tryggni í þjóðfélaginu. Á slíkt
er naumast bætandi. Ekki er
vitað til þess að málatilbúnaður
sé opinberlega hafinn í því
formi að kröfuhafi hafi stefnt
meintum skuldara. Rík-
isstjórnin hafnaði svo sem
kunnugt er að afgreiða laga-
frumvarp Sigurðar Kára Krist-
jánssonar, sem var til þess fall-
ið að skapa skilvirkari úrræði
en nú eru fyrir hendi. Það eru
miklir hagsmunir í húfi og síst
má ganga þannig fram að af-
skiptin veiki traust á úrlausn-
um dómstóla.
Ríkisstjórnin hafði
haft marga mánuði
til að undirbúa sig
fyrir dómsniður-
stöðu í gengistrygg-
ingarmálum. Samt
kom hún af fjöllum}
Viðbrögð veikja traust
Þýska þjóðin varaldrei spurð
hvort hún vildi
kasta þýska mark-
inu fyrir evruna.
Ekki var talið lík-
legt að hún hefði nokkru sinni
samþykkt slíkt. Hins var hin
stjórnmálalega hástétt mjög
samstiga í því máli og mjög í
öðrum takti en þjóðarviljinn.
Talið var víst að stuðningur
við evruna myndi vaxa smám
saman í Þýskalandi, enda
mætti færa fyrir því rök að
það land hefði mest að vinna
með hinum sameiginlega
gjaldmiðli. Stuðningur við
hana hefur þó sjaldan náð
meirihluta í könnunum og nú
er svo komið að aðeins um 30%
Þjóðverja styðja áframhald-
andi tilvist hennar á meðan yf-
ir 50% þjóðarinnar vilja þýska
markið aftur. Þetta hlýtur að
vera alvarlegt áfall fyrir þá
sem setja allt sitt traust í
efnahagsmálum álfunnar á
hina sameiginlegu mynt.
Nýlegar kannanir sýna að
stuðningur
frönsku þjóð-
arinnar við evruna
er um þessar
mundir enn veikari
en hinnar þýsku.
Vissulega er það rétt sem oft
er bent á að Evrópusambandið
gerir ekki mikið með afstöðu
almennings og fer sínu fram,
hvað sem fólki finnst. Það á þó
einkum við um álit smærri
þjóðanna í sambandinu, sem
verða að kjósa aftur og aftur í
þjóðaratkvæðagreiðslum þar
til sú niðurstaða fæst sem
Brussel hugnast. Þar á bæ
verða menn á hinn bóginn
vafalaust órólegir þegar þeir
sjá svart á hvítu hversu naum-
ur stuðningurinn er orðinn við
evruna í burðarríkjunum
tveimur, Þýskalandi og Frakk-
landi. Sú staða bætist við
hreinskilnisleg skrif helstu
efnahagssérfræðinga heimsins
að undanförnu um að vaxandi
líkur séu á að botninn detti al-
veg úr myntsamstarfinu innan
tiltölulega skamms tíma.
Þjóðverjar og Frakk-
ar vilja sínar gömlu
myntir til baka}
Enn hitnar undir evru
F
élagi minn danskur, sem þekkti vel
til Íslands og Íslendinga, sagði
mér eitt sinn að lýsa mætti ís-
lensku þjóðinni með tveimur orð-
um: „Þetta reddast“. Hann var þó
ekki að slá þessu fram eins og svo títt er gert nú
um stundir, þ.e. nota það til að sýna fram á
glanna- og galgopaskap Íslendinga, heldur
vegna þess að hann hafði hrifist af bjartsýni
þjóðarinnar og jákvæðu viðhorfi gagnvart erf-
iðleikum.
Það er nokkuð til í þessari greiningu þessa
frænda okkar og þótt menn geti verið sammála
um að bjartsýnin hafi verið fullmikil framan af
öldinni, þá er bölsýnin sem nú hefur tekið við
öllu verri – í stað þess að menn séu sífellt að sjá
bjartar hliðar á lífinu eru allir komnir á kaf í
svartagallsraus sem sannast á þessari
óskemmtilegu og óspennandi ríkisstjórn sem við nú sitjum
uppi með. Víst er henni vorkunn að þurfa að glíma við erfið
verkefni, en af hverju eru allir alltaf með hundshaus (nema
Katrín Jakobsdóttir reyndar, hún er ljós í myrkrinu)?
Að mínu viti felst í orðunum „þetta reddast“, sem eru
mér ekki síður töm en öðrum Íslendingum, bjartsýni á að
allt fari vel og að ef það fari kannski ekki svo vel þá getum
við gert gott úr öllu saman.
Undir lok síðasta árs og byrjun þessa var það mikið
rætt vestan hafs og austan hvort hægt væri að vera of
bjartsýnn, en kveikjan að þeirri umræðu var bók banda-
rísku blaðakonunnar Barböru Ehrenreich, Brostu eða
deyðu, Smile or Die, þar sem hún sagði frá því
er hún greindist með krabbamein og allir
kepptust við að hughreysta hana. Í bókinni (og
viðtölum við hana) kom fram að hún vildi enga
fjandans huggun – hún vildi sannleikann hráan
og ómengaðan og síðan glíma við sjúkdóminn á
eigin forsendum.
Ehrenreich hefur rétt fyrir sér í því að mað-
ur á aldrei að neita að horfast í augu við sann-
leikann, en hún skilur aftur á móti ekki að
hægt er mæta sannleikanum með bros á vör,
vera vongóður og glaðvær, jafnvel bjartsýnn
þótt einhverjum öðrum finnst lítil ástæða til
þess. Málið er nefnilega það að bjartsýnum
gengur betur í lífinu (eða finnst þeim ganga
betur sem ber sama árangur), þeir verða
sjaldnar veikir og ef þeir veikjast batnar þeim
fyrr. Þeir lifa líka lengur og lifa betra lífi í
þokkabót – það hafa vísindin sannað.
Í viðtali við blaðið fyrir stuttu sagði íslenskur ljósmynd-
ari sem búsettur er í Los Angeles að sér hefði komið óvart
að það væru allir grenjandi í dag á Íslandi: „Fólk keyrir
um grátandi á nýjum bílum, en í Los Angeles er ég að
hjálpa til við að úthluta mat til fólks sem býr á götunni.“
Skýring á þessu er helst sú að það er í tísku að tala eins
og allt sé hér að fara til fjandans, ef það er þá ekki þegar
löngu farið norður og niður.
Því er öðru nær, ágæti lesandi, og þú mátt treysta því að
þetta reddast, og ef þú treystir því þá reddast það.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Þetta reddast
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
F
rumvarpi um háar fjár-
sektir fyrir að selja
mjólk sem framleidd
hefur verið utan
greiðslumarkskerfisins
hefur enn verið frestað á Alþingi.
Formaður Landssambands kúa-
bænda segir að verði það látið óáreitt
að afurðastöðvar selji mjólk sem
framleidd er utan greiðslumarks-
kerfis muni það á endanum leiða til
þess að kerfið bresti en það leiði til
verðhækkana og samþjöppunar. Efa-
semdarmenn um frumvarpið benda á
móti á að það geti trauðla staðist
ákvæði um atvinnufrelsi að banna
mönnum að gerast kúabændur.
Lengi hefur staðið til að leggja á
sektir við að framleiða mjólk utan
greiðslumarkskerfisins. Leggja átti
slíkt frumvarp fyrir vorið 2009 en því
var frestað og enn var frumvarpinu
frestað en þingið fór í frí 24. júní.
Andstæðingar sammála
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks sem tóku til
máls um frumvarpið studdu það allir,
líkt og þingmenn Vinstri grænna.
Eina andstaðan sem kom fram við
þetta stjórnarfrumvarp var úr röðum
þingmanna Samfylkingarinnar. Helgi
Hjörvar sagði m.a. að með frumvarp-
inu væri verið að festa einokun
Mjólkursamsölunnar í sessi. „Ef nið-
urgreitt opinbert kerfi getur ekki
staðist frjálsa samkeppni við ónið-
urgreidda framleiðslu hlýtur úrkynj-
un þess að vera algjör,“ sagði hann.
Atli Gíslason, þingmaður VG og for-
maður sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefndar, var á öndverðum meiði
og benti m.a. á ástandið í svínarækt,
máli sínu til stuðnings. Það kerfi væri
án eftirlits og stýringar og í „nokkuð
mikilli rúst“. Allt stefndi í að einn
framleiðandi næði 55-65% markaðs-
hlutdeild.
Dökk spá um afleiðingarnar
Verði frumvarpið að lögum verð-
ur sekt fyrir að selja hvern utankerf-
islítra á innanlandsmarkaði 110 krón-
ur. Morgunblaðið greindi á föstudag
frá áformum Vesturmjólkur um að
hefja framleiðslu á mjólk og mjólk-
urafurðum, m.a. úr mjólk sem fram-
leidd er utan kerfis, og sagði for-
svarsmaður Vesturmjólkur að
frumvarpið gæti riðið fyrirtækinu að
fullu.
Frumvarpið var m.a. unnið í
samvinnu við Bændasamtök Íslands.
Sigurður Loftsson, formaður Lands-
sambands kúabænda, segir að til-
gangur greiðslumarkskerfisins sé að
koma í veg fyrir offramleiðslu á inn-
anlandsmarkaði og tryggja að stuðn-
ingsgreiðslur ríkisins nýtist sem best
til lækkunar vöruverði. Eins sé því
ætlað að jafna aðstæður þeirra
bænda sem búa fjarri aðalmark-
aðssvæðinu á SV-horninu og vera um
leið grundvöllur þess að hægt sé að
tryggja neytendum tilteknar grunn-
vörur, s.s. drykkjarmjólk, skyr og
fleira, á sama verði úti um allt land.
Auðvitað sé þetta kerfi ekki galla-
laust fremur en aðrar markaðs-
aðferðir, en það hafi virkað vel og því
til stuðnings bendir hann á að sam-
kvæmt nýrri könnun séu mjólk-
urvörur ódýrari hér en að meðaltali í
ríkjum Evrópusambandsins. Verði
mönnum gert kleift að selja mjólk ut-
an kerfis leiði það til þess að minna
seljist af mjólk frá þeim bænd-
um sem starfa innan þess.
Þetta grafi undan kerfinu
sem muni á endanum bresta.
Líkleg afleiðing verði sam-
þjöppun, líkt og hafi átt sér stað
t.d. í svínaframleiðslu, algjört
vald smásölunnar á markaðnum,
hærra verð á grunnvörum, s.s.
drykkjarmjólk, og minna vöruúrval.
Kúabændur telja að
kerfið muni bresta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mjólk er góð Landssamband kúabænda bendir á að núverandi fram-
leiðslukerfi hafi gefist vel. Gagnrýnendur spyrja um atvinnufrelsi.
Framleiðsla mjólkur er bundin
við greiðslumark en í daglegu
tali er þetta kerfi nefnt kvóta-
kerfi. Samkvæmt samningi við
Bændasamtökin greiðir rík-
issjóður tiltekna fjárhæð fyrir
ákveðið magn af mjólk, á
þessu ári 4,7 milljarða króna
fyrir 116 milljónir lítra af
mjólk. Greiðslumarkið er
ákveðið með tilliti til sölu og
söluspár. Seljist lítið af mjólk
lækkar greiðslumarkið.
Í reglugerð um greiðslu-
markið segir að mjólk sem
framleidd er umfram greiðslu-
markið skuli fara á erlendan
markað á ábyrgð
hvers framleið-
anda og viðkom-
andi afurða-
stöðvar. Þó er
hægt að fá heim-
ild til sölu innan-
lands ef sala og
birgðastaða gefa
tilefni til.
Út með um-
frammjólk
116 MILLJÓNIR LÍTRA Á ÁRI