Morgunblaðið - 01.07.2010, Qupperneq 23
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Þjóðskrá Íslands
Alþingi samþykkti hinn 15. júní 2010 lög um sameiningu Fasteignaskrár Íslands og Þjóðskrár
í nýja stofnun, Þjóðskrá Íslands. Markmið sameiningarinnar er framþróun í skráahaldi og
fjárhagsleg hagkvæmni. Stofnunin tekur til starfa í dag, 1. júlí, og sinnir þeim verkefnum
sem Fasteignaskrá Íslands og Þjóðskrá höfðu með höndum.
Höfuðstöðvar Þjóðskrár Íslands eru að Borgartúni 21, Reykjavík. Einnig eru skrifstofur
að Hafnarstræti 95, Akureyri og Austurvegi 4, Selfossi. Veffang er www.skra.is, tölvupóst-
fang afgreiðslu skra@skra.is og símanúmer 515 5300.
Starfsmenn beggja aðila eru áfram að störfum hjá Þjóðskrá Íslands og munum við
starfsmenn tryggja að ekkert rof verði á þjónustu og stjórnsýslu hinnar nýju stofnunar
við sameininguna. Jafnframt munum við leggja okkur fram um að nýta þau tækifæri sem
sameiningin gefur til að stíga ný framfaraskref í skráahaldi og þjónustu.
Starfsmenn Þjóðskrár Íslands
Þjóðskrá Íslands
Sími 515 5300
skra@skra.is
www.skra.is
Borgartúni 21
105 Reykjavík
Fax 515 5310
Austurvegi 4
800 Selfoss
Fax 515 5460
Hafnarstræti 95
600 Akureyri
Fax 515 5420
Hinn 21. júní sl.
birtist í Morg-
unblaðinu stutt frétt
um sólstöðurnar. Það
mætti æra óstöðugan
að gera athugasemd-
ir við allar villur og
ónákvæmni í dag-
blöðum, en umrædd-
ur pistill var svo
skrautlegur að ég get
ekki orða bundist.
Mér telst svo til að í þeim tuttugu
línum sem pistillinn spannar séu
sex dæmi um ónákvæmni eða vill-
ur. Sumt af þessu eru smámunir,
en margt smátt gerir eitt stórt
eins og sagt er.
1. Fyrirsögnin: „Hæst á lofti kl.
11.28.“ Þetta var að vísu sól-
stöðutíminn, en það merkir ekki
að sól hafi verið hæst á lofti á
þeirri stundu. Hvergi á Íslandi er
hádegi á þessum tíma.
2. „Sumarsólstöður eru þegar
sól er hæst á lofti á norðurhveli
jarðar.“ Þetta er villandi orðalag
því að hið sama gildir um norð-
urhvel og suðurhvel, að sól er
hæst á lofti á sumarsólstöðum.
3. „Á sólstöðum stefnir ofanvarp
snúningsáss jarðar á braut jarðar
beint á miðju sólar.“ Þetta er svo
frumleg lýsing á sólstöðunum að
ég efast um að hinn almenni les-
andi átti sig á henni. Þessi lýsing
myndi gilda jafnt um vetr-
arsólstöður sem sumarsólstöður.
Gallinn er sá að hún er ekki full-
komlega rétt því að miðja sólar
liggur sjaldnast nákvæmlega í
fleti jarðbrautarinnar.
Frávikið er misjafn-
lega mikið, en í þetta
sinn skakkaði rúmlega
300 km að umrætt of-
anvarp lægi um miðju
sólarinnar á sól-
stöðum. Miðað við
stærð sólarinnar er
þetta er auðvitað sára-
lítill munur, en munur
er það samt.
4. „Í Reykjavík sest
sólin kl. fimm mínútur
yfir miðnætti og rís
aftur þegar klukkuna vantar sex
mínútur í fjögur.“ Í fyrri tíma-
setningunni er mínútuvilla sem
litlu skiptir, en í seinni tölunni
skakkar klukkustund: sólin kom
upp kl. 02:54, þ.e. þegar klukkuna
vantaði sex mínútur í þrjú.
5.-6. „Þegar tekið er tillit til
ljósbrots og þess að sólarupprás
og sólarlag eru miðuð við síðustu
geisla sólar, þá sest sólin ekki um
sumarsólstöður við nær alla norð-
urströnd Íslands, eða á stöðum
norðan við 65° 50’ N.“ Ummælin
um síðustu geisla sólar eiga aug-
ljóslega við sólarlagið, en ekki sól-
arupprásina. Svo er breiddin ekki
rétt reiknuð. Með þeirri ná-
kvæmni sem þarna er viðhöfð (10’)
væri nær að segja 65° 40’ N.
Mörkin miðast við að athugandinn
sé við sjávarmál, en úr meiri hæð
sést miðnætursól sunnar en þetta,
þ.e. á lægri breiddargráðu. Í
gömlu almanaki (Almanaki Há-
skólans 1970) segir svo: „Á sum-
arsólstöðum sést miðnætursól frá
stöðum sem eru norðar en 65° 43’.
Á þeim stöðum landsins þar sem
opið haf er til norðurs þarf hvergi
að fara hærra en 350 metra yfir
sjávarmál til að sjá miðnætursól á
sumarsólstöðum.“ Þarna er miðað
við að ljósbrot í andrúmsloftinu sé
35 bogamínútur, sem er það með-
algildi sem oftast er notað. Í
reynd er ljósbrotið breytilegt, en
það réttlætir ekki að landfræðileg
mörk miðnætursólar séu sett eins
norðarlega og gert var í fréttinni.
Í framhaldi af þessu er rétt að
fara nokkrum orðum um það
hvernig sólstöður eru ákvarðaðar.
Orðið sjálft gefur til kynna hvað
við er átt: á sólstöðum stendur
sólin kyrr í þeim skilningi að hún
hættir að hækka (eða lækka) á
lofti og fer að lækka (eða hækka)
aftur. Þegar sólstöðutíminn er til-
greindur með nákvæmni er venju-
lega sagt að þetta sé sú stund
þegar sól er lengst til norðurs eða
suðurs á himinhvelfingunni, þ.e.
lengst frá miðbaug himins. Þetta
mætti kalla „réttnefndan“ sól-
stöðutíma. Af hagkvæmnisástæð-
um nota stjörnufræðingar aðra
skilgreiningu og miða við sýnd-
arstöðu sólar í stjörnulengd sem
reiknast frá svonefndum vorpunkti
himins. Þegar stjörnulengd sólar
er 0° eða 180° teljast vera jafn-
dægur, en þegar hún er 90° eða
270° teljast vera sólstöður. Sam-
kvæmt þessari skilgreiningu voru
sólstöðurnar 21. júní sl. kl. 11:28.
Þá var stjörnulengd sólar 90°.
Munurinn á „réttnefndum“ sól-
stöðutíma og þeim tíma sem
stjörnufræðileg almanök sýna get-
ur numið nokkrum mínútum. Að
þessu sinni var munurinn um það
bil ein mínúta.
Nokkur orð um
sólstöðurnar
Eftir Þorstein
Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson
» Í frétt um sólstöð-
urnar 21. júní var
sitthvað aðfinnsluvert.
Höfundur er stjörnufræðingur.
Alveg er lífið
dæmalaust. Ritstjóri
Fréttablaðsins sakar
Sjálfstæðisflokkinn
um að ganga erinda
þröngra sérhagsmuna
með andstöðu við
Evrópuaðild. Þetta er
skrítin staðhæfing.
Tveir þriðju hlutar
þjóðarinnar eru and-
vígir aðild.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
með fólkinu í landinu.
Ritstjórinn vinnur fyrir Jón Ás-
geir Jóhannesson: manninn sem
öðrum fremur keyrði þjóðina í þrot.
Í skjóli nætur færði lítil klíka í
Landsbankanum Jóni
Ásgeiri 365 fjölmiðla á
silfurfati og afskrifaði
milljarða. Klíka í æðstu
stjórn AriJon-banka
vinnur baki brotnu að
því að færa Jóni Ás-
geiri Haga í andstöðu
við þjóðina. Á bak við
luktar dyr í lokuðum
bakherbergjum vinna
öfl að því að viðhalda
veldi Jóns Ásgeirs í
helstu fjölmiðlum og
áhrifamesta fyrirtæki
landsins. Aðeins útlenskir kröfuhaf-
ar í Glitni sjá manninn í réttu ljósi.
Þeir eru ekki að skafa utan af hlut-
unum og kalla Jón Ásgeir og klíku
hans bankaræningja.
Spillt vinstristjórn heldur vernd-
arhendi yfir þessum manni.
Ritstjóri Fréttablaðsins gengur
erinda þessa manns.
Frá útmánuðum 2003 hefur Sam-
fylkingin verið í bandalagi með
Baugi. Þröngur hópur sjálfstæðra
Evrópusinna hefur gert bandalag
við Jón Ásgeir. Að launum styður
Jón Ásgeir Evrópuaðild.
Evrópuaðild er hálmstrá Jóns
Ásgeirs til þess að halda völdum í
íslensku viðskiptalífi.
Sósíalísku flokkarnir höfðu þá
stefnu að selja fullveldi þjóðarinnar
í hendur útlendingum. Þegar þjóðin
sótti fram til sjálfstæðis töluðu
kratar opinskátt fyrir því að Ísland
gengi í Bandaríki Norðurlanda sem
norræna krata dreymdi um.
Kommúnistar vegsömuðu Sovét-
Ísland og vildu selja landið í hend-
ur Moskvu. Flokkarnir hafa nú
kastað sósíalisma á haugana og
kalla sig Samfylkingu og Vinstri
græna.
Forðum sökuðu sósíalistar Sjálf-
stæðisflokkinn um að ganga erinda
sérhagsmuna.
Ritstjóri Fréttablaðsins hefur
tekið upp sósíalíska orðaleppa.
Vitnisburður um slæman mál-
stað?
Eftir Hall
Hallsson
Hallur Hallsson
»Ritstjóri Frétta-
blaðsins hefur tekið
upp sósíalíska orða-
leppa. Vitnisburður um
slæman málstað?
Höfundur er blaðamaður.
Af orðaleppum ritstjóra
Þessar línur eru
ætlaðar öllum þing-
flokkum, verkalýðs-
samtökum og öðrum
sem eiga að standa
vörð um velferð
þegna þessa lands.
Þar á meðal telst sú
skylda að verja og
vernda uppsöfnuð
réttindi lífeyrisþega.
Á Íslandi er um
þessar mundir, allt
skorið og sneitt af almenningi,
jafnt einstæðum mæðrum sem
öldruðum og fötluðum. Þessir
hópar eru þó hluti af fjölskyldum
þessa lands og taka sem slíkir
sömu áföllum.
Hins vegar er lítið að frétta af
svikahröppum sem rændu
bankafé okkar og földu ásamt
öðru góssi einhvers staðar úti í
heimi. Þar eru þeir í feluleik í
einhverjum skattaskjólum, nær
óáreittir. Nú þykir mér hins veg-
ar stungin tólg þegar ásælni í líf-
eyrissjóðinn minn er höfð í flimt-
ingum í þeirri umræðu á þingi.
Alla starfsævina hefur undirrituð
farið nokkuð vel með fé – hefur
t.d. safnað með stuðningi lífeyr-
issjóðs opinberra starfsmanna til
elliáranna.
Höfum greitt hlutfall launa í líf-
eyrissjóð hvern „guðsyfirgefandi“
mánuð alla starfsævina.
Rétt til áminningar. Lífeyris-
sjóður myndast þannig að báðir
aðilar, launataki og vinnuveitandi,
undirgangast kvöð um að greiða
ákveðinn hundraðs-
hluta fastra launa
sinna hvern mánuð í
sjóð sem sjóðsfélagar
fá endurgreitt visst
hlutfall af við lok
langrar starfsævi.
Þarna er því ekkert
gjafafé á ferð, haldi
einhver það. Nei,
þarna er um upp-
safnað fé margra ára
að ræða, sem þú hef-
ur þar af leiðandi ekki
notað í annað. Rík-
issjóður hefur auk þess, vel að
merkja, lengst af haft aðgang að
og afnot af ákveðnum hluta lífeyr-
issjóðs opinberra starfsmanna.
Ekkert gjafafé á ferð
Þið, sem nú eruð á þingi, vitið
auðvitað að þið eruð til þess kjör-
in að standa vörð um hagsmuni
okkar borgaranna, þar á meðal að
verja lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna jafnt og annarra.
Ykkur ber að taka þetta hlutverk
alvarlega þar sem ykkur hefur
verið falið sem Alþingi að verja
þessa sjóði gagnvart gírugum
fingrum m.a. þeirra sem hafa far-
ið hamförum með allt sparifé í
bönkum þessarar þjóðar.
Margir ásælast
sparifé okkar
Á þessum allra verstu tímum
siðleysis, svika og pretta hafa
þær raddir því miður orðið æ há-
værari sem hafa ásælst fjármuni
sem sjóðir okkar geyma. Í sann-
leika sagt er ég dauðhrædd við þá
sem hæst hafa í þessum efnum að
þeir gleymi hlutverki sínu um
hlutleysi og telji að nú sé lag til
yfirtöku og afnota þessa fjár að
sínum geðþótta.
Það skal aldrei verða.
Við þá vil ég segja enn og aft-
ur: Það skal aldrei verða. Burtu
með krumlurnar úr lífeyrissjóðum
okkar – ævisparnaðar sparibauk.
Við fullorðna fólkið höfum ekki
sparað við okkur alla ævina til að
standa svo ekki vörð um hýruna
við starfslok. Nei, óekkí, það
verður ekki af því.
Burtu með
krumlurnar
Eftir Elínu G.
Ólafsdóttur
Elín G.
Ólafsdóttir
»Nú þykir mér hins
vegar stungin tólg
þegar ásælni í lífeyris-
sjóðinn minn er höfð í
flimtingum í þeirri um-
ræðu á þingi.
Höfundur er fv. kennari
og borgarfulltrúi Kvennalista.