Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 ✝ Sylvía Kristín Sig-urþórsdóttir fæddist í Reykjavík 12. september 1977. Hún lést á heimili sínu 21. júní 2010. Foreldrar Sylvíu eru Sigurþór H. Sig- urðsson, f. 20. okóber 1944, sonur Bóelar Sylvíu Sigfúsdóttur, f. 13. júní 1919, d. 12. ágúst 1998, og Sig- urðar Jóhannssonar, f. 26. janúar 1903, d. 3.október 1978, og Aðalheiður Emma Harðardóttir, f. 30. ágúst 1956, dóttir Mörtu Krist- ínar Eggertsdóttur, f. 30. maí 1934, d. 28. nóvember 1991, og Harðar Ís- feld Magnússonar, f. 5. júlí 1934, d. 28. janúar 2010. Al- systir Sylvíu er Sunna Karen, f. 13. desem- ber 1991. Samfeðra er Sigurleif Kristín, f. 8. júní 1966, og Valdís Sylvía, f. 25. ágúst 1972. Unnusti Sylvíu er Guðmundur Stefán Erlingsson, f. 15. október 1978, sonur Arndísar Guðmunds- dóttur, f. 17. júlí 1953, og Erlings Hauks- sonar, f. 1. maí 1950. Systkini Guðmundar eru Kristjana og Ólafur Páll. Útför Sylvíu Kristínar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 1. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Ef maður ætti að lýsa Sylvíu Kristínu þyrfti maður eflaust að finna upp nýtt tungumál vegna þess að þau lýsingarorð sem lýsa hjarta- lagi hennar, glaðværð og hennar ótrúlegu útgeislun eru ekki til. Fallega brosið, spékopparnir og rjóðu kinnarnar fengu mann til þess að gleyma stað og stund. Tími og rúm stóðu í stað við það að líta í fal- legu augun hennar. Faðmlag hennar var svo hlýtt að það bræddi skelina utan af manni, og líkt og varnargarður brestur undan straumharðri á braust fram flóð tilfinninga í garð hennar. Hún var hláturmild og hlátur hennar var svo einlægur og fallegur. Hann var smitandi. Henni tókst allt- af að draga fram spaugilegar hliðar á öllum málum og stærstu menn flissuðu eins og lítil börn að kímni- gáfu hennar. Hún hafði áhrif á alla í kringum sig með hlýju sinni og gleði og allir sem hana þekktu geta sagt af henni eina skemmtilega sögu. Hún var ótrúlega samviskusöm í öllu sem hún gerði og hennar köllun var að hugsa um og gleðja aðra, sér- staklega þá sem minna mega sín. Hún starfaði lengst af við umönnun eldri borgara, geðfatlaðra og lang- veikra barna. Hvarvetna gat hún sér gott orð fyrir samviskusemi og dugnað af samstarfsmönnum, skjól- stæðingum, vinum hennar og fjöl- skyldu. Amma mín, Guðný Benedikts- dóttir, naut umönnunar hennar þeg- ar hún lá inni í hvíldarinnlögn á Landakoti árið 2004 og myndaðist með þeim sterkt samband. En þegar maður ætlar að bjarga manneskju úr brennandi flugvél þarf maður fyrst að setja súrefn- isgrímuna á sjálfan sig, og persónan sem hún þurfti að hugsa sem mest um var hún sjálf. Þrátt fyrir þennan ótrúlega dugn- að þá var hún einhvern veginn alltaf með vindinn í fangið. Hún átti við langvinn veikindi að stríða sem með tímanum brutu niður líkama henn- ar. Andi hennar var þó sterkur til dauðadags, meira að segja daginn áður en hún fór frá okkur fékk hún mikið hláturskast sem enn ómar í minningu minni. Elsku hjartans ástin mín. Tilvera mín án þín er nánast óbærileg. Ég reyni að fóta mig í gegnum gráa, þokukennda tilveruna og átakið sem maður þarf að beita til þess að bresta ekki í grát við það að sjá hluti eða heyra lög sem minna mig á þig er meira en átak við að lyfta mörg hundruð kílóa fargi. Sylvía, þú varst engill. Þú gafst mér svo mikið og kenndir mér svo margt. Ég mun alltaf, um ókomna tíð, geyma sæti handa þér í hjarta mínu. Þinn Guðmundur. Nú erum við hjónin að stíga þau skref sem þungbærust eru öllum foreldrum. Að fylgja barninu sínu til grafar er eitthvað sem maður á bágt með að hugsa um, hvað þá þegar þetta er raunveruleikinn. Við erum ekki bara að missa barnið okkar, heldur líka einn okkar besta vin, vin sem aldrei brást og ég vona svo sannarlega að við höfum heldur ekki brugðist henni. Við vorum í nánast daglegu sambandi og alltaf vantaði eitthvað ef við heyrðum ekki í Syl- víu. Hún var ótrúlega hugrakkur ung- lingur sem fór alein til USA til að vinna, fyrst til Aspen í Colorado og síðar til Florida sem hún elskaði. Þetta ferðalag stóð í 2 ár. Nú er röddin hljóðnuð og hlát- urinn sem fékk alla til að hlæja heyrist ekki framar. Þegar ég loka augunum þá birtist hún mér, 8-9 ára gömul, dálítið þybbin með eldrauðar kinnar, skælbrosandi, kát og glöð. Sylvía var ótrúlega hjálpsöm og hlý og ég bara veit ekki hvað hún hefði ekki fyrir okkur viljað gera. Sylvía datt í lukkupottinn þegar hún kynntist unnusta sínum, Guð- mundi Stefáni Erlingssyni. Algjör- lega frábærum manni. Sylvía var harðdugleg en fór stundum offari þannig að heilsa hennar beið hnekki og var hún oft illa kvalin þó svo hún léti ekki á því bera. Við erum svo hrygg yfir brott- hvarfi þessarar yndislegu dóttur okkar, en þó svo glöð yfir að hafa fengið að eiga hana þennan allt of stutta tíma. Þegar við hugsum, hvað er lífið án vinar og hvað eigum við að lokum. Peningar skipta þar litlu en minningarnar miklu. Við eigum frábærar minningar um yndislega dóttur. Þá minningu munum við geyma til æviloka. Sigurþór Sigurðsson. Ég er örugglega búin að skrifa þennan texta hundrað sinnum, og hef komist að því að engin orð eru nógu falleg til þess að lýsa systur minni. Sylvía var yndislegasta manneskja sem ég hef nokkurn tím- ann kynnst. Hún var góð við allt og alla í kringum sig, og lýsti allt upp með yndislega brosinu sínu og hlátr- inum sem var svo smitandi og fékk alla til þess að hlæja. Þegar ég fæddist þá ætlaði hún sko aldrei að tala við mig, fannst al- veg ömurlegt að það væri einhver annar sem fengi athyglina. Hún var þó ekki lengi á þessari skoðun og leið ekki á löngu þar til við vorum gjörsamlega límdar saman og höf- um verið það alveg síðan ég fæddist. Ef eitthvað kom upp á hjá mér þá var hún alltaf mætt fyrst á staðinn, og ef mér leið illa þá þurfti ég ekki annað en að horfa á hana og mér leið strax betur. Þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum og það líður ekki sú klukkustund sem ég er ekki að skoða myndir af henni, lesa skila- boð frá henni, horfa á myndbönd af henni eða að hlusta á uppáhalds- lögin hennar, og ekki sú mínúta sem ég er ekki að hugsa um hana. Ég bara get ekki trúað því að fallega, unga, hrausta systir mín sé farin frá mér. Ég var ekki bara að missa systur mína, heldur var ég að missa bestu vinkonu mína, sálufélaga minn. Manneskjuna sem ég elska meir en allt í heiminum. Við töluðum saman á hverjum degi, oft tímunum saman og vorum einmitt nýbúnar að plana næsta vetur. Ætluðum að eyða honum öllum saman, og ætl- uðum síðan að safna fyrir systraferð til Florida rétt fyrir jólin, kaupa jólagjafir og synda með höfrungun- um sem hún alveg dýrkaði. Ég á ekki eina einustu slæma minningu um hana. Hún var alltaf í góðu skapi og kannski það mikið að það varð stundum pirrandi. Hún var alltaf syngjandi, vakti mig syngj- andi á morgnana, sem mér þótti nú kannski ekkert sérlega skemmti- legt, en hún er ábyggilega sú eina í þessari fjölskyldu sem getur haldið nótu. Söng alveg eins og engill. Sagt er að sorgin sé náðargjöf, því aðeins sá sem hefur elskað getur syrgt og sá sem hefur elskað á margar góðar og hugljúfar minn- ingar. Minningarnar eru margar og ég mun aldrei gleyma þeim. Takk fyrir allt, Sylvía mín, þú gerðir lífið svo miklu betra og ég er svo þakklát fyrir að hafa þekkt þig. Hve langt sem er á milli okkar og hversu mjög sem lífið hefur breytt okkur, þá eru tengsl okkar órjúfanleg. Þú verður alltaf sérstakur hluti af lífi mínu. Ég er ennþá að óska þess að þetta sé allt saman bara hræðileg martröð og ég eigi eftir að vakna eftir smá- stund, en því miður þá þarf ég að takast á við að þetta er raunveru- leikinn og ég get ekki fengið þessu breytt. Sylvía mín. Ég elska þig meir en allt annað í heiminum og ég myndi gera allt til þess að fá þig aftur. Ég vona svo innilega að þú sért á betri stað núna. Þú verður alltaf í hjarta mér. Þín systir og vinkona, Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Ég bar þig barn í armi, þú brosir hlýtt til mín, sem bjartur geisli ennþá, sú fagra minning skín. Mér veiti Drottinn Jesú, þær vonir fái að rætast, að megum við hjá Guði, með brosi aftur mætast. (Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði) Elsku Sylvía mín, barn stóru syst- ur minnar og Sigurþórs, fæddist 12. sept. 1977. Hún, þessi litli fallegi hnoðri, var afmælisgjöfin mín á þeim degi er ég varð 16 ára. Töfraði hún frænku sína upp úr skónum við Sylvía Kristín Sigurþórsdóttir Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3 Hafnarfirði, Sími: 822 4774 legsteinar@gmail.com ✝ Elsku yndislegi frændi og vinur, RAGNAR Þ. GUÐMUNDSSON bóndi, Nýhóli, Fjöllum, sem lést fimmtudaginn 25. febrúar, verður jarðsettur frá Víðirhóli, Fjöllum, laugardaginn 3. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Garðarsdóttir, Unnur Sig. Gunnarsdóttir, Þorbjörg Júlíusdóttir. ✝ Móðir okkar, SVAVA ANTONSDÓTTIR frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal, verður jarðsungin frá Hóladómkirkju laugardaginn 3. júlí og hefst athöfnin kl. 14.00. Ásta Hallgrímsdóttir, Grímur Hallgrímsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, Jóhann Adolf Pétursson verkfræðingur, lést 8. október 2009 í Houston, Texas. Minningarathöfn hans fer fram í Bústaðakirkju föstudaginn 2. júlí kl. 13.00. Birna Pétursson Foley, Ingvar Pétursson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRÍÐA HELGADÓTTIR, Efstalandi 4, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 22. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Magnús Gunnar Pálsson, Þóra J. Hólm, Bertha S. Pálsdóttir, Sigurður Pálsson, Hanna M. Baldvinsdóttir, Svavar Pálsson, Helgi Pálsson, Pálína Reynisdóttir, Málfríður Ágústa Pálsdóttir, Páll Garðar Pálsson og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNA GUNNARSDÓTTIR húsfreyja, Egilsstöðum 3, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnudaginn 27. júní. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 3. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit á Egilsstöðum. Jón Egill Sveinsson, Sveinn Jónsson, Jóhanna Illugadóttir, Gunnar Jónsson, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Egill Jónsson, Anna Guðný Eiríksdóttir, Þröstur Jónsson, Róbert Jónsson, Björn Jónsson, Annamaria Cusenza, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.