Morgunblaðið - 01.07.2010, Qupperneq 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
✝ Fríða Helgadótt-ir fæddist í
Reykjavík 30. ágúst
1923. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 22. júní 2010.
Foreldrar hennar
voru hjónin Helgi
Sigurðsson, f. 23.7.
1878, d. 15.7. 1959
og Málfríður Ágústa
Runólfsdóttir, f.
27.8. 1884, d. 23.12.
1974. Systkini henn-
ar voru Elín Jónína,
f. 1907, d. 1978,
Guðrún, f. 1910, d. 1996, Eð-
varð, f. 1912, d. 1933, Sigríður,
f. 1917, d. 1994 og Þorvaldur
Ísleifur, f. 1920, d. 2005. Upp-
eldissystir Fríðu er Erna Guð-
jónsdóttir, f. 1931, dóttir El-
ínar. Fríða ólst upp á
Grímsstaðaholtinu í Reykjavík,
á Arnargötu 10.
Eiginmaður Fríðu var Páll
Magnússon pípulagningameist-
ari, f. 20.12. 1922, d. 21.8. 1995.
Páll var Reykvíkingur, sonur
hjónanna Magnúsar Gunnars
Dætur þeirra eru Svava, f. 1.9.
1967 og Fríða María, f. 29.7.
1971. 4) Svavar, starfsmaður
Bílaleigu Akureyrar, f. 13.6.
1954. 5) Helgi pípulagn-
ingamaður, f. 21.1. 1957. Kona
hans er Pálína Reynisdóttir, f.
21.9. 1957. Synir þeirra eru
Reynir Páll, f. 18.8. 1982 og
Haukur Þór, f. 9.9. 1986. 6) Mál-
fríður Ágústa, búsett á Spáni, f.
17.5. 1959. 7) Páll Garðar raf-
magnstæknifræðingur, f. 4.4.
1962. Langömmubörnin eru sex-
tán og eitt langalangömmubarn.
Fríða og Páll hófu búskap í
Höfn við Kringlumýrarveg, sem
síðar varð Skipholt 62. Árið
1965 fluttu þau í Skipholt 64 og
bjuggu þar þangað til þau slitu
samvistir 1979. Fríða flutti þá í
Efstaland 4 og bjó þar allt til
ársins 2008 að hún fór á hjúkr-
unarheimilið Skjól. Fríða hóf
störf í mötuneyti Borgarspít-
alans og síðan á slysadeild 1973
og starfaði þar í 13 ár. Tvö
sumur var hún ráðskona í síma-
vinnuflokki Jóns tengdasonar
síns á Norðurlandi. Fríða var
lengi í Klúbbi 44, félagi eig-
inkvenna pípulagningamanna,
og einnig starfaði hún í Kven-
félagi Bústaðasóknar.
Útför Fríðu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 1. júlí
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Guðmundssonar,
f. 13.9. 1894, d.
29.7. 1945 og
Svövu Sigurð-
ardóttur, f. 11.2.
1893, d. 20.2.
1966. Börn þeirra
eru 1) Magnús
Gunnar flugvirki,
f. 18.9. 1945.
Kona hans er
Þóra Jóhanna
Hólm, f. 10.12.
1945. Sonur
þeirra er Karl
Óskar, f. 29.11.
1968. 2) Bertha Steinunn, f.
20.7. 1947, búsett í Reykjavík.
Sonur hennar og Matthíasar
Guðmundssonar er Páll Róbert,
f. 30.9. 1966. Eiginmaður henn-
ar var Jón Kjartansson síma-
verkstjóri, f. 24.4. 1945, d.
26.10. 1999. Börn þeirra eru
Kjartan, f. 10.10. 1971, Þórhild-
ur, f. 25.10. 1972 og Friðrik, f.
31.8. 1975. 3) Sigurður pípu-
lagningamaður, f. 21.10. 1948.
Kona hans er Hanna María
Baldvinsdóttir, f. 23.11. 1947.
Þegar ég kynntist Fríðu, tengda-
móður minni, fyrir rúmum fjörutíu
árum var hún húsmóðir á barn-
mörgu heimili í Skipholti. Hún
stjórnaði þessu stóra og gest-
kvæma heimili með miklum mynd-
arskap og oft fannst mér nær
óskiljanlegt hvernig hún komst yfir
öll verkin.
Þegar börnin flugu úr hreiðrinu
eitt af öðru varð Skipholtið sam-
komustaður og fréttamiðstöð fjöl-
skyldunnar. Hún var mjög fé-
lagslynd og hafði mikla ánægju af
að umgangast fólk og hafði lifandi
áhuga á öllu sem afkomendurnir og
tengdabörnin tóku sér fyrir hendur
og kom enginn að tómum kofunum
þegar leitað var frétta af fólkinu
hennar. Minnist ég ótal góðra
stunda á heimilinu og einnig í sum-
arbústað tengdaforeldra minna við
Meðalfellsvatn. Eftir að hún flutt-
ist í Efstaland hélt heimili hennar
þar áfram að vera sannkölluð fjöl-
skyldumiðstöð.
Tengdamóðir mín hafði yndi af
að ferðast og var sérstaklega góður
ferðafélagi. Mjög minnisstæð er
Danmerkurferð fyrir tveimur ára-
tugum þegar ekið var frá Lúxem-
borg til Jótlands í einum áfanga.
Allir voru orðnir þreyttir og pirr-
aðir á þessum langa akstri nema
tengdamamma sem hélt jafnaðar-
geðinu og góða skapinu alla leið.
Mikið hlógum við síðar þegar við
„klifum“ Himmelbjerget af mikilli
færni! Á efri árum fór hún árlega
til Spánar að heimsækja dóttur
sína, Ágústu. Voru þessar haust-
ferðir henni alltaf mikið gleði- og
tilhlökkunarefni.
Tengdamóðir mín var falleg og
glæsileg kona, smekklega klædd og
átti alltaf vistlegt og notalegt heim-
ili. Hún var heiðarleg, ósérhlífin,
samviskusöm og mjög barngóð. Að
eðlisfari var hún léttlynd, glaðvær
og lífsglöð. Þetta góða lundarfar
létti henni án efa áföll í lífinu.
Og er það ekki mesta gæfa manns
að milda skopi slys og þrautir unnar
að finna kímni í kröfum skaparans
og kátleg bros í augum tilverunnar.
(ÖA)
Fyrir nokkrum árum fór að bera
á veikindum hennar, sem leiddu að
lokum til algjörs minnistaps, en
alltaf hélt hún fallega brosinu.
Síðustu árin dvaldi hún á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli, þar sem hún
naut einstakrar umhyggju.
Þessi langa samfylgd okkar hef-
ur verið mér ómetanleg. Hún var
alltaf boðin og búin til að hjálpa og
aðstoða og okkur sinnaðist aldrei í
öll þessi ár.
Ég kveð Fríðu Helgadóttur,
kæra tengdamóður mína, með
trega og innilegu þakklæti fyrir allt
sem hún var mér og mínum.
Blessuð sé minning hennar.
Þóra.
Elsku langamma, það var alltaf
gaman að heimsækja þig í Efsta-
landið. Þú varst góð langamma og
áttir skemmtilegt dót fyrir okkur
inni í skáp. Þú varst svo sæt og fín
og hafðir alltaf fallegan hatt á höfð-
inu þegar þú komst í heimsókn til
okkar þegar við vorum yngri. En
þegar þú fluttir á Skjól þá varst þú
orðin svo veik, en það glaðnaði
samt alltaf yfir þér þegar þú sást
okkur.
Viljum við kveðja þig með þessu
bænaversi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þóra Margrét og
Magnús Gunnar.
Fríða
Helgadóttir
Ætli það hafi ekki
verið brosið sem ég
man fyrst eftir hjá
móðursystur minni,
Gunnu í Keflavík, eins og hún var
kölluð á mínum bæ. Það var svo fal-
legt og ljúft – eiginlega eins og stór
faðmur. Í augunum var óborganleg
glettni sem kom öllum í gott skap.
Átta ára gamall var ég sendur til
Keflavíkur til þeirra hjóna Guðrún-
ar Elísu Ólafsdóttur og Magnúsar
Jóhannssonar og strákanna þeirra,
Ómars, Rúnars, Óla og Viðars.
Minningin um þetta sumar hjá þeim
hefur verið mín veisla í farangr-
inum í gegnum lífið. Eins og þeir
vita sem voru svo lánsamir að alast
upp í sjávarþorpi á þessum tíma,
var lífið eitt stórt ævintýri. Börn
Guðrún Elísa
Ólafsdóttir
✝ Guðrún ElísaÓlafsdóttir fædd-
ist á Ísafirði 3. febr-
úar 1932. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 23. maí
2010.
Útför Guðrúnar fór
fram frá Keflavík-
urkirkju 1. júní 2010.
voru frjáls og allt að
því sjálfala. Leikvöll-
urinn var fjaran og
höfnin. Á heiðinni
voru alvöru tindátar
lokaðir innan girðing-
ar og allt þar á milli
var okkar heimur. Ég
held að Gunna sé
ástæðan fyrir því að
ég var friðhelgur
þetta sumar. Þótt ég
væri samsekur í
prakkaraskapnum
upp fyrir haus í
bernskubrekum okk-
ar frændanna var ég aldrei skamm-
aður. Í þeim tilvikum tók Gunna
mig afsíðis inn í eldhús og við töl-
uðum saman á lágu nótunum. Hún
strauk mér um kollinn yfir kleinu
og kókómjólk. En bak við þilið
heyrðum við að Magnús las sonum
sínum pistilinn. Svona getur lífið
verið yndislega sanngjarnt í sínum
einfaldleika.
Þegar ég var fjórtán ára var ég í
erfiðum málum og vissi ekki hvað
var rétt og hvað var rangt. Þá gerði
Gunna frænka sér ferð til Reykja-
víkur og sagði mér sannleikann, ein
manna. Fyrir það verð ég alltaf
þakklátur. Og á níunda ártugnum, á
leið heim frá vinnu minni í Noregi,
tók Jón Baldvin Hannibalsson, sem
þá var utanríkisráðherra, eitt sinn á
móti mér.
„Velkominn til Íslands, Þóarinn,“
sagði hann við mig þegar ég kom út
úr flugstöðinni. En eftir nokkur vel
valin orð hvarf hann á braut. Ég
horfði forviða á eftir manninum,
enda vorum við ekki málkunnugir.
Ég skildi svo samhengið þegar ég
sá móður mína og Gunnu álengdar.
Þá hlógu þær systur sem aldrei
fyrr.
„Dugar ekkert minna en að fá
utanríkisráðherrann til að taka á
móti frænda,“ sagði Gunna við Jón
þegar hún hitti hann af tilviljun og
hann hlýddi henni, vitandi að hún
var líka Krati – með stóru kái.
Í nærfjölskyldunni var Guðrún
kletturinn sem gaf skjól og hlýju
þangað til hríðinni slotaði. Þar var
pláss fyrir alla. Hún vann nær alla
sína tíð að verkalýðsmálum þar sem
hún var í forystuhlutverki. Í stuttu
máli gekk lífshlaup hennar út á það
að gera morgundaginn betri og
réttlátari fyrir okkur öll en gærdag-
inn. Það gerði hún með ósérhlífni.
Orð verða óþörf; verkin hafa talað.
Sendi aðstandendum hennar ein-
lægar samúðarkveðjur.
Þórarinn Haraldsson.
Grein þessi er birt aftur
vegna þess að hluta hennar
vantaði í fyrri birtingu.
Árið 1952 vann ég á
Vífilsstaðahæli og
hafði kynnst Garðari
Halldórssyni lauslega nokkrum
mánuðum áður en hann kom á hælið
í annað skipti vegna berkla. Kynntist
ég Garðari enn betur á hælinu og
þrátt fyrir veikindin var hann ávallt
fullur af þrótti, lífsgleði og framtíð-
aráformum. Þetta var um svipað
leyti og Garðar kynntist Sigrúnu,
sem einnig var sjúklingur á hælinu,
en hún varð síðar eiginkona hans. Ég
held að Garðar sé sá maður, sem ég
hef kynnst á lífsleiðinni, er lifði lífinu
hvað mest lifandi og þá í mjög já-
kvæðri merkingu þessara orða.
Garðar kallaði einu sinni í mig,
þegar hjá honum voru gestir, og
sagðist ætla að kynna mig fyrir „ein-
um af verðandi skipstjórum flotans,
sem vert væri að líta á“ – líkt og hann
orðaði það. Í heimsókn hjá Garðari
voru þá vinirnir Einar Ólafsson og
Guðbjörn Jensson. Það er skemmst
frá því að segja, að með því að kynna
mig fyrir Guðbirni kynntist ég ekki
einungis eiginmanni mínum, heldur
einnig verðandi mági mínum Einari,
en hann kynntist fljótlega, og í gegn-
um sameiginlegan vinahóp, systur
minni Sigríði og kvæntist henni.
Þessi „hjónamiðlun“ Garðars var
einmitt svo einkennandi fyrir hann,
því hann var allt sitt líf svo opinn,
skemmtilegur og félagslyndur mað-
ur.
Upp frá þessu vorum við hjónin
meira og minna í sambandi við Garð-
ar og Súu og áttum með þeim marg-
ar af okkar bestu stundum, hvort
sem það var heima hjá þeim eða okk-
ur eða á ferðalögum, t.d. á æskuslóð-
ir mínar vestur í Dali, þar sem við
fórum í reiðtúra og í veiðiskap. Þá
var oft glatt á hjalla og gaman að lifa,
Garðar
Halldórsson
✝ Garðar Hall-dórsson fæddist í
Reykjavík þann 4.
nóvember 1928. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi aðfaranótt 15.
júní.
Útför Garðars var
gerð frá Hafnarfjarð-
arkirkju 22. júní
2010.
enda Guðbjörn og
Garðar miklir gleði-
menn og með afbrigð-
um miklir söngmenn.
Stundum settu þeir á
plötuspilarann gríska
„Sorba-lagið“ og döns-
uðu af hjartans list
gríska þjóðdansa í
frumsaminni útgáfu
þeirra sjálfra.
Að mínum dómi átti
maðurinn minn heit-
inn engan jafn góðan
og einlægan vin og
Garðar heitinn Hall-
dórsson og á þá vináttu bar aldrei
nokkurn skugga. Ekkert er jafn
mikils virði og sönn vinátta og kær-
leikur og þetta ber að virða og þakka
að leiðarlokum.
Ég votta börnum Garðars, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
mína dýpstu samúð á sorgarstund.
Viktoría Skúladóttir.
Garðar Halldórsson var besti vin-
ur pabba. Það var óperan og söng-
urinn sem er eitt af því eftirminnleg-
asta frá æskuárunum. Þeir voru
báðir með góðar söngraddir og voru
ekkert feimnir við að nota þær.
Garðar var einstaklega skemmti-
legur, jákvæður og duglegur maður.
Það voru menn eins og hann sem
byggðu upp þetta þjóðfélag eins og
við þekkjum það í dag. Ég vann svo-
lítið hjá honum við pípulagnirnar og
er ég honum ætíð þakklátur fyrir að
umbera mig, en ég var örugglega
ekkert auðveldur með mína athygl-
isbresti og listamannsdrauma.
Garðar vann síðan lítillega fyrir
mig hér á Brunnstígnum þegar ég
standsetti kjallarann hjá mér. Hann
hafði engu gleymt og tók stutta og
vel valda kafla úr óperum eða ís-
lenskum einsöngslögum milli þess að
„unionin“ voru hert vel að eða rör
snittuð eftir kúnstarinnar reglum.
Garðar kunni að njóta augabiksins
sem er mjög eftrisóknarverður eig-
inleiki. Mér þykir vænt um að hafa
fengið að kynnast Garðari stóra eins
og hann var oft kallaður.
Ég sendi afkomendum og vensla-
fólki góðar kveðjur.
Daði Guðbjörnsson, listmálari.
Okkur bræðrum
þótti það fremur
óvænt er kær föður-
systir okkar lést ný-
verið eftir stutta
sjúkrahúsdvöl, tæplega níræð að
aldri. Við vissum þó að hún kveið
ekki hinstu stundinni, var tilbúin og
hafði gengið frá sínum málum, því
það var háttur hennar að vera skipu-
lögð. Ingibjörg var glæsileg og
smekkvís kona. Hún var björt yfirlit-
um, glaðsinna og lifandi í allri fram-
komu. Í seinni tíð varð henni stund-
um rætt um lífaldur sinn, fannst hún
vera gömul en var ein um það álit, því
hún bar aldur sinn mjög vel jafnt lík-
amlega sem andlega. Traust, ná-
kvæmni og samviskusemi einkenndu
hennar daglegu verk. Hún lét sér
annt um sína nánustu og gaf mikið af
sér og sínu til þeirra. Hún fylgdist
vel með þroska hvers og eins og
reyndi alla tíð að örva og ýta undir
áhuga þeirra til uppbyggilegra verka
í víðum skilningi. Sjálf var hún nám-
fús og vildi fræðast, sem ýmiss konar
nám hennar vitnar um. Hún var jafn-
framt áhugasöm um þjóðmál, fylgd-
Ingibjörg Jónsdóttir
✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist á
Nesi í Norðfirði 2.
ágúst 1922. Hún and-
aðist á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi 10.
júní 2010.
Útför Ingibjargar
var gerð frá Bústaða-
kirkju 28. júní 2010.
ist alla tíð vel með allri
þjóðfélagsumræðu og
hafði sterkar skoðanir
á umróti síðustu miss-
era. Ófáar stundirnar
var hægt að sitja og
ræða við hana um ólík-
legustu hluti á heimili
hennar á Sléttuvegin-
um, lá hún þá ekki á
skoðunum sínum en
lagði jafnan sitthvað
uppbyggilegt til mál-
anna. Þar leið henni
vel meðal góðra
granna og vina. Frá
unga aldri bjó Ingibjörg í Reykjavík
en þangað fluttist hún frá Neskaup-
stað með móður sinni, er þá var orðin
ekkja, og móðursystur, ásamt eldri
systur og tveimur yngri bræðrum.
Hún ræddi oft um æskustöðvar sínar
sem voru henni hjartfólgnar enda
áhugasöm um uppruna sinn og ættir.
Samheldni systkinanna var mikil og
þá sérstaklega systranna en þær
voru einnig bestu vinkonur. Ingi-
björg naut í ríkum mæli umhyggju
hennar og dætra hennar. Fráfall
systur hennar á síðasta ári var henni
mikið áfall og var það augljóst þeim
sem til hennar þekktu. Lífsgleðin
hafði minnkað og á vissan hátt varð
hún ekki söm og áður enda öll systk-
ini hennar þá látin. Nú hafa þau sam-
einast aftur en eftir standa góðar
minningar. Við leiðarlok þökkum við
bræður ásamt fjölskyldum frænku
fyrir samferðina.
Jón Ingvar og Guðmundur.