Morgunblaðið - 01.07.2010, Page 33
Menning 33FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
á Nasa 1.-3. júlí
Miðaverð 1000 kr. á hvert kvöld
Í kvöld, fimmtudaginn 1. júlí
KR ÍA
Mjúkur og notalegur heilgalli fyrir þau yngstu.
Heilgalli
Verð: 7.250 kr. Húfa verð: 2.000 kr.
Samfella
Hlýtt, notalegt og andar vel.
Barna húfa/vettlingar
SPÓIK R ÍA
Hlý og kláðafrí samfella úr 100% Merino ull.
Verð: 3.900 kr.
Vettlingar verð: 1.800 kr.
Litir Litir Stærðir
74
62
86
Aðstandendur Iceland Airwaves
hafa tikynnt um fleiri sveitir og er
um nokkuð auðugan og spennandi
garð að gresja. Fyrst af öllu ber að
nefna hina ógurlegu nýdiskósveit
Hercules and Love Affair frá Brook-
lyn, en samnefnd plata hennar frá
árinu 2008 þótti eitt það allra besta
sem út kom það ár. Af fleiri sveitum
má nefna hinar bresku Bombay Bi-
cycle Club, Hurts (en dúettinn hafn-
aði í fjórða sæti yfir þá listamenn
sem BBC taldi líklegasta til vinsælda
í ár), Alex Metric, Everything Eve-
rything, Mount Kimbie og hina til-
raunakenndu og mjög svo ágætu
þjóðlagasveit Tunng. Frá Bandaríkj-
unum koma svo Tune-Yards og The
Antlers, sjóðandi heit Brooklyn-
sveit. Fleiri sveitir hafa verið til-
kynntar en allar nánari upplýsingar
má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar.
Hercules
and Love
Affair á
Airwaves
„Kúl“ Hercules and Love Affair verða á Airwaves í haust.
http://www.icelandairwaves.is/
verandi eiginmanni sínum, Kevin
Federline. Það er fyrrverandi líf-
vörður hennar, Fernando Flores,
sem hefur sakað hana um að vera
vanhæf móðir vegna þess að hún á
að hafa hýtt annan drenginn með
belti og gefið þeim mat sem þeir
hafa ofnæmi fyrir. Þá hermir annað
breskt dagblað, The Sun, að heim-
ildamaður hafi sagt að Britney vilji
ekki vera slæm móðir en Flores
finnist hins vegar sem hún eigi við of
mörg vandamál að stríða til að henni
sé treystandi til að sjá um syni sína.
„Hann segir að fyrsta atvikið sem
truflaði hann hafi verið þegar hún
kom þrammandi í sundlaugarhúsið á
setrinu sínu og heimtaði að fá beltið
hans. Hann lét hana fá beltið en elti
hana svo í aðalhúsið þar sem hann
segist hafa orðið vitni að meintu at-
viki,“ segir heimildamaðurinn. Brit-
ney harðneitar staðhæfingunum en
Flores, sem er einnig fyrrverandi
lögreglumaður, hætti að starfa fyrir
Britney eftir að hafa sakað hana um
að hafa beitt sig kynferðislegri
áreitni með því að ganga stöðugt
nakin um í návist sinni.
Að sögn breska dagblaðsins The
Evening Standard á Britney Spears
að sæta yfirheyrslu félagsmála-
yfirvalda vegna ásakana um barna-
misnotkun. Söngkonan á tvo syni,
Sean Preston, fjögurra ára, og Jay-
den James, þriggja ára, með fyrr-
Britney Spears sökuð
um að hýða börnin
Deilur Britney er umdeild og hefur
ekki átt sjö dagana sæla.
Tónleikarnir Iceland inspires, sem
halda átti á Hamragörðum undir
Eyjafjöllum, hafa verið fluttir í
Hljómskálagarðinn vegna veðurs. Í
tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu
segir að óvenjukröpp lægð nálgist
nú suðurströnd landsins og tónleika-
haldarar hafi ákveðið að færa stað-
setningu þeirra eftir að hafa ráðfært
sig við veðurfræðinga.
„Þetta varð niðurstaðan,“ sagði
Kári Sturluson tónleikahaldari í
samtali við Morgunblaðið í gær, og
bætti því við að dagskráin stæði ann-
ars eins og hún var auglýst. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20 og standa til kl.
23. „Spáin fyrir Suðurlandið er vond
fyrir svona. Við erum með svo mikið
af búnaði og umstangi fyrir þetta
náttúrlega. Það stóð til að hefja upp-
setningu á græjunum í kvöld en þeg-
ar þetta kom í ljós með veðrið frest-
uðum við því.“
- En hvernig er spáin fyrir
Reykjavík?
„Hún er allt í lagi, var það a.m.k.
fyrir klukkutíma (kl. 17). Það er
reiknað með einhverri smárigningu
en það er allt í lagi.“
Þeir listamenn sem koma fram á
tónleikunum eru m.a. Spiritualized
Acoustic Mainlines, Damien Rice,
Glen Hansard, Seabear, Amiina,
Dikta, Steindór Andersen, Lay Low,
Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút,
Pondus, Hafdís Huld, Páll á Húsa-
felli og Parabólur.
Mynd- og hljóðupptökur verða svo
sýndar með Gus Gus, Hjaltalín, For
a Minor Reflection og Retro Stef-
son.
holmfridur@mbl.is
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Iceland inspires Tónleikarnir verða haldnir í Reykjavík vegna veðurs. Dagskráin stendur.
Innblástur í Hljómskálagarðinn