Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Starfsmaðurinn er látinn
2. Miða við lægstu vexti á hverjum…
3. Andlát: Kjartan G. Ottósson
4. Segir hvatt til lögbrota
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónleikarnir Iceland inspires, sem
halda átti að Hamragörðum og sýna í
beinni á vefsíðu átaksins „Inspired
by Iceland,“ hafa verið fluttir í Hljóm-
skálagarðinn vegna veðurs. Auglýst
dagskrá tónleikanna stendur. »33
Morgunblaðið/Golli
Tónleikarnir fluttir
vegna veðurs
Hljómsveitin
Pascal Pinon er
þessa dagana að
fara yfir útgáfu-
samning hjá þýska
útgáfufyrirtækinu
Morr Music í Berl-
ín. Allar líkur eru á
að ný plata frá
þeim verði gefin út
af Morr ásamt endurútgáfu af fyrstu
plötu sveitarinnar. Morr hefur þegar
gefið út plötur íslensku sveitanna
Borko, múm og Seabear.
Með samning í hönd-
um frá þýskri útgáfu
Nýkjörinn borgarfulltrúi Besta
flokksins, tónlistarmaðurinn Óttarr
Proppé eða Prófessorinn, mun setja
Funk í Reykjavík á
Nasa kl. 21 í kvöld.
Þetta er í fyrsta
sinn sem hátíðin
er haldin, en að
baki henni stendur
Samúel Jón Sam-
úelsson, gjarnan
kenndur við Jagú-
ar. Hátíðin stendur
fram á laugardag.
Borgarfulltrúi setur
Funkhátíð
Á föstudag Austan 5-10 m/s. Rigning norðantil, en styttir upp þar kringum hádegi. Ann-
ars staðar skúrir. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast vestanlands.
Á laugardag Norðaustan 5-13 m/s. Rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, annars
víða skúrir. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða austan 13-20 m/s og rigning, en 18-23 við suðurströndina.
Dregur úr vætu og vindi sunnantil á landinu í kvöld. Hiti 8 til 16 stig.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Vals
halda þriggja stiga forskoti
á toppi Pepsi-deildar
kvenna í knattspyrnu en
áttunda umferðin í deild-
inni var leikin í gærkvöldi.
Valur lagði Grindavík á
útivelli, Þór/KA skellti KR á
Akureyri, Stjarnan burstaði
FH, Blikar höfðu betur á
móti Haukum og Aftureld-
ing vann góðan sigur á
Fylki í Mosfellsbænum.
»4
Valskonur með
3ja stiga forskot
Evrópuþjóðir standa höllum fæti í
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu í Suður-Afríku. Aðeins þrjár
eru komnar í átta liða úrslit og svo fá-
ar hafa þær ekki verið á þessu stigi
keppninnar frá því hún var haldin í
Úrúgvæ í fyrsta skipti fyrir 80 árum,
1930. Fjórar Suður-
Ameríkuþjóðir eru
eftir í keppninni
og það hefur
aldrei
gerst
síðan
1930 þeg-
ar þær
voru fimm
á meðal
átta efstu.
»3
Ekki færri Evrópuþjóðir
meðal átta efstu í 80 ár
Helga Margrét Þorsteinsdóttir náði
næstbesta árangri sínum frá upphafi
í sjöþraut í Tel Aviv um síðustu helgi.
Hún var þó lengst af ekki bjartsýn á
góðan árangur. „Niðurstaðan kom
mér skemmtilega á óvart þegar stigin
voru talin í lokin,“ sagði Helga Mar-
grét við Morgunblaðið. Hún náði þar
m.a. sínum besta árangri í spjótkasti
frá upphafi. »2
Niðurstaðan kom mér
skemmtilega á óvart
ÍÞRÓTTIR
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Félagið Landsbyggðarvinir í Reykja-
vík og nágrenni stóð á dögunum fyrir
verkefni sem höfðar til nemenda á
aldrinum 12 ára og upp úr í grunn-
skólum vítt og breitt um landið. Verk-
efnið gengur út á að nemendur finni
hugmyndir að betri heimabyggð. Um
440 nemendur tóku þátt í verkefninu
úr 7., 8., 9. og 10. bekk. Verkefnið ber
heitið Heimabyggðin mín – Nýsköp-
un – Heilbrigði og forvarnir og er í
raun langtímaverkefni en um leið ný
umgjörð á hverju skólaári. Sérstök
athöfn verðlaunaafhendingar fór
fram í Norræna húsinu en Þorsteinn
Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands, stýrði at-
höfninni og Björn Bjarnason, fyrrv.
menntamálaráðherra, afhenti verð-
laun ásamt Fríðu V. Ásbjörnsdóttur
höfundi og stjórnanda verkefnisins
og formanni félagsins. Félagið var
stofnað árið 2003 og er Unnur Birna
Vilhjálmsdóttir, alheimsfegurð-
ardrottning 2005 og lögfræðinemi,
verndari verkefnisins.
Fámennasti skólinn
hlaut fyrstu verðlaun
Verkefnið skiptist í fyrri hluta, þar
sem lögð er áhersla á frumkvæði
nemandans og hugmyndir hans til
bóta fyrir hann sjálfan og nær-
umhverfið. Í síðari hlutanum er lögð
áhersla á samvinnu, samlegð kraft-
anna og hópverkefni en þar gildir að
útfæra þá hugmynd sem fram kom í
fyrri hlutanum og sátt næst um.
Það sem var merkilegt í ár var að
fámennasti skólinn, með einungis
átta nemendur alls, hlaut 1.
verðlaun fyrir verkefni sitt
en það var grunnskóli
Önundarfjarðar á Flateyri.
Það sem er enn merkilegra
er, að af þessum átta nem-
endum eru fjórir Pólverjar
og einn Filippseyingur sem
hafa lítið vald á íslensku. Kennarinn,
ásamt hópnum, mun því hafa þurft að
leggja töluvert harðar að sér en ella
hvað varðar samskipti og fleira. Skól-
inn fékk 1. verðlaun fyrir bæði fyrri
og seinni hluta verkefnisins en það er
í fyrsta skipti í sögu verkefnisins.
Verkefni nemendanna, Lausnin,
gekk út á að koma á fót fjölskyldu- og
dýragarði í Önundarfirði.
2. og 3. verðlaunum deildu 8. bekk-
ingar í grunnskólanum á Reyðarfirði
í Fjarðabyggð og í grunnskólanum í
Þorlákshöfn í Ölfusi. Haft var orð á
því hvað unga fólkið væri meðvitað
um heilbrigða lífshætti, hreyfingu og
útivist.
Einnig bar á því hvað það var
ánægt og elskt að heimabyggð sinni
og hefur metnað fyrir hennar hönd.
Lausnin valin besta lausnin
Nemendur gáfu
hugmyndir að
betri heimabyggð
Vinningshafar Krakkarnir úr grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri eftir að hafa fengið fyrstu verðlaun fyrir
verkefni sitt sem bar heitið Lausnin. Nemendur skólans eru aðeins átta samtals, þar af þrír Íslendingar.
Að sögn Fríðu V. Ásbjörnsdóttur,
formanns Landsbyggðarvina,
höfundar og stjórnanda verk-
efnisins, var samkvæmt venju
foreldrum, bæjarstjórum og
öðrum fyrirmönnum sem
ákvarðanir taka, boðið að
vera viðstaddir þegar
dómnefnd á vegum Lands-
byggðarvina í Reykjavík
mætti á staðinn til að taka
verkefnin út. Að þessu sinni
var stutt til sveitarstjórnarkosn-
inga. Öllum frambjóðendum var
því boðið að vera viðstaddir kynn-
inguna, sem í sumum skólum var
sett fram sem sérstök hátíð í
heimabyggð. Að þeirri kynningu
lokinni, á Austurlandi, varð einum
frambjóðandanum að orði að þetta
hefði sennilega verið það merki-
legasta sem hann hefði upplifað í
framboðinu og hefði hann þó
kynnst mörgu áhugaverðu.
Merkilegast í framboðinu
LANDSBYGGÐARVINIR
Einn sigurveg-
aranna úr grunn-
skóla Önundar-
fjarðar.