Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.10.2011, Qupperneq 2
6. október 2011 FIMMTUDAGUR2 HEILBRIGÐISMÁL „Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmund- ur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknis- embættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur mynd- um við gefa það. Við send- um línu um það til Land- l æk n i s o g fengum þau svör að það væri hið besta má l . Síða n hefur l iðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vant- að er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembætt- ið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáan- leg þar sem birgðir hefðu klár- ast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera lát- inn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vand- ræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endur skoðun upp á síð- kastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingur inn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endur skoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bækling- urinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heima- síðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bækl- ingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað GUÐMUNDUR ARASON Ólafur, ætlar þú að veita Bankasýslunni ærlega ráðningu? „Þeir hafa sennilega ekki áhuga á ráðningu.“ Ólafur Örn Ingólfsson hagfræðingur er ósáttur við ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins og ætlar ekki að láta kyrrt liggja. EFNAHAGSMÁL Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur verið gagnlegur blóraböggull fyrir íslenska stjórnmála- menn frá bankahruni og þannig létt af þeim þrýst- ingi frá kjós- endum. Svo segir í grein sem Tryggvi Pálsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, skrifar á Vísi í dag. Segir Tryggvi að stjórnmála- menn hafi frá hruni þurft að koma fjármálakerfinu og fyrir- tækjunum til bjargar á undan heimilum en sú forgangsröðun hafi verið þvert á vilja kjósenda. „Við þessar aðstæður getur verið gagnlegt að vísa til þess agavalds sem AGS þarf að beita.“ Grein Tryggva er sú fyrsta í greinaröð sem birtast mun í októ- ber í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá efnahagshruninu. - sh Fyrrum Seðlabankatoppur: AGS gagnlegur blórabögull TRYGGVI PÁLSSON MENNTAMÁL Ríflega fjórðungur allra grunnskólanema, 25,6 pró- sent, naut sérkennslu eða stuðn- ings á síðasta skólaári. Nemendum í þeirri stöðu fjölgaði um 229 milli ára, eða rúmlega tvö prósent. Þetta er hæsta hlutfall nemenda í sérkennslu frá upphafi gagna- söfnunar Hagstofu Íslands um sérkennslu skólaárið 2004 til 2005. Af þeim 10.883 nemendum sem njóta stuðnings eru rúmlega 61 prósent drengir og tæp 39 prósent stúlkur. Hlutfallsega njóta flestir stuðnings í 5. bekk, sem er sami árgangur og naut mestrar sér- kennslu árið áður, þá í 4. bekk. - sh Drengir í miklum meirihluta: Fjórðungur fær sérkennslu SVÍÞJÓÐ Íslenskur handavinnu- kennari við Gustavslundsskolan í Växjö í Svíþjóð er kominn í veik- indafrí vegna eineltis nemenda, að því er greint er frá á vef sænska ríkisútvarpsins, Sveriges Radio. Handavinnukennarinn, Kjartan Sæmundsson, segir í viðtali við útvarpið að nemendur hafi hæðst að framburði hans, hermt eftir honum og áreitt hann. Ástandið var orðið þannig að nær allir nem- endur í öllum árgöngum stríddu honum. Rektor skólans segir að rætt hafi verið við nemendur og Íslend- ingnum boðið námskeið í sænsku. Kjartan segir ekkert hafa verið gert til að stöðva eineltið. Fulltrúi sænska kennarasambandsins, Johan Runesson, segir rektor geta gripið inn í þegar kennari leggur kennara í einelti en ekki þegar nemendur áreita kennara. Þetta þurfi að ræða. - ibs Íslenskur kennari í Svíþjóð: Í veikindafrí vegna eineltis VEÐUR Margir Norðlendingar vökn- uðu við alhvíta jörð í byggð í gær þar sem fyrsti vetrarsnjórinn lá yfir öllu. Ryðja þurfti fjallvegi, þar sem víða var jafnvel ófært. Snjó- þekja og hálkublettir voru víða á vegum allt austur í Mývatnssveit í gærkvöldi. Útlit er fyrir áframhaldandi slyddu á Norður- og Norðaustur- landi, sérstaklega til fjalla. Eins og við var að búast tók yngsta kynslóðin snjónum fagn- andi, eins og sést á meðfylgjandi mynd sem var tekin á Akureyri í gær. - þj Vetur genginn í garð nyrðra þar sem snjóaði í byggð og fjallvegir tepptust: Alhvít jörð víða á Norðurlandi VETRARRÍKI Þótt Vetur konungur hafi gert vart við sig fyrir norðan með til- heyrandi kulda undi Rúnar Frosti sér vel í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI Reynst erfitt að fá kort til líffæragjafar Maður sem vildi gefa líffæri kom að lokuðum dyrum hjá Landlæknisembætt- inu þar sem líffæragjafakort voru uppurin. Landlæknir segir fleiri kort væntan- leg en bendir á að hægt sé að prenta þau út af netinu. NÁTTÚRA Snarpasta skjálfta- hrina um árabil gekk yfir í Mýrdalsjökli í fyrrinótt. Sterkasti skjálftinn mældist 3,4 á Richterkvarða, en hrinurnar voru í norðaustanverðri Kötluöskjunni, rétt sunnan við Austmannsbungu. Skjálftunum fækkaði með gærdeginum og enginn frekari órói fylgdi þeim. - þj Jarðhræringar í Kötlu: Enginn frekari órói eftir skjálfta GUÐMUNDUR ARASON Bíður óþreyjufullur eftir korti frá Landlæknisembættinu sem gefur til kynna að hann vilji vera líffæragjafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON WASHINGTON, AP Vesturveldin gagnrýndu Kína og Rússland harkalega í gær eftir að ríkin tvö höfðu deginum áður beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn ályktun þar sem ofbeldi sýrlenskra stjórn- valda gegn uppreisnaröflum var fordæmt. Í marga mánuði hafa liðsmenn Bashars al-Assad forseta barið niður mótmæli gegn stjórnvöldum og er talið að um 2.700 manns hafi látið lífið í þeim aðgerðum. Franski utanríkisráðherrann Alain Juppé sagði að þetta væri „sorglegur dagur fyrir almenning í Sýrlandi“ og aðrir evrópskir starfsbræður hans tóku undir það sjónarmið. Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, gekk skrefi lengra og sagði að neitun Kína og Rússlands væri hneyksli. „Hinir hugrökku borgarar Sýrlands sjá nú greinilega hverjir í þessu ráði styðja þrá þeirra eftir frelsi og mannréttindum – og hverjir gera það ekki.“ Ályktunin hafði verið útvötnuð talsvert þar sem allar þvingunaraðgerðir voru teknar út til að þjónkast Kína og Rússlandi. Allt kom þó fyrir ekki. - þj Ályktun sem fordæmdi ofbeldi stjórnvalda í Sýrlandi slegin af í öryggisráði SÞ: Æf vegna neitunar Kína og Rússlands Á MÓTI Kínverjar og Rússar beittu neitunarvaldi gegn ályktun um ástandið í Sýrlandi. Vesturveldin eru afar ósátt við það. NORDICPHOTOS/AFP UNDIR EFTIRLITI Veðurstofan fylgist gaumgæfilega með þróun mála í Kötlu. SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.