Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.10.2011, Qupperneq 6
6. október 2011 FIMMTUDAGUR6 Frá kr. 54.900 Einstakt tækifæri vegna forfalla - Síðasta ferðin til Tyrklands í ár Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Tyrklands 9. október 10 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu á frábærum kjörum. Þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Tyrkland 9. október 2 fyrir 1 Verð kr. 54.900 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 9. október í 10 nætur. Netverð á mann. Aðeins 8 sæti í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Gisting frá kr. 17.800 m.v. 2 í studio íbúð. Netverð á mann í 10 nætur. VIÐSKIPTI Fyrrverandi bankastjór- ar Landsbankans og framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs hafna allir tugmilljarða skaðabótaskyldu sem slitastjórn telur að hvíli á þeim vegna afglapa á síðustu rekstrar- dögum bankans. Allir vísa þeir ábyrgð á gjörningunum sem um ræðir frá sér og á aðra. Slitastjórn Landsbankans hefur höfðað tvö mál til innheimtu skaðabóta, annars vegar á hendur bankastjórunum Halldóri J. Krist- jánssyni og Sigurjóni Þ. Árna- syni og hins vegar á hendur þeim báðum og Elínu Sigfúsdóttur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs bankans. Málin voru þingfest í síðustu viku. Hinum banka Björgólfsfeðga lánað Í fyrra málinu hljóðar krafan upp á 11,5 milljarða og er til komin vegna nítján milljarða lánveit- ingar til Straums í byrjun október 2008, örfáum dögum fyrir banka- hrun. Straumur var í meirihluta- eigu Björgólfsfeðga eins og Lands- bankinn. Að sögn þeirra sem um málið véluðu átti lánið að standa straum af kaupum Straums á nokkrum dótturfélögum Landsbankans, en af þeim kaupum varð þó aldrei því Straumur rifti þeim 10. október. Lánið hafði þá þegar verið veitt og þegar upp var staðið innheimtust ekki nema 39 prósent af því. Eftir stendur 11,5 milljarða tap af lánveitingunni, sem slit- astjórnin telur bankastjórana ábyrga fyrir með því að lána svo mikið fé út úr banka sem vitað var að stóð á brauðfótum vegna fjármálakreppunnar. Treystu orðum Hreiðars Más Krafan í seinna málinu er 16,2 milljarðar, til komin vegna 18,4, milljarða skuldar Fjárfestingar- félagsins Grettis sem féll í gjald- daga 10. júní 2008. Á láninu var bankaábyrgð hjá Kaupþingi í Lúxemborg sem gilti til 26. júní sama ár. Greiðslu var aldrei krafist á ábyrgðinni í Lúxemborg held- ur lánið framlengt mánuði síðar gegn óformlegu vilyrði Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaup- þings, um að Kaupþing ytra mundi einnig framlengja ábyrgðina. Það varð aldrei, Grettir fór í þrot og talið er að heimtur af lán- inu verði í allra hæsta lagi tíu prósent – líklega mun minni. Telur slitastjórn að það hafi verið augljóst gáleysi af hálfu þremenninganna að reiða sig á óformlegar umræður um framleng- ingu tryggingarinnar. „Góður og gegn bankamað- ur innheimtir ábyrgð sem sett hefur verið til trygg- ingar á skuldum félags sem er í vanskilum ef ekki er komin formlega rétt staðfest- ing á framlengingu ábyrgðarinn- ar áður en hin eldri fellur úr gildi,“ segir í stefnunni. Tjónið sem slitastjórnin telur þau Sigurjón, Halldór og Elínu hafa valdið með því að ganga ekki eftir ábyrgðinni í Lúxemborg er því hóflega metið á 16,2 milljarða. Benda öll á aðra Enginn þremenninganna gengst hins vegar við ábyrgð, að því er fram kemur í stefnunum tveimur. Hvað fyrra málið varðar segir Halldór að umsjón með útlána- málum hafi verið hjá Sigurjóni og hann hafi einfaldlega treyst því að rétt hafi verið staðið að lánveiting- unni til Straums. Sigurjón segir á móti að það hafi verið fjöldi starfsmanna í bankanum sem hafi átt að sjá til þess að samningar væru efndir og hann beri ekki húsbóndaábyrgð á störfum þeirra. Í síðara málinu vísar Elín allri ábyrgð á Sigurjón, sem hafi haft málið á sínu borði, og Halldór bendir á það, eins og í fyrra mál- inu, að útlánamál hafi verið á verksviði Sigurjóns. Halldór kveðst hafa treyst því að starfsmenn sem hefðu haft málið á sinni könnu myndu gæta að því að innheimta ábyrgðina í Lúxemborg og hann hafi ekki sam- þykkt að það yrði ekki gert. Sigur- jón ber við nákvæmlega því sama og í hinu málinu – að undirmenn hans hafi átt að höndla málið. „Þar sem stefndu hafa ekki fall- ist á greiðsluskyldu og enginn þeirra hefur viðurkennt að hafa tekið ákvörðun um að innheimta ekki bankatrygg- ingu og/eða bera ábyrgð á þeirri ákvörðun er stefnandi knúinn til að höfða mál þetta á hendur þeim öllum,“ segir í stefnu slitastjórnarinnar. stigur@frettabladid.is Landsbankatoppar varpa ábyrgð á aðra Æðstráðendurnir þrír úr Landsbankanum sem slitastjórn hefur dregið fyrir dóm vegna meintra afglapa vísa allir ábyrgð á einhvern annan. Tjónið sem þeir eru sagðir hafa valdið með tveimur ákvörðunum nemur 27,7 milljörðum króna. ÓSAMMÁLA Halldór J. Kristjánsson telur að Sigurjón hafi borið ábyrgð á ákvörðun- unum sem um ræðir. Sigurjón segir undirmenn sína hafa séð um allt saman. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Auk þeirra þriggja sem stefnt er hefur slitastjórnin áskilið sér rétt til að taka skýrslur af samtals fimmtán manns í málunum tveimur. Meðal þeirra eru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigendur Landsbankans. Aðrir fulltrúar í bankaráðinu eru einnig kallaðir fyrir: Kjartan Gunnarsson, Andri Sveinsson, Þorgeir Baldursson og Svafa Grönfeldt. Þá eru hæstráðendur Straums á þessum tíma kallaðir til vitnis, forstjórinn William Fall og framkvæmdastjórinn Óttar Pálsson. Hinir sjö voru allir starfsmenn Landsbankans, nema Birgir Már Ragnars- son, sem var starfsmaður Novator og stjórnarmaður í Straumi. Björgólfsfeðgar kallaðir fyrir dóminn ELÍN SIGFÚSDÓTTIR Fylgdist þú með stefnuræðu for- sætisráðherra á mánudag? JÁ 33% NEI 67% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ferð þú á rjúpnaveiðar í vetur? Segðu þína skoðun á visir.is FERÐAMÁL Reykjavíkurborg ætlar að leggja samtals 120 milljónir króna á þremur árum í átakið Ísland – allt árið, sem á að styrkja ímynd landsins sem áfangastaðar ferða- manna árið um kring. Ísland – allt árið er samstarfsverkefni ríkisins, Reykjavíkurborgar og hagsmuna- aðila. Ríkið hefur skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir króna á ári næstu þrjú árin með því skilyrði að jafn há upp- hæð komi frá samstarfsaðilum. Þannig er gert ráð fyrir því að 600 milljónir króna fari árlega í kynningarverkefnið og samtals 1.800 milljónir áður en yfir lýkur að þremur árum liðnum. Átakinu er ætlað að jafna árstíðarsveiflu í komu erlendra ferðamanna. Byggt verður á starfi Inspired by Iceland. Auk borgarinnar og iðnaðarráðuneytisins eru þeir aðilar sem nú þegar taka þátt í verkefninu Icelandair, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslun- ar og þjónustu, ISAVIA og Íslandsstofa. „Verkefnið á að skapa stemningu meðal íslensks almennings sem stuðlar að þeirri ímynd að Ísland sé gott heim að sækja árið um kring. Höfðað verður til þess að Íslands- ferð samræmist eftirsóknarverðum lífsstíl og sé minnisverð upplifun,“ segir í greinar- gerð sem lögð var fyrir borgarráð. - gar Hyggjast fá útlendinga á þá skoðun að Íslandsferðir séu eftirsóknarverður lífsstíll: Stefnt að stemningu hjá almenningi EYJAFJALLAJÖKULL Mikið fé hefur verið lagt í að rétta við ímynd Íslands og Íslendinga eftir hrun fjármála- kerfisins og truflandi öskufall frá eldstöðvum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.