Fréttablaðið - 06.10.2011, Page 22

Fréttablaðið - 06.10.2011, Page 22
22 6. október 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 við hlustum! HAFKALK Trúmál Bjarni Karlsson prestur og varaborgarfulltrúi HALLDÓR F réttablaðið sagði frá því í gær að Matvælarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, hefði sótt um 300 milljónir króna í svokallaðan IPA-styrk frá Evrópu- sambandinu. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa þannig að Matís geti framkvæmt ýmsar lögbundnar mælingar í þágu matvælaöryggis. Ný matvælalöggjöf, sem er hluti EES-samningsins, tekur gildi um næstu mánaðamót og það er til að geta uppfyllt skilyrði hennar sem Matís sækir um styrkinn. Styrkumsóknin er óneitanlega athyglisverð í ljósi þess að Jón Bjarnason landbúnaðarráð- herra, sem fer með hundrað prósenta eignarhlut ríkisins í Matís, hafði látið það boð út ganga að stofnanir sem heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið ættu að láta það ógert að sækja um IPA-styrki. Ráðherra talaði raunar alls ekki fallega um þessa styrki, kallaði þá andlýðræðislega og „fémútur“ á Búnaðarþingi í vor. Fréttablaðið fékk að vita að ráðherrann hefði fundað með for- svarsmönnum Matís vegna styrkumsóknarinnar. Þeir sem voru á fundinum vildu hins vegar lítið tala um hann. Sumir af stjórnar- mönnum Matís voru jafnvel á því að hann hefði alls ekki farið fram. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðherrans, staðfesti þó að lokum að fundurinn hefði verið haldinn. Hann segist alls ekki hafa upplifað það svo að ráðherrann hafi á fundinum veitt forsvarsmönnum Matís ákúrur vegna umsóknarinnar. Jón Bjarnason setur sig með öðrum orðum ekki upp á móti því að Matís, sem heyrir undir hann, sæki um IPA-styrkinn. Enda væri það svolítið skrýtið ef ráðherrann færi að reyna að þvælast fyrir því að fyrirtækið gæti uppfyllt skilyrði laga sem hann mælti fyrir sjálfur á Alþingi í fyrravor. Það væri líka sérkennilegt ef sá maður á Íslandi sem mest og oftast talar um matvælaöryggi (að Haraldi Benediktssyni kannski undanskildum) væri á móti því að gera Matís kleift að sinna þeirri lögbundnu skyldu sinni að mæla til dæmis skordýra- eitur og varnarefni í matvælum. Sömuleiðis hefði það verið furðulegt að ráðherrann hefði sett sig upp á móti þessari styrkumsókn Matís, í ljósi þess að fyrir- tækið og forverar þess, rannsóknastofnanir á vegum ríkisins, hafa fengið hundruð milljóna króna í styrki frá Evrópusamband- inu frá því að EES-samningurinn tók gildi. Matís sótti á síðasta ári um 25 slíka. Andstöðuleysi Jóns Bjarnasonar við styrkumsókn Matís afhjúp- ar hins vegar tal hans um vondu múturnar frá ESB sem innan- tómt og hræsnisfullt píp. Sem er undirstrikað enn frekar af þeirri staðreynd að sjálfur stýrði Jón einu sinni ríkisstofnun sem sótti um og fékk drjúga ESB-styrki, nefnilega Háskólanum á Hólum. En þá hétu þeir auðvitað ekki mútur. Fyrirtæki sem heyrir undir landbúnaðarráð- herrann sækir um ólýðræðislegar fémútur. Innantómt píp Nú hefur borgarráð ályktað í hinu lang-dregna og sérstaka máli er varðar sam- skipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoð- anafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagsleg- um grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mann- réttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorg- arúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknar- kirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skóla- hverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu að minni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknar- kirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna til- boði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi. Ásættanlegur farvegur Tilvistarheimspekin Alþingismönnum er stundum legið á hálsi fyrir tilgangslítið hjal um fánýta hluti. Ekki skal lagt mat á það hér en í gær var þó heimspekin í hávegum höfð í ræðustól þings. Í umræðum um staðgöngumæðrun kaus Pétur H. Blöndal að beina málinu inn á lendur heimspekinnar, varaði reyndar við því að slíkt væri í vændum. Hann spurði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að því hvorn kostinn hún heldur kysi: að vera til og þekkja ekki uppruna sinn, eða vera ekki til og þekkja upprunann í þaula. Ekki stóð á svarinu, því Sigríður Inga taldi víst að þar sem hún væri til, veldi hún frekar fyrri kostinn. Cogito, ergo sum. Tilfinningaheimspekin Ekki voru allir á tilvistarlegu nótunum í umræðunum, en óhætt er að segja að tilfinningar hafi dropið af hverju orði sumra þingmanna. Þannig voru rök Kristjáns L. Möller fyrir heimilun staðgöngumæðra þau að hann ætti sér enga ósk heitari en þá að allir fengju að upplifa það að fjórtán mánaða barnabarn segði hæ afi, vinkaði og kyssti bless. Nú þarf Kristján bara að setja lög um málið og tryggja þessi mannréttindi. Hagsmunaheimspekin Hagsmunasamtök heimilanna neita að vera með í sérfræðingahópi for- sætisráðuneytisins. Ástæðan er sú að þeim finnst um leikrit að ræða, því ekki hafi verið tekið tillit til sjónarmiða samtakanna í fyrri hópum. Einnig virðist nokkur kergja með það að forsætisráðherra tilkynnti um nýja hópinn og þátttöku samtakanna að þeim forspurðum. Hagsmunum hverra þjónar það að taka ekki þátt í öllum mögulegum úrlausnum á efnahagsvandanum? Varla heimilanna. kolbeinn@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.