Fréttablaðið - 06.10.2011, Síða 23

Fréttablaðið - 06.10.2011, Síða 23
FIMMTUDAGUR 6. október 2011 23 Tilboð 49.900,- Fullt verð 66.900,- Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s FATASKÁPADAGAR 25% afsláttur af fataskápum í október Tilboð 39.150,- Fullt verð 52.200,- Tilboð 39.150,- Fullt verð 52.200,- Tilboð 95.850,- Fullt verð 127.800,- Tilboð 106.650,- Fullt verð 142.200,- Tilboð 74.550,- Fullt verð 99.400,- Rennihurðir Hvítt/hnota/askur Remix Háglans svart eða hvítt Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent Við lifum kaflaskil í sögu mannkyns. Síðustu fimm hundruð árin hafa einkennst af víðtæku forræði Vesturlanda í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Nú hefur aldalöng þróun snúist við og það fjarar ört undan sérstakri stöðu Vesturlanda í heiminum. Menn hafa helst komið auga á þetta í tengslum við aukið mikil- vægi Kína í efnahagslífi jarðar- innar. Það er þó aðeins einn hluti málsins. En lítum til hans. Sterkara Kínverska hagkerfið er í senn sterkara og veikara en algengar sögur af því gefa til kynna. Það er sterkara í þeim skilningi að umfang þess og áhrif eru meiri en flestum virðist ljóst. Kína verður brátt stærsta hagkerfi heimsins. Það vex í hverri einustu viku um sem nemur öllu íslenska hagkerfinu. Umfangið og vöxtur- inn sjást t.d á því að Kínverjar nota álíka mikið af steypu og allir aðrir jarðarbúar til samans. Svipaða sögu má segja um málma eins og kopar og stál sem skýrir sókn Kína í námur sem nú eru helst á vegum fárra vestrænna fyrirtækja. Óshólmar Perlufljóts og borgirnar niður með Yangtze mynda þungamiðju heimsfram- leiðslu í hverri iðngreininni af annarri. Afgangur af viðskipt- um við umheiminn er slíkur að varasjóðir landsins eru yfir þrjú þúsund milljarðar dollara. Sett í samhengi við jarðakaup á Íslandi, þá er þetta nóg til að kaupa allt ræktað land tveggja af stærstu löndum heimsins, Bandaríkjanna og Kanada. Í ár vex kínverska hagkerfið um sem nemur sam- anlögðum hagkerfum Portúgals og Grikklands. Þetta mun halda áfram. Hinar 650 milljónir borg- arbúa í Kína hafa tengst hag- kerfi heimsins. Til sveita bíða 700 milljónir. Veikara En Kínverjar eru ekki að kaupa heiminn. Erlendar fjárfestingar þeirra eru fremur litlar og oftast tengdar markmiðum um sam- keppnishæfni iðnaðar heima fyrir. Tvær staðreyndir um kín- versk fyrirtæki segja nokkra sögu. Önnur er að þótt heimili manna séu full af varningi frá Kína eru kínversk vörumerki óþekkt. Heimurinn hefur flutt framleiðslu til Kína en mest af hagnaði í viðskiptum verður ekki til í framleiðslu heldur á sitt hvorum enda langrar keðju frá hugmynd og hönnun til neyt- enda. Annað er óljóst eignar- hald á fyrirtækjum í Kína. Oft er um að ræða samsuðu ríkisstofn- ana, borgarstjórna, kommúnista- flokksins, forstjóra og einkaaðila. Menn þurfa ekki að vita mikið um viðskipti til að sjá hættur í þessu. Eitt er að peningum er dælt úr bönkum í verkefni sem njóta stuðnings pólitískra aðila en gagnast einkaaðilum sem eru þó ábyrgðarlausir. Risið hafa borg- arhverfi og jafnvel borgir þar sem enginn maður býr og stór landflæmi eru þakin af dauða- dæmdum verksmiðjum. Spilling í landinu er slík að hún grefur ekki aðeins undan valdi og getu stjórn- valda heldur stendur hún þróun hagkerfisins sífellt meira fyrir þrifum. Flóknara Umræða um Kína er oft í fjötrum hugtaka eins og einræðis, flokks- veldis og kommúnisma. Gallinn við þessi hugtök er sá að þau skýra ekki vel það sem gerist í landinu þessi árin. Stjórnmál í Kína eru óraflókin barátta á milli ólíkra hagsmuna, hugmynda og hópa innan stjórnkerfis sem er eitt hið flóknasta á jörðinni. Stærðin er ein skýring. Það væru fleiri þingmenn í Kína en kjós- endur á Íslandi ef sama hlutfall væri á milli þings og þjóðar þar og hér. Kínverskir ráðherrar væru þá vel yfir fjörutíu þúsund talsins. Tölurnar eru eins og grín en setja umfang Kína í samhengi. Tal um flokk og stjórnvöld í Kína eins og samstæðar heildir eða einfalda gerendur sem fylgjast með öllu kviku og eiga nákvæm- ar áætlanir um framtíðina er oft fjarri veruleikanum. Þetta leiðir til misskilnings á kínverskum innanlandsmálum og á samskipt- um kínverskra aðila við umheim- inn. Hið nýríka, risastóra, lokaða og torskilda Kína er frjór jarð- vegur fyrir samsæriskenningar sem lýsa þó sjaldnast veruleika. Hættur af stórveldi Tvær hættur sjást hins vegar af uppgangi Kína. Önnur snýr að pólitísku forræði í Asíu frá Persaflóa til Kyrrahafs. Kína hefur sýnt mikla gætni í utan- ríkismálum. Nálæg ríki hafa notið uppgangsins og vaxið ört. En nú má greina hættumerki. Stefna Kína gagnvart öðrum Asíuríkjum hefur harðnað. Ríki fá sífellt skýrari skilaboð um að velja á milli Kína og Banda- ríkjanna. Tæknin sem herinn þróar nú helst segir líka óþægi- lega sögu. Þetta er eitt upphaf að komandi kerfisbreytingum í alþjóðamálum. Hin hættan er af áhrifum vaxtar í Kína á líf- ríki jarðar. Landið notar nú meiri orku en Bandaríkin og mengar lífkerfi heimsins meira en öll Evrópa. Neysla Vesturlanda er ekki lengur stærsta áhyggjuefnið í umhverfismálum, vöxtur Asíu hefur tekið þar við, Indlands ekki síður en Kína. Stærra en Kína Kína mun glíma við risavaxinn vanda í stjórnmálum og hag- stjórn á næstu árum. Þau vand- ræði verða á meðal stærstu heimsfrétta þótt ekki sé illa spáð um niðurstöður. Kína verður mik- ilvægasta ríki heimsins á þess- ari öld en það er þó aðeins hluti þeirra kaflaskila í sögunni sem nefnd voru hér í upphafi því fleiri lönd utan okkar heimshluta eflast nú mjög að völdum og áhrifum. Kína og heimurinn Í hvert sinn sem ég lít í spegil sé ég að nefið á mér er svo- lítið skakkt. Það eru afleiðingar sparks í andlitið frá bílþjóf sem ég var að handtaka fyrir 30 árum. Í hvert sinn sem ég finn blóðlykt minnir það mig á öll tilfellin sem ég kom að þar sem fólk hafði svipt sig lífi með því að skjóta sig í andlitið eða skera sig á púls. Í hvert sinn sem ég sé ákveðna tegund af barnastígvélum minnir það mig á fyrsta banaslysið sem ég kom að í umferðinni. Þá hafði 7 ára drengur orðið fyrir bíl. Hann var í Nokia-stígvélum, rétt eins og sonur minn átti sem þá var á sama aldri. Í hvert sinn sem ég sé fyrrverandi félaga mína að störf- um á slysavettvangi set ég mig í þeirra spor. Mannlegur harmleikur Þessar hugsanir, ásamt öðrum sem ekki eru prenthæfar, renna í gegnum huga minn þegar ég heyri lögreglumenn tala um starfið sitt; lögreglustarfið sem ég sinnti um níu ára skeið á árum áður. Sú lífsreynsla markaði líf mitt til frambúðar. Í starfinu sá ég skelfilegustu hliðar mannlífs- ins; hliðar sem sjaldnast snúa að almenningi né rata í fjöl- miðlana. Ég sá mannlega eymd í sinni hræðilegustu mynd. Ég kom að ótal sjálfsvígum, dauðs- föllum, umferðarslysum og heimilisofbeldi, upplifði harm og reiði foreldra barna sem höfðu verið misnotuð, ungs fólks sem hafði verið nauðgað og svo mætti lengi telja. Verst af öllu var þó ekki blóðið eða skelfileg aðkoma, heldur hinn mannlegi harmleik- ur sem við urðum að taka þátt í – hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Foreldrar sem komu að unglingnum sem fallið hafði fyrir eigin hendi, móðirin sem hljóp öskrandi út af heimili sínu þegar hún heyrði ískrandi hemlahljóðið og sá barnið sitt litla liggja í mal- bikinu og skelfingu lostin börn sem urðu vitni að því þegar pabbi var að misþyrma móður þeirra. Grátur þessa fólks fylgdi mér inn í svefninn þegar ég kom heim. Kvíðahnútur Enn þann dag í dag rifja ég upp skelfilegar aðstæður úr lögreglu- starfinu þegar ég hlusta á frétt- ir og heyri ákveðin heimilisföng, ákveðin nöfn eða ek framhjá ákveðnum stöðum í Reykjavík eða úti á þjóðvegunum. Það sem þar gerðist er geymt en ekki gleymt. Nú hefur önnur kynslóð tekið við kyndlinum í lögreglunni. Synir og dætur vinkvenna minna klæð- ast nú lögreglubúningi og þurfa að takast á við þau hættulegu verk- efni sem starfið felur í sér; mun hættulegri aðstæður en ég kynnt- ist í starfi – og þótti nóg um. Enn fæ ég kvíðahnút í magann þegar ég heyri af lögreglumanni sem orðið hefur fyrir árás eða slasað- ist í starfi. Gæti það hafa verið einn af mínum tryggu vinum af vaktinni minni gömlu eða börn vinkvenna minna? Ennþá fyllist ég óhug þegar ég heyri í síren- um og sé blá ljós lögreglubílanna. Allt þetta, sem ég og allir núver- andi og fyrrverandi lögreglumenn hafa upplifað og þurfa að lifa með, á skilyrðislaust að meta að verð- leikum. Lögreglumenn eiga ekki að þurfa að standa í launabaráttu – það sjá það allir hve starf þeirra er hættulegt og um leið mikilvægt. Ég hvet ríkisvaldið til þess að finna leið til þess að leiðrétta launakjör lögreglumanna í eitt skipti fyrir öll. Við viljum eiga vel búna, vel þjálfaða og stolta lögreglumenn sem ekki þurfa að lepja dauðann úr skel. Í hvert sinn … Kjaramál Ragnheiður Davíðsdóttir háskólanemi og fyrrum lögreglumaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.