Fréttablaðið - 06.10.2011, Page 24

Fréttablaðið - 06.10.2011, Page 24
24 6. október 2011 FIMMTUDAGUR ÞRÍHNÚKAGÍGUR HUGMYNDA SAMKEPPNI UM AÐSTÖÐU OG AÐGENGI VIÐ ÞRÍHNÚKAGÍG Þríhnúkar ehf. efna til opinnar hugmyndasamkeppni um starfsemi og aðstöðu í og við Þríhnúkagíg. Meginmarkmið með samkeppninni er að fá hugmyndir um starfsemi, aðstöðu, fræðslu og viðburði fyrir ferðamenn sem styrki upplifun þeirra af þessu ótrúlega náttúrufyrirbæri. Hugmyndasamkeppnin er opin öllum en sérstaklega er óskað eftir hugmyndum frá þeim sem hafa sér- þekkingu og reynslu af sambærilegum verkefnum, t.d. „hönnuðum“ upplifana, sýningahönnuðum, sérfræðingum um ferðamennsku o.fl. Nánari upplýsingar eru í samkeppnisgögnum á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á slóðinni www.vso.is frá og með fimmtudeginum 6. október nk. Hugmyndum skal skilað í móttöku VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 10. nóvember 2011. Þríhnúkar ehf. vinna að undirbúningi að bættu aðgengi fyrir ferðamenn að gíghvelfingu Þríhnúkagígs, norðvestur af Bláfjallasvæðinu, með það að markmiði að úr verði ferðamannastaður á heimsvísu. ÍS LE N SK A S IA .IS IS L 56 62 4 10 /1 1 Ríkisstjórninni og stuðnings-mönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórn- arandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstað- an hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnar- ráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi for- sætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sig- urðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnar- andstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgj- unni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóð- in yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnar- ráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusamband- inu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjáls- lyndi og vilja ganga í Evrópu- sambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti við- ræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðnings- menn hennar á þingi hafa brugð- ist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið. Ofbeldi á Alþingi? Fanney Gunnarsdóttir, fv. for-maður Jafnréttisráðs, spyr hvort sú ákvörðun að afhenda jafn- réttisviðurkenningu aðeins annað hvert ár sé til marks um uppgjöf hjá ráðinu (Fbl. 30.09. sl). Fanney spyr hvort Jafnréttisráð og vel- ferðarráðherra telji að staða jafn- réttismála sé það góð að árleg jafnréttisviðurkenning sé óþörf. Sjálf segist Fanney frekar vilja sjá ráðið draga fram gjallarhornið og ná eyrum landsmanna í stað þess að gefa svona eftir og hopa. Mig langar í allri vinsemd og virðingu að benda Fanneyju á að það gæti vafist dálítið fyrir okkur hinum hvernig standa beri að þess- ari kraftmiklu framsókn sem hún boðar ef breyttar áherslur jafn- gilda að hennar mati uppgjöf. Ekki verður annað skilið á Fann- eyju en að verkefnin framundan séu bæði ærin og brýn. Þar er ég henni hjartanlega sammála. Að svo sé komið, þrátt fyrir áratuga baráttu og streð, hlýtur að vera til marks um að gera megi betur. Með hliðsjón af því langar mig að spyrja Fanneyju: Er árangurinn sem við höfum náð að undanförnu svo afgerandi að endurskoðun eða endurmat á aðferðum eigi ekki rétt á sér? Hvaða árangri hefur árleg veiting jafnréttisviðurkenning- ar Jafnréttisráðs skilað á undan- förnum áratug og er gefið að veit- ing annað hvert ár dragi úr gildi hennar? Það er leitt að sjá hvernig jafn- réttisbaráttunni og Jafnréttis- ráði er beitt fyrir flokkspólitískt dægurþras. Fátt hefur drepið kröftum baráttunnar jafn mikið á dreif og flokkslínur og ósam- staða um forgangsverkefni. Bráð- nauðsynlegt er að við komum þess- um mikilvæga málaflokki sem fyrst upp úr hjólförum pólitíska skotgrafahernaðarins. Þar sem Fanney situr ekki fundi Jafnréttisráðs kann henni að vera ókunnugt um tildrög málsins, en með þessari breyttu tilhögun er ráðið að leitast við að styrkja rannsóknarverkefni á sviði kynja- jafnfréttis á háskólastigi. Ætla má að sátt ríki að mestu leyti um markmið jafnréttisbaráttunnar, en hver er raunveruleg staða kynjanna í íslensku samfélagi og með hvaða móti er best að takast á við kynja- misrétti? Er það ekki svo að þeim mun betur sem okkur tekst að kort- leggja stöðu mála, þeim mun meiri árangurs getum við vænst? Nú efast ég ekki um að Fanney styðji jafnréttissókn kvenna af heilum hug. Það er ég sannfærð um að hún geri og hér hlýtur því að vera um leiðan misskilning að ræða sem ég vona að hafi verið leiðréttur hér. Sé einhver uppgjöf í gangi hjá Jafnréttisráði, þá er það kraftmik- il uppgjöf á þeim boltum sem eru á lofti í jafnréttisbaráttunni, sem mun vonandi verða til þess að við hittum betur í mark. Kraftmikil uppgjöf Jafnréttisráðs Stjórnmál Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins Jafnrétti Helga Guðrún Jónasdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands og fulltrúi í Jafnréttisráði Að svo sé komið, þrátt fyrir áratuga baráttu og streð, hlýtur að vera til marks um að gera megi betur. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.