Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 34

Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 34
34 10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR Fjarvera íslenskra karlmanna á vettvangi jafnréttismála er alvarlegur vandi. Þeir eru vel- komnir en mæta ekki og tjá sig sjaldan. Það er líkt og þeim finnist betra að þegja en verða aðhláturs- efni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir lista- og fréttamaður og Frétta- blaðið gerðu tilraun til að breyta þessu með Öðlingsátakinu 2011 sem beindist gegn kynjamisrétti og birtist í 31 pistli í Fréttablaðinu eða visi.is. Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís E. Jóhannsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir hafa nú birt greinina Öðlingurinn 2011: Berg- mál kynjakerfis eða persónulegur ávinningur jafnréttis? sem flutt var sem erindi í Þjóðarspegli 28. október 2011. Pistlahöfundar voru valdir af Þórdísi Elvu og voru allir af kyni karla en markmiðið var að lokka karlpeninginn út á ritvöllinn með 300 orða hugleiðingum. Frétta- blaðið og visir.is hafa staðfest feikilegan góðan lestur, t.d. voru þeir lesnir 220 þúsundum sinnum á vefnum. Þeir vöktu víða umræðu og ritstjórar Fréttablaðsins notuðu þá í leiðaraskrifum. Tvær spurningar eru lagðar fram í grein Ástu Jóhanns dóttur og fleiri um Öðlingsátakið: Er átakið líklegt til að stuðla að jafn- rétti kynjanna? Hrekur herferðin eða festir hún í sessi og við heldur staðalmyndum, þrástefjum og mýtum um kynin? Sennilega eru þetta of stórar og viðamiklar rannsóknarspurn- ingar fyrir eitt lítið átak á þorra 2011 með þrjátíu körlum á öllum aldri. Ég get t.d. sett fram þá til- gátu að ef allar þær umræður sem pistlarnir vöktu á vinnustöðum og í heimahúsum hefðu verið skráð- ar og greindar hefði ef til vill mátt finna svar við fyrri spurningunni. Svarið við seinni spurningunni er sennilega að sumir pistlahöfundar falli í kynjagryfjur eins og títt er en öðrum hafi tekist að feta veg- inn án þess að falla og jafnvel að benda á eitthvað áhugavert. Voru öðlingarnir nógu góðir? Spyrja má: voru öðlingarnir 2011 nógu góðir? Höfundar greinar- innar í Þjóðarspegli telja þá ekki nógu góða og vonast eftir betri öðlingum á næsta ári sem láti sig málin varða á annan hátt, séu tilbúnir að skrifa inn í fræði- ramma og vilji „styðja jafnréttis- baráttuna; afsala sér forréttindum kynjakerfisins og njóta pers- ónulegs ávinnings raunverulegs jafnréttis“ (bls. 22). Næstu öðl- ingar eiga, samkvæmt greinar- höfundum, jafnframt að gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og styrkleikum og hverju þeir telja sig mögulega tapa við það að raunverulegu jafnrétti kynjanna sé ekki náð. Ásamt því að byggja á betri innsýn og fræðilegri þekk- ingu við skrifin. Þá virðist sem Ásta Jóhanns- dóttir og fleiri vilji að næstu Öðlings karlar nefni hvort þeir séu femínistar eða ekki. Einnig virð- ast þær reiðubúnar að skammta þeim efnisflokka til að skrifa út frá. Draumapistlahöfundar þeirra eru með öðrum orðum menntaðir femín istar sem skrifa helst um jafnrétti á heimili og ábyrgð á börnum (22). Hvar eru karlarnir? Ég hef tekið þátt í jafnréttis- umræðunni með greinarskrifum og erindum og með því að mennta mig á þessu sviði. Karlar hafa verið fáséðir á þessum vettvangi, oft teljandi á fingrum annarrar handar. Enda spurði Vigdís Finn- bogadóttir á 30 ára afmæli nor- ræns samstarfs í jafnréttismálum þegar hún leit yfir ráðstefnu salinn: Hvar eru karlarnir? Ástæðan var sú að karlar mæta skelfilega illa á fundi, ráðstefnur og málþing um jafnréttismál. Brýnt verkefni er því að fjölga körlum í umræðunni og það tókst Þórdísi Elvu með þessu átaki. Henni tókst einnig að fá stærsta dagblað landsins, Fréttablaðið, til að taka þátt í því af fullri alvöru. Þetta er afrek að mínu mati og margir pistlar voru góðir. En þurfa karlar að vera öðlingar til að taka þátt í umræðunni? Bæði konur og karlar geta verið öðlingar og nafnið var valið út frá orðum þekktrar kvenréttinda- konu um að hver og einn ætti að finna öðlinginn í sjálfum sér. Ég tel því óþarfi að hæðast að því að karlarnir skrifi undir þessu nafni. Heitið hefði einnig getað verið Karl pungurinn. Jafnréttismálin eru harður bransi en það eru ekki einungis konur sem fá gagnrýni og eru stimplaðar fyrir að taka þátt í jafn- réttisumræðunni heldur einnig karlar. Sumir þeirra sem skrifuðu pistlana voru upp nefndir af öðrum körlum og grín gert að þeim. Óþarfi er að vorkenna þeim, en það er ekki rétt túlkun að halda því fram að þeir hljóti heiður með að taka þátt en konur bara skammir. Feðraveldið veitir hvorki konum né körlum prik fyrir þátttöku í jafn- réttismálum, engan plús. Niðurstaða Rannsóknarspurningar Ástu Jóhannsdóttir og fleiri henta ekki þessari vitundarvakningu. Auð- vitað má sundurgreina þessa pistla, flokka efni þeirra og vega þá og meta. Einnig er leyfilegt að hæðast að getu karla til að taka þátt í umræðunni og vissulega er það freistandi. En það er ekki væn- legt til vinnings og fjölgar ekki körlum á vettvangi jafnréttismála. Það fer greinilega eins fyrir mér og fyrir þeim. Ég hefði ef til vill viljað að þær hefðu skrif- að aðra grein með öðrum rann- sóknarspurningum. Ástæðan er sú að spurningarnar falla ekki vel að forsendu þessarar vitundar- vakningar og markmiði: að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna, að ýta úr vör. Til að svara rannsóknarspurningum Ástu Jóhannsdóttur og fleiri þarf að mínu mati víðtækari rannsókn og greiningu heldur en að þema- og orðræðugreina pistlana sjálfa. Lengri útgáfa af þessari grein er birt á www.visir.is Tengill http://skemman.is/stream/ get/1946/10251/25562/1/ Stjornmala fraedideild.pdf Hugsaðu þér að hafa ekkert að fela Kaupaukinn þinn Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 5.900 krónur eða meira, dagana 10. - 16. nóvember í Debenhams. Kaupaukinn inniheldur: Advanced Night Repair – viðgerðadropa, 7ml TimeZone Creme – dagkrem sem fyrirbyggir línur og hrukkur, 5ml Sumtuous Mascara – svartan maskara Double Wear Light – farða, 7ml Pure Color Lipstick – fulla stærð, litur wild ginger *Verðgildi kaupaukans ca. 14.430 .- *meðan birgðir endast Idealist Even Skintone Illuminator og Cooling Eye Illuminator Fyrsta skjótvirka kremið frá Estée Lauder sem dregur stórkostlega úr roða, sólblettum og dökkum blettum. Roði minnkar á augabragði og húðin verður ljómandi. Cooling Eye Illuminator vinnur á augnsvæðinu og dregur samstundis úr þrota og dökkum baugum. Nýtt 20% afsláttur í dag Opið til miðnættis Að falla í kynjagryfjur – eða ekki Jafnréttismál Gunnar Hersveinn heimspekingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.