Fréttablaðið - 10.11.2011, Page 56

Fréttablaðið - 10.11.2011, Page 56
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR40 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Bryndís Ólafsdóttir er sterkasta kona Íslands. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. þvogl, 6. í röð, 8. hamfletta, 9. tækifæri, 11. samanburðarteng., 12. högni, 14. ofanálag, 16. tveir eins, 17. slunginn, 18. beita, 20. bókstafur, 21. samstæða. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. frá, 4. fugl, 5. blessun, 7. barningur, 10. hlaup, 13. gras, 15. felldi tár, 16. fjör, 19. rykkorn. LAUSN LÁRÉTT: 2. babl, 6. áb, 8. flá, 9. lag, 11. en, 12. fress, 14. álegg, 16. tt, 17. fær, 18. áta, 20. sé, 21. para. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. af, 4. blesgæs, 5. lán, 7. barátta, 10. gel, 13. sef, 15. grét, 16. táp, 19. ar. Oh, ég elska hringleikahúsið! Áhorfendurnir, spennan, lyktin af ótta, skylminga - rop - þrælarnir! Ætlarðu ekki að fara að koma í rúmið? Bráðum elsk- an, bráðum! Ég ætla bara að spila einn leik til. Þú veist að klukkan er hálf tvö? Jájá! Þetta er bara svo spennandi, ég er kominn í undanúrslit í deildabikarsins! Ókei, gangi þér vel. 4-4-2... hápressa... McShitless á miðjunni... Andy McQueer á hægri kanti... glæsilegt! Veikur? Neinei! Ég vann Meistaradeild- ina í nótt með Halifax! Ekki vera að segja Palla neitt í dag. Hann veit nefnilega allt! Já, ég veit hvað þú átt við! Táningar vita alltaf allt! Eins og ég taki þessu sem móðgun. Mamma! Við erum tilbúin! Í alvöru? En hvað það er frábært að þið getið klætt ykkur, þvegið ykkur í framan og burstað tennurnar án þess að ég þurfi lengur að nöldra í ykkur! Þið þvoðuð ykkur í framan og burst- uðuð tennurnar, ekki satt? Þú ættir kannski að nöldra aðeins í okkur áfram. Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og for- eldrar hans með honum. Hann skildi þessa kúrsleiðréttingu og meiningu móðurinnar og svaraði glaður: „Það er alveg rétt, mamma mín.“ Svo ræddum við um hvað mamma og pabbi gera börnum sínum til gagns. Þar með var fyrirbærið ofurhetja sett í samhengi við fólk og líf og drengurinn lærir hvað er hvað og til hvers. SÚPERMAN, Batman, Spiderman – af hverju? Þegar á bjátar í samfélögum fólks þrá menn lausn – af hvaða tagi sem hún er. Í kreppum síðustu áratuga hafa sprottið fram flokkar ofur- hetja í tímaritum og kvikmynd- um. Það er samhengi milli kreppu og viðbragða, stríða og andlegrar leitar. Ofurhetj- urnar tjá óskir fólks um, að vandi þeirra og þjóða verði leystur. Þegar stjórnmálin klúðrast, fjármálakúnstir tak- ast illa og tæknilausnir reyn- ast tál þarfnast fólk samt lausn sinna mála. Því heilla ofurhetj- urnar. Draumaverksmiðjurnar í Ameríku hafa framleitt ofur- hetjumyndir í stórum stíl síðasta áratuginn. Spenna í menningu, stjórnmál- um, efnahagsmálum, óreiða í samskiptum þjóða og óljós framtíð reynir ekki aðeins á yfirborð og samskipti heldur gruggar upp menningu og tilfinningar fólks. FÓLK á öllum öldum og öllum aldri hefur leitað að viðmiðum. Íkonar og helgimyndir eru fyrirmyndir lífsins. Íþróttahetjurnar gegna veigamiklu uppeldishlutverki. Því skiptir máli, að þær verði hvorki apar né trúaðar í einkalífinu. Svo eru ofurhetjurn- ar. Hvað þýðir Ben Ten, Harry Potter og allt þetta skrautlega hetjugallerí? Við for- eldrar erum þrábeðin eða jafnvel grátbeð- in um búninga, Batman-skykkjur, Ninju- föt, Súperman-merki, Spiderman-grímur og svo ætti að vera markaður fyrir Mjölni eftir velheppnaða kvikmynd um Þór. OFURHETJURNAR eru skemmtilegar, en leysa ekki lífsgátuna. Á okkur foreldrum hvílir skylda að skoða hvort efnið henti börnunum, hvort ofbeldið sé óttavekj- andi og úr takti við þroska eða skilnings- möguleika barnanna. Já, hlutverk okkar er að skýra mun á réttu og röngu, segja ævintýri, vera öflugar fyrirmyndir, skilja stöðu íþróttahetjunnar, ofurmennisins og hins guðlega til að gefa súpervirkum barnaheilum viðfangsefni við að flokka og læra af. Ein mikilvægasta lífskúnstin er að læra vel hlutverk lífsins og skilja þau. Og smættum hvorki né oftúlkum þau hlut- verkin. Að geta börn er gleðimál – að ala upp börn er ævintýri lífsins. Súperman

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.