Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 10
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnis gjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráð- stafanir í ríkis fjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforku- skattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnis- gjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðu- neytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Sam- komulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkis- sjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskipta- kerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsa- lofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefn- isgjaldið brot á viðauka við fjárfestinga- samninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin sam- þykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðju fyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópu- ríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrir- tæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskil- yrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópu- sambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnis- gjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is Semja um skattamál stóriðjunnar Álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hefur verið frestað. Samið verður um skattaumhverfi orkufreks iðnaðar. Raforkuskattur sem skilað hefur tveimur milljörðum árlega leggst af í árslok 2012. Stjórnvöld leita leiða til að missa ekki þá upphæð. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON ELKEM Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur sagt að samkeppnishæfni Íslands í járnblendi hverfi með verði kolefnisgjald lagt á fyrirtækin. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ALÞINGI Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þing- mönnum flokks- ins farið fram á að Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-sam- starfið. Í greinargerð með beiðni þing- mannanna segir að nauðsynlegt sé að meta þátttöku Íslands í samstarfinu sem nú hafi verið í gangi í tíu ár. Gera þurfi úttekt á kostum og göllum við samstarfið, og hvort meiri ávinningur væri af því að standa utan við það. Þá vilja þingmennirnir upp- lýsingar um hvort dýrara sé fyrir Ísland að taka þátt í samstarfinu en að standa utan þess. - bj Þingmenn Sjálfstæðisflokks: Vilja fá skýrslu um Schengen BJARNI BENEDIKTSSON EVRÓPUMÁL Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópu- stofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýs- ingamiðstöð Evrópusambandsins. Birna var yfirmaður verkefna- skrifstofu UNIFEM í Serbíu og Svartfjallalandi 2008 til 2010 og áður framkvæmdastýra lands- nefndar stofnunarinnar árin 2004 til 2006. Hún hefur starfað fyrir utanríkisráðuneytið og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í jafnréttismálum. Þá hefur hún kennt við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. - þeb Opnar eftir áramótin: Birna stýrir Evrópustofu Ölvaður ökuþór dæmdur Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm á skil- orði fyrir þjófnað, nytjastuld, ölvunar- og hraðakstur og fyrir að aka sviptur ökurétti. Með brotum sínum rauf hann skilorð og var skilorðs dómurinn tekinn upp og hann dæmdur fyrir bæði málin. DÓMSMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.