Fréttablaðið - 01.12.2011, Page 10

Fréttablaðið - 01.12.2011, Page 10
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnis gjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráð- stafanir í ríkis fjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforku- skattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnis- gjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðu- neytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Sam- komulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkis- sjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskipta- kerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsa- lofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefn- isgjaldið brot á viðauka við fjárfestinga- samninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin sam- þykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðju fyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópu- ríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrir- tæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskil- yrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópu- sambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnis- gjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is Semja um skattamál stóriðjunnar Álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hefur verið frestað. Samið verður um skattaumhverfi orkufreks iðnaðar. Raforkuskattur sem skilað hefur tveimur milljörðum árlega leggst af í árslok 2012. Stjórnvöld leita leiða til að missa ekki þá upphæð. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON ELKEM Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur sagt að samkeppnishæfni Íslands í járnblendi hverfi með verði kolefnisgjald lagt á fyrirtækin. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ALÞINGI Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þing- mönnum flokks- ins farið fram á að Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-sam- starfið. Í greinargerð með beiðni þing- mannanna segir að nauðsynlegt sé að meta þátttöku Íslands í samstarfinu sem nú hafi verið í gangi í tíu ár. Gera þurfi úttekt á kostum og göllum við samstarfið, og hvort meiri ávinningur væri af því að standa utan við það. Þá vilja þingmennirnir upp- lýsingar um hvort dýrara sé fyrir Ísland að taka þátt í samstarfinu en að standa utan þess. - bj Þingmenn Sjálfstæðisflokks: Vilja fá skýrslu um Schengen BJARNI BENEDIKTSSON EVRÓPUMÁL Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópu- stofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýs- ingamiðstöð Evrópusambandsins. Birna var yfirmaður verkefna- skrifstofu UNIFEM í Serbíu og Svartfjallalandi 2008 til 2010 og áður framkvæmdastýra lands- nefndar stofnunarinnar árin 2004 til 2006. Hún hefur starfað fyrir utanríkisráðuneytið og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í jafnréttismálum. Þá hefur hún kennt við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. - þeb Opnar eftir áramótin: Birna stýrir Evrópustofu Ölvaður ökuþór dæmdur Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm á skil- orði fyrir þjófnað, nytjastuld, ölvunar- og hraðakstur og fyrir að aka sviptur ökurétti. Með brotum sínum rauf hann skilorð og var skilorðs dómurinn tekinn upp og hann dæmdur fyrir bæði málin. DÓMSMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.