Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 17

Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 17
FIMMTUDAGUR 1. desember 2011 17 KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa breytt skilgreinginu sinni á fátækt, með þeim afleiðingum að nú eru 128 milljónir Kínverja skráðir undir fátæktarmörkum. Fyrir breytinguna voru fátæk- ir aðeins taldir vera 28 millj- ónir, en með breytingunni hafa fátæktar mörkin verið hækkuð upp í tæpar 120 krónur á dag. Fátæktarmörkin í Kína eru engu að síður enn lægri en við- miðun Alþjóðabankans, sem er tæpar 150 krónur á dag. - gb Fátæktarmörk hækkuð: Fátækir urðu fimmfalt fleiri Fylgstu með Sprota og vinum hans á hverjum degi til jóla í spennandi ævintýri um listahátíðina. Sagan er skrifuð og lesin af Felix Bergssyni og Kári Gunnarsson myndskreytir. Ævintýrið er einnig flutt á táknmáli. Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans og eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum. Listahátíðin Fylgstu með á Sproti. is TUNGLMYRKVI Tunglmyrkvi verður yfir Íslandi hinn 10. desember. Almyrkvað verður yfir Austurlandi. NÁTTÚRA Tunglmyrkvi verður á Íslandi 10. desember næst- komandi. Fram kemur á Vísi að myrkvinn muni sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestan- lands, svo fremi að ekki verði skýjað. Samkvæmt vef Almanaks Háskóla Íslands hefst almyrkvinn þegar enn er dagsbirta á Ísland. Austast á landinu sést tunglið almyrkvað þegar það kemur upp fyrir sjóndeildarhringinn undir lok almyrkvans. Almyrkvar á tungli sjást að meðaltali á tveggja til þriggja ára fresti frá hverjum stað á jörðinni. Stutt er þó frá síðasta tungl- myrkva á Íslandi, en hann var 21. desember í fyrra og sást í 74 mínútur. Tunglmyrkvi sést 10. des.: Almyrkvi verður fyrir austan DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum rúm sjötíu grömm af kannabisefnum, sextíu millilítra af vefjaaukandi sterum svo og áfengisbrugg. Hjá manninum fundust rúm- lega 25 lítrar af heimabrugguðu áfengi í 52 flöskum, auk sérhæfðra áhalda til að eima og sía áfengi. Þá lagði lögregla hald á vog og fjölmarga litla plastpoka við rannsókn málsins. Maðurinn var þó ekki sakfelldur fyrir fíkni- efnadreifingu eða sölu. Hann hafði fyrr á árinu hlotið dóm fyrir líkamsárás og hótanir. - jss Fjórir mánuðir á skilorði: Var með kanna- bisefni og stera Kannabis í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á rúmlega 150 kannabisplöntur. Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir. Þeir játuðu allir aðild að málinu. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Allt of hættulegt er að taka ein- hliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmunds- sonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðla- banka viðkomandi lands. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar Seðlabankans svöruðu þar spurningum nefnd- armanna um ýmislegt er lýtur að peninga- stefnumálum. Már sagði einboðið að raungengi íslensku krónunnar mundi hækka, enda væri það í sögulegu lágmarki. Hann sagði flókið í fjárhagslegu samhengi að reka sjálfstæða peninga stefnu með fullkomlega frjálsu fjár- magnsflæði og lítinn gjaldmiðil. Lausnin á því vandamáli gæti verið að vera áfram með einhvers konar gjaldeyrishöft eða að stilla hagkerfið betur af og mismunandi þætti í efnahagskerfinu. Alla kosti þyrfti að skoða vel og sérfræðingar Seðlabankans væru í þeirri vinnu nú um mundir. Á fyrri hluta næsta árs er von á skýrslu bankans um málið. Már sagði hættu fólgna í því að banka- kerfið væri í erlendri mynt án þess að mögu- leiki væri á því að veita bönkunum nokkra fyrirgreiðslu gegn veðum. Í því fælist mikil áhætta. - kóp Seðlabankinn vinnur skýrslu um mögulega kosti í gjaldeyrismálum: Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson telur hættulegt að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við viðkomandi land um málið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.