Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 24

Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 24
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is EFNAHAGSMÁL Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hag- vöxtur verði um 3,2 prósent á þessu ári og 1,7 prósent á því næsta. Þá telur hún að hagvöxtur muni helst byggja á fjárfestingu á næstu árum en ekki einka- neyslu eins og gert er ráð fyrir í flestum nýjum hagspám. Þjóðhagsspáin var kynnt á Hótel Hilton Reykjavik Nor- dica í gær. Hana er að finna í nýju árlegu riti hagfræðideild- ar Landsbankans sem nefnist Þjóðhagur. Spáin nær til næstu þriggja ára. Samkvæmt spánni mun verð- bólga hækka nokkuð í byrjun næsta árs en hjaðna þegar líður á árið. Þá er því spáð að atvinnu- leysi verði að meðaltali 6,2 prósent á næsta ári og 5,0 prósent á árinu 2013. - mþl Hagvöxtur 3,2 prósent 2011: Landsbankinn kynnir hagspá HILTON NORDICA Í GÆR Daníel Svavars- son, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, kynnti hagspána í gær. PUNKTAR er skuldatryggingarálag ríkissjóðs, sem hefur hækkað um fjórðung frá því um miðjan október. VIÐSKIPTI Lækkun á verði áls hefur kostað Orkuveitu Reykja- víkur 4,6 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þá hefur óhagstæð gengisþróun reynst fyrirtækinu dýr. Þetta er meðal þess sem fram kemur í níu mánaða uppgjöri fyrir tækisins. Orkuveita Reykjavíkur birti uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins á mánudag. Fyrirtækið skilaði 5,34 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tekjur frá rekstri jukust hins vegar um tæpa 5 milljarða á tímabilinu, voru 24,39 milljarðar. Þá hefur rekstrarkostn- aður lækkað talsvert. „Það hefur gengið afskaplega vel að ná tökum á rekstrinum. Rekstrarkostnaður hefur lækkað mikið og allt stefnir í áframhald- andi verulegan bata í rekstri á næstunni. Ytri áhrif, svo sem álverðið og gengisbreytingar hafa hins vegar verið gríðarlega erfið,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Rétt tæpur fimmtungur tekna Orkuveitunnar kemur frá sölu raforku samkvæmt samningum þar sem orkuverðið sveiflast með álverði. Í uppgjörinu kemur fram að tíu prósent lækkun álverðs myndi kosta fyrirtækið tæpa 7 milljarða. Sambærileg hækkun á álverði myndi hins vegar auka tekjur þess um 7 milljarða. Bjarni segir að hingað til hafi fyrirtækið ekki varið sig sér- staklega gegn þessum sveiflum. „Þetta hefur ekki verið gert og ég hreinlega veit ekki af hverju. Við höfum hins vegar verið að skoða þetta og stefnum á að grípa til ein- hvers konar varna,“ segir Bjarni sem tók við starfi forstjóra 1. mars síðastliðinn. Skuldastaða Orkuveitunnar er sem fyrr nokkuð þung en í mars var kynnt aðgerða áætlun sem miðar að því að tryggja rekstrar- grundvöll fyrirtækisins. Þar á meðal samþykkti borgarráð að veita fyrirtækinu 12 milljarða króna víkjandi lán en rúmir 8 milljarðar hafa þegar verið greiddir. Eigið fé fyrirtækisins var í lok september 54,6 milljarðar króna og hafði hækkað um 1,8 milljarða frá upphafi árs. Þar munar tals- verðu um að endurmat á veituhluta fyrirtækisins leiddi til hækkunar á bókfærðu virði eigna upp á 6,7 milljarða króna. Loks kemur fram í uppgjörinu að Orkuveitan stendur í samninga- viðræðum við vélaframleiðend- urna Mitsubishi Heavy Industries og Balcke Dürr. Orkuveitan hefur ekki getað uppfyllt kaupsamninga sem það gerði við fyrirtækin árið 2007 sem gæti kostað Orku- veituna umtals- verða peninga ef ekki næst viðunandi lausn á málinu. Orkuveitan pantaði á árinu 2007 sjö véla- samstæður frá fyrirtækjunum tveimur til að koma fyrir í fyrirhuguðum virkjun- um fyrirtækisins. Síðar var fallið frá kaupum á tveimur samstæðum en fimm stóðu eftir. Af þeim fimm eru tvær komnar í notkun í Hellis- heiðarvirkjun en þrjár eru ónotað- ar. Tvær eru enn ætlaðar í Hvera- hlíðarvirkjun en ein gengur af. Samningaviðræðurnar varða þrjár síðastnefndu vélasamstæðurnar. Bjarni segir Orkuveituna enn ekki geta svarað því hvenær fyrir- tækið geti veitt vélasamstæðunum viðtöku. Hann er hins vegar bjart- sýnn á að málið leysist farsællega án þess að það reynist Orkuveit- unni dýrt. Niðurstaða liggur þó ekki fyrir. magnusl@frettabladid.is Sveiflur í álverði reynst Orkuveitunni dýrkeyptar Orkuveita Reykjavíkur tapaði 4,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins vegna lækkunar á verði áls. OR stefnir að því koma sér upp vörnum gegn þessari áhættu, segir forstjóri. Kaupsamningur á vélum sem OR hefur ekki getað staðið við gæti reynst dýr. Rekstrartekjur aukist og rekstrarkostnaður lækkað. ORKUVEITAN Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða í rekstri Orkuveit- unnar á síðustu misserum til að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BJARNI BJARNASON Verðið á raforku í sölusamningum íslenskra raforkufyrirtækja til álframleiðenda sveiflast í nær öllum tilfellum með álverði. Lækkanir á verði áls geta af þessum sökum komið ansi illa við raforkufyrirtækin. Eins og fjallað er um hér kostuðu álverðslækkanir Orkuveitu Reykjavíkur 4,6 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Í níu mánaða uppgjöri HS Orku kom að sama skapi fram að fyritækið hefði tapað 1,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins af sömu ástæðu. Álverðið einnig reynst HS Orku dýrt FJARSKIPTI Síminn hefur sett þrepaskipt þak á gagnanotkun viðskiptavina sinna sem nota farsíma sína erlendis. Þetta þýðir að lokað er á gagnanotkun viðskiptavina sem staddir eru erlendis þegar hún er komin upp í 10 þúsund krónur. Slíkt þak hefur um hríð verið til staðar á ferða- lögum í Evrópu en nú nær það einnig til annarra landa þar sem Síminn er með reikisamninga. Þeir sem það vilja geta þó áfram notað farsíma sína meira en sem nemur þakinu. Þegar því er náð fær viðskiptavinurinn SMS-skilaboð þar sem honum er boðið að hækka þakið upp um þrep. - mþl Nú þak um allan heim: Síminn setur þak á gagna- notkun erlendis 349 VIÐSKIPTI Íslendingar flytja meira út af þjónustu en inn. Á þriðja ársfjórðungi 2011 nam útflutningur á þjónustu 108,6 milljörðum en innflutningur 81,4 milljörðum. Þjónustujöfn- uður var því hagstæður um 27,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og var afgangur vegna þeirrar þjónustu um 22,5 milljarðar. Önnur þjón- usta er stærsti liður í inn- flutningi og nam halli á þeirri þjónustu um 9,8 milljörðum. Afgangur á ferðaþjónustu var um 14,6 milljarðar. - kóp Samgöngur stærsti liðurinn: Þjónustujöfn- uður hagstæður um 27 milljarða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.