Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 26
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR26 Seðlabankinn kynnti nýverið svokallaða fjár- festingaleið sína sem á að vera næsta skref í losun gjaldeyrishafta. Hún snýst meðal annars um það að eigendum íslenskra aflandskróna mun bjóðast að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Leiðin gengur þannig fyrir sig að fjárfestarnir, sem eru að stórum hluta evrópskir bankar, fá að flytja aflandskrónurnar hingað heim miðað við útboðs- gengi Seðlabanka Íslands gegn því að þeir skuldbindi sig til að fjárfesta fyrir jafnháa upp- hæð í erlendum gjaldeyri og bindi fjárfestinguna á Íslandi í fimm ár hið minnsta. Miðað við síðasta útboðsgengi Seðlabank- ans fá aflandskrónueigendurnir um 13% innbyggðan afslátt taki þeir þátt í þessari leið. 820 milljarðar Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er talið að aflands krónueign sé um 410 milljarðar króna. Ef eigendur þeirra ætluðu að flytja allar þessar krónur inn næmi heildar fjárfestingin sem þeir myndu hella sér út í um 820 milljörðum króna. Það er um hálf landsframleiðsla Íslands. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa Haga, fyrsta nýskráða félagið í Kauphöll eftir banka- hrun, 68 sinnum. Það væri hægt að kaupa 16.400 fasteignir sem metnar eru á 50 milljónir króna. Endurfjármagna rúmlega 60% af heildarskuldum ríkissjóðs. Hvað ættu þessir aðilar eigin- lega að kaupa fyrir alla þessa peninga? Fá fjárfestingartækifæri Það er mikill skortur á fjár- festingartækifærum hérlendis. Hlutabréfamarkaðurinn er, enn sem komið er, hvorki fugl né fiskur, skuldabréfaútgáfa fyrirtækja er lítil sem engin, nánast engar stórframkvæmdir eru fram undan og það eru tak- mörk fyrir því hversu mikið af opinberum skuldum er hægt að kaupa. Til viðbótar er enn í gildi allsherjartrygging á innstæðum sem gerir það að verkum að fjár- magnseigendur sjá sér hag í að sitja í vari á peningunum sínum með neikvæða ávöxtun frekar en að nýta þá til fjárfestinga. Þetta sést best á íslensku lífeyris- sjóðunum, stærstu fjármagns- eigendum landsins, sem áttu 158,2 milljarða króna í óbundn- um innstæðum í lok september. Í byrjun árs 2007 áttu þeir 7,7 milljarða króna á slíkum. Þetta ástand er reyndar yfirfæranlegt á alla innlenda aðila. Í byrjun árs 2007 áttu þeir 743,6 milljarða króna í innstæðum. Í lok október áttu þeir 1.519 milljarða króna í slíkum. Innstæður hafa því tvö- faldast á nokkrum árum. Sögulega lítill áhugi Í nýlegri greiningu IFS-grein- ingar er fjallað um fjárfest- ingaleiðina. Þar segir að „Helsti veikleiki áætlunarinnar er hin mikla óvissa um hversu vel hún á eftir að ganga. Áhugi erlendra fjárfesta á beinni fjárfestingu hefur aldrei verið mikill hér á landi enda landið langt frá öðrum mörkuðum, fámennt og gjaldeyris áhætta mikil“. Einnig er bent á að fjárfesting á Íslandi sé í „sögulegu lágmarki og lítið sem bendir til að brátt verði breyting þar á. Góðir fjárfest- ingakostir hljóta að vera for- senda þess að fjárfestar verði viljugir til þess að flytja hingað fé“. Til viðbótar við þetta má bæta að erlendir fjárfestar eru brenndir af fyrri viðskiptum sínum við Ísland. Erlendar fjár- málastofnanir hafa til dæmis fært niður lán til íslenskra aðila um 7.500 milljarða króna frá bankahruni. Það eru tæpar fimm landsframleiðslur. Pólit- ískar geðþóttaákvarðanir gagn- vart erlendum fjárfestum munu líkast til ekki auka traust þeirra á íslenskt fjárfestingaumhverfi. Það er afar mikilvægt að afnema gjaldeyrishöft á Íslandi. Til þess þarf að minnka aflands- krónustöður erlendis. Þau skref sem hafa verið stigin í þá átt eru þó ekki sérstaklega trúverðug. Lítið um fjárfestingartækifæri hérlendis fyrir erlenda eigendur aflandskróna Hagar keyptu 50% hlut í fær- eyska verslunarfélaginu SMS á 1.011 milljónir króna árið 2007 og fjármögnuðu kaupin með útgáfu hlutabréfa. Þann 25. nóvember 2010 seldi Arion banki 50% hlut Haga í félaginu til Jóhannesar Jónssonar og ónefndra erlendra fjárfesta fyrir 450 milljónir króna. Þetta kemur fram í skrán- ingarlýsingu Haga sem gerð var opinber á mánudag. Því töpuðu Hagar umtalsverðum fjármunum á kaupunum á SMS. SMS er eitt stærsta smásölu- fyrirtæki Færeyja. Það rekur níu verslanir, framleiðslubakarí og kjötvinnslu og velti um sjö millj- örðum króna í fyrra. Félagið er skuldlaust. Jóhannes samdi um að fá að kaupa félagið af Arion þegar hann lét af störfum sem stjórnar- formaður Haga í fyrra og féll frá 10% forkaupsrétti í Högum sem hann hafði áður samið um. Helmingshluturinn í SMS er vistaður inni í eignarhaldsfélagi sem heitir Apogee ehf. Eigandi Apogee er Moon Capital S.á.r.l. í Lúxemborg. Ekki er tilgreint hverjir fleiri eiga í félaginu en Jóhannes en hann situr sjálfur í stjórn Apogee ásamt dóttur sinni, Kristínu Jóhannesdóttur. Apogee á kröfu á tengdan aðila fyrir andvirði SMS, eða 450 millj- ónir króna. Skuldir við tengda aðila nema 333,4 milljónum króna. Í ársreikningi Apogee kemur fram að tengdir aðilar séu hluthafar, stjórnarmenn og stjórnendur félagsins. - þsj Jóhannes Jónsson keypti SMS í nóvember 2010: Hagar töpuðu miklu á kaupunum á SMS EIGANDI Jóhannes Jónsson var stjórnar- formaður og einn aðaleigenda Haga um árabil. Hann keypti 50% hlutinn í SMS af Arion banka í lok árs 2010. Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is FRÉTTASKÝRING: Næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson og samstarfsmenn hans kynntu næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta 18. nóvember síðastliðinn. Eigendur aflandskróna sem ákveða að fjárfesta á Íslandi í gegnum fjárfestingaleið Seðla- bankans munu ekki geta keypt hvað sem er. Þeim verður heimilt að kaupa hlutabréf, skuldabréf, hlutdeildarskírteini í verðbréfa- eða fjárfestingasjóðum og fasteignir fyrir aflandskrónurnar og gjaldeyrinn. Heimilt verður að fá útgreiddan arð vegna hlutabréfakaupa, vaxtagreiðslur vegna skuldabréfakaupa og leigugreiðslur vegna fasteigna- kaupa. Þeim verður hins vegar ekki heimilt að kaupa loftför, skip, afleiðusamninga og annað lausafé. Mega ekki kaupa hvað sem er VIÐSKIPTI Endurfjármögnun á skuldum Promens-samstæðunnar mun ljúka upp úr áramótum, að sögn Hermanns Más Þórissonar, framkvæmdastjóra Horns. Horn á 49,8% hlut í Promens. Aðrir eig- endur eru Framtakssjóður Íslands (FSÍ) með 49,5% hlut og lykil- starfsmenn Promens með 0,7% hlut. Promens undirritaði samkomu- lag um endurfjármögnun við norræna banka sem samstæðan hefur verið í viðskiptum við 18. október síðastliðinn. Vaxtaberandi skuldir hennar voru 178 milljónir evra, um 28,4 milljarðar króna, um mitt ár 2011. Í ársreikningi Promens fyrir árið 2010 kemur fram að Horn, sem er í 100% eigu Landsbanka Íslands, hafi lánað samstæðunni 18,5 milljónir evra, tæplega 3 milljarða króna, 18. júní síðastlið- inn. Lánið var veitt til að Promens gæti greitt bankalán sem var á gjalddaga í þeim mánuði. Horn breytti síðan láninu í hlutafé í Promens í lok september síðast- liðins. Skömmu áður, 23. september 2011, keypti FSÍ 49,5% hlut. Fyrir þann hlut greiddi sjóðurinn um 4,7 milljarða króna og setti því til viðbótar 20 milljónir evra, um 3,2 milljarða króna, inn sem nýtt eigið fé. Ofangreindar aukningar á eigin fé Promens voru forsenda þess að lánadrottnar samstæð- unnar samþykktu að endursemja um fjármögnun hennar. Promens framleiðir plast afurðir og rekur 45 verksmiðjur í 19 löndum. Hjá samstæðunni vinna um 4.200 manns. Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri FSÍ, sagði í erindi á málþingi Deloitte, kaup- hallarinnar og Viðskiptaráðs í síð- ustu viku að Promens yrði skráð á markað innan þriggja ára. - þsj FSÍ og Horn juku hlutafé um 6,2 milljarða: Endurfjármögnun Promens mun ljúka upp úr áramótum EIGANDI Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri FSÍ, sagði í síðustu viku að Promens yrði skráð á markað innan þriggja ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.