Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 48

Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 48
KYNNING − AUGLÝSINGKaffi FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 20112 Við kappkostum að bjóða viðskiptavinum sérsniðnar lausnir í kaffivélum og öllu sem að þeim snýr. Mætum á stað- inn til að meta þarfir viðskipta- vina auk þess sem öllum er vel- komið að kíkja í heimsókn til að skoða úrvalið og fá ráðgjöf sér að kostnaðarlausu,“ segir Rafn Þor- steinsson hjá Fastus, og getur þess að handhægar upplýsingar sé að finna á heimasíðu fyrirtækisins á slóðinni www.fastus.is en hún var nýverið uppfærð. Að sögn Rafns hafa viss vöru- merki í kaffivélum hjá Fastus átt vinsældum að fagna hérlendis. Nefnir þar til sögunnar hollenska framleiðandann Bravilor sem er þekktur fyrir áreiðanleika og góða endingu. „Svo ekki sé talað um að halda góðum hita á brús- anum,“ segir hann og hlær. Hann bætir við að úrvalið sé líka fjöl- breytt í samræmi við ólíkar þarf- ir viðskiptavina. „Sem dæmi eru vélarnar misstórar og annaðhvort tengdar vatni eða ekki, allt eftir fyrirhugaðri notkun.“ Fastus er líka með umboð á Ís- landi fyrir kaffivélar frá sviss- neska framleiðandanum Franke, sem Rafn segir í fararbroddi í gerð sjálfvirkra baunavéla. „Einn helsti kosturinn við vélarnar frá Franke eru gæði og allir þeir ólíku kaffi- drykkir sem hver og einn getur blandað. Maður ýtir bara á hnapp og út streymir espresso, latté, cap- pucino og nefndu það!“ Nýjast á markaði frá Franke segir hann vera vélar sem blanda sírópi út í kaffið. „Þær búa til ótrúlega ljúf- fenga drykki og mannshöndin kemur hvergi nærri!“ Engu síðri segir Rafn ítalskar espresso vélar frá Faema. Þær hafi ásamt kvörnum fyrir pressuvélar frá sama fyrirtæki verið afar eftir- sóttar á stærri kaffihús hérlendis en Fastus er með umboð á Íslandi fyrir Faema auk espresso véla frá La Cimbali. Hann nefnir að fyrir- tækið sé með mikið úrval af kaffi- og bollastellum frá Figgjo, Rak og Arcoroc auk annarra framleið- enda. Loks getur Rafn þess að fyrir- tækið haldi úti varahlutaþjón- ustu í húsnæði sínu að Síðumúla 16. Þangað sé hægt að leita með kaffivélar og kvarnir í viðgerðir og eftirlit. Úrvals kaffivélar Fyrirtækið Fastus í Síðumúla 16 sérhæfir sig í heildarlausnum fyrir mötuneyti, veitingastaði, kaffihús og hótel með sölu á öllu sem lýtur að eldhúsum. Fyrirtækið hefur getið sér góðan orðstír fyrir úrvals kaffilausnir frá heimsþekktum framleiðendum. Jólakaffi fyrir 10 10 bollar sterkt kaffi 1/2 bolli sykur 1/3 bolli vatn 1/4 bolli sykurlaust kakó 1/4 tsk. kanill 1 klípa muldar kardimommur Þeyttur rjómi Búið til sterkt kaffi. Hitið vatnið að suðu. Bætið sykri, kakói, kanil og kardimommum út í vatnið. Látið suðuna koma upp aftur og hrærið í á meðan. Hellið kaffinu saman við blönduna í pott- inum, hellið í bolla og skreytið með þeyttum rjóma. Gott er að bæta út í örlitlu af koníaki, kaffilíkjör eða öðrum líkjör sem hjartað girnist. Franskt eplalatté 2 skot espresso 2 skot eplasíróp 1 skot kanilsíróp 2 skot súkkulaðisíróp Setjið allt í stóran bolla og fyllið upp með flóaðri mjólk. Stráið muldri kardimommu yfir. Kaffidrykkir með jólalegu bragði Jólin kalla á að prófa nýja og framandi drykki og gera tilraunir með ný bragðefni. Kaffi með kanil, kardimommum, eplum og ýmsu öðru góðgæti er skemmtileg og jólaleg tilbreyting. NÝ ÚTFÆRSLA Á POSTULÍNSSTELLI Postulínsfyrirtækið Royal Copenhagen hefur fengið til liðs við sig fatahönnuðinn Önju Vang Kragh til að hanna nýja útfærslu á hinu rót- gróna matarstelli Flora Danica. Nýja stellið heitir einfaldlega Flora og kemur á markaðinn í janúar. Saga Flora Danica nær allt til ársins 1790 en þá lét Friðrik krónprins búa til matarstell skreytt með myndum af dönskum plöntum. Stellið var ætlað sem gjöf til Katrínar miklu, keisaraynju Rússlands. Hún fékk þó aldrei gjöfina því hún lést áður en hún var afhent. Stellið er því geymt í Rósenborgarkastala og notað við sérstök tækifæri í Kristjánsborgarhöll. Royal Copenhagen hefur framleitt eftirlíkingar af stellinu frá árinu 1790. Anja lærði í Danmarks Design Skole og útskrifaðist þaðan árið 1997. Hún hefur meðal annars hannað fyrir Stellu McCartney og Dior og hannar búninga í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Royal Copenhagen hefur framleitt Flora Danica frá árinu 1790 en Friðrik krón- prins lét búa það til sem gjöf handa Katrínu miklu. Miðjarðarhafsjól 8 bollar sterkt espresso 1/3 bollar sykur 1/4 bolli súkkulaðisýróp 1/2 tsk. muldar anísstjörnur 20 negulnaglar 4 kanilstangir þeyttur rjómi Rífið hýði af appelsínu og sítrónu Setjið allt nema rjómann og ávaxta- börkinn í pott. Látið sjóða. Lækkið hit- ann og látið malla í 2 mínútur. Síið í bolla og skreytið með ávaxtaberkinum. Nýja stellið Flora eftir fatahönnuðinn Önju Vang Kragh. MYND/ROYAL COPENHAGEN „Við kappkostum að bjóða viðskiptavinum sérsniðnar lausnir í kaffivélum og öllu sem að þeim snýr,“ segir Rafn Þorsteinsson hjá Fastus. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.