Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 51
Kynning - auglýsing Þetta er ekki hefðbundinn jóla-matur í þeim skilningi að við veljum það sem okkur þykir ljúffengt og blöndum saman eftir smekk. Útkoman er því að okkar mati allt það besta sem hugsast getur í íslenskum jólamat,“ hefur Jóhannes Stein Jóhannesson, yfirmatreiðslu- meistari Sjávarkjallarans, að segja um jólamatseðil staðarins í ár sem er afar girnilegur á að líta. Þótt matreiðslumenn staðarins taki sér listrænt frelsi í eldamennsk- unni segir Jóhannes sívinsæla jóla- rétti ekki vera langt undan. „Hér verða eftirréttir sem hafa fylgt íslensku þjóðinni um skeið; ris à l ámande og sjerrífrómas frá mömmu en sá síðarnefndi er sér á báti hvað varðar ljúffengt bragð. Svo verður síld og reykt skata í for- rétt og gæs með rauðkáli, steiktum eplum og reyktum kartöflum sem gefa glöggt dæmi um þær nýju leið- ir sem við förum í eldamennskunni. Því verður hér sitt lítið af hverju, svolítið saltað og reykt eins og hefðin segir til um en aldrei farið alveg alla leið. Þannig að segja má að fortíð og nútíð í íslenskri og norrænni matar- gerð mætist hjá okkur um jólin.“ Að sögn Jóhannesar er matseðill- inn í grunninn í anda nýnorrænnar matargerðar sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum og víðar undanfarin ár. „Í stuttu máli er megininntak hennar að sækja ekki vatn yfir lækinn heldur nota það sem hendi er næst, leggja ríka áherslu á gott og ferskt hráefni og virða bæði það og þá sem það framleiða. Þetta skilar sér allt í úrvals mat, tiltölu- lega einföldum og lausum við unna matvöru.“ Að baki matargerðinni standa nokkrir af fremstu matreiðslumönn- um landsins, þeir Ólafur Ágústs- son og Steinn Óskar Sigurðsson og Jóhannes sjálfur, sem hafa náð góðum árangri í keppnum um mat- reiðslumann ársins og eiga allir sæti í kokkalandsliðinu. Þá mun Ólafur keppa fyrir Íslands hönd um titilinn matreiðslumaður Norðurlanda sem fer fram á næsta ári. Gestir staðar- ins geta því átt von á góðu og segir Jóhannes marga þegar farna að glöggva sig. „Það sést best af því að fastagestum fjölgar stöðugt. Sífellt fleiri panta sér aftur borð um jól og áramót.“ Loks bendir Jóhannes á að nánari upplýsingar um matseðil og opnun- artíma séu á heimasíðu staðarins. Slóðin er sjavarkjallarinn.is. Sælkeramatur að nýnorrænum sið Sjávarkjallarinn er nýnorrænn veitingastaður í miðborg Reykjavíkur sem leggur áherslu á íslenskan mat og matarhefðir. Jólamatseðillinn tekur mið af því og samanstendur af vinsælum og nýstárlegum réttum. Jóhannes Steinn Jóhannesson er yfirmatreiðslumeistari á Sjávarkjallaranum. Marineruð síld og reykt skata frá Andrési í Hnífsdal með piparrót, eggjum, brúnu smjöri og sýrðu grænmeti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 egg 200 g sykur 2 dl miðlungs þurrt sérrí 8 blöð matarlím 100 g suðusúkkulaði, rifið 6 dl rjómi Þeytið saman eggjarauður og sykur. Blandið sérríi og bræddu matarlími saman við. Blandið stífþeyttum eggjahvítum, þeyttum rjóma og suðusúkkulaði varlega saman við. Setjið í skál og geymið á köldum stað. Má gjarnan skreyta með þeyttum rjómatoppum og rifnu súkkulaði. Athugið að gott er að hafa muldar makkarónukökur í botni skálar og bleyta þær upp með sérríi. Sjerrífrómas frá mömmu Eftirréttur af matseðli Sjávarkjallarans. Sjerrífrómas er á meðal eftirrétta á matseðli Sjávarkjallarans. Notalegt andrúmsloft einkennir staðinn. S j á v a r k j a l l a r i n n / A ð a l s t r æ t i 2 / 1 0 1 R e y k j a v í k / s í m i 511 1 2 1 2 / s j a v a r k j a l l a r i n n . i s 8900 kr. Kynntu þér fleiri hátíðarmatseðla á Sjavarkjallarinn.is VEUVE CLICQUOT HÁT ÍÐAR MAT S EÐIL L SJÁVARKJALLARANS Veuve Clicquot & viðbótar lystauki fyrir matinn 1.500 kr. Frosinn skötuselur, sellerí og bygg Skötuselsþynnur, byggsalat með Egilsstaðafeta og sýrðri seljurót, byggmajónesi og jurtavinaigrette með edikperlum. Jólasíld og reykt skata Marineruð síld og reykt skata frá Andrési í Hnífsdal með piparrót, eggjum, brúnu smjöri og sýrðu grænmeti. Lúðukinnar &Lífrænt ræktaðar kartöflur Kartöflur frá Vallanesi og léttsaltaðar lúðukinnar ásamt blaðlauk, hvönn og brúnu smjöri. Villt gæs, rauðkál og reyktar kartöflur Gæsabringa og gæsalæri, steikt eplamauk, reyktar karöflur og rauðkál og gæsasósa með einiberjum. Eða Blálanga og kræklingasósa Hægelduð blálanga, svartrót, rósakál, rækjur, smáar kartöflur og kremuð kræklingasósa úr kræklingnum hans Símonar. Möndlugrautur Kjallarans Ris a la mande frauð og karamelluís með öllu sem tilheyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.