Fréttablaðið - 01.12.2011, Page 58

Fréttablaðið - 01.12.2011, Page 58
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR46 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is 80 ára afmæli Una Sigrún Jónsdóttir 80 ára í dag 01. 12. 2011 Tekur móti vinum og vandamönnum í félagsheimili Félags heyrnarlausra Grensásvegi 50, 108 Reykjavík þann 3. desember kl. 12.30. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðjón Tómasson, Kleppsvegi 62, áður Álftamýri 53, lést á Landspítalanum mánudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju, föstudaginn 2. desember, kl. 13.00. Sigríður Guðjónsdóttir Jón Ingvarsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Guðjón Axel Guðjónsson Katrín Björk Eyvindsdóttir Kristín Laufey Guðjónsdóttir Óðinn Vignir Jónasson Kristmann Óskarsson Bergljót Hermundsdóttir og fjölskyldur. 90 ára afmæli Gísli Elíasson Í dag, 1. desember er Gísli Elíasson 90 ára. Hann fæddist í Bolungarvík árið 1921 en ólst upp og bjó alla sína tíð á Siglufirði. Eiginkona Gísla var Dagmar Jensdóttir frá Akureyri (f.1912 d.1995). Gísli vann lengst af hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði sem almennur starfsmaður, verkstjóri og síðar verksmiðjustjóri. Gísli býr nú ásamt sambýliskonu sinni, Þórdísi Hansdóttur (f. 1920) á DAS í Reykjavík. Hann heldur upp á daginn í faðmi fjölskyldunnar. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Þ. Theodórsson fv. verslunarmaður, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 28. nóvember. Jarðsett verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. desember kl. 13.00. Guðjón Haraldsson Sigríður Siemsen Þórir Haraldsson Mjöll Flosadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, uppeldisfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Grímur Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Íspan, sem lést að hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, sunnudaginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, föstudaginn 9. desember kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans, láti Ljósið s. 561-3770 eða Karitas s. 551-5606 njóta þess. Óskar Smith Grímsson Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir Guðmundur Grímsson Hrafnhildur Proppé Finnur Grímsson Þórunn Hafsteinsdóttir Margrét Grímsdóttir Elín Grímsdóttir Jón Bjarni Gunnarsson Jón Elvar Kjartansson Sigríður Elsa Markúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Aðalsteinn Jónasson áður til heimilis að Sléttuvegi 21, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 25. nóvember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 2. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Barnaspítala Hringsins eða Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum, njóta þess. Sveinn Grétar Jónsson Hanna Kristín Guðmundsdóttir Jónas R. Jónsson Helga Benediktsdóttir Margrét R. Jónasardóttir Jón Aðalsteinn Sveinsson Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Ásta Sigríður Sveinsdóttir Sigurður Karl Guðgeirsson og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og frændi, Þorsteinn Einarsson bóndi á Ytri Sólheimum II, Mýrdal, lést á Landspítalanum 24. nóvember sl. Jarðsett verður frá Sólheimakapellu laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Óskars Sigurðar Þorsteinssonar, sem er til stuðnings æskulýðsstarfi hjá Hestamannafélaginu Sindra Mýrdal. Kristín Þorsteinsdóttir Jens Andrésson Einar Guðni Þorsteinsson Petra Kristín Kristinsdóttir Guðlaugur J. Þorsteinsson Laufey Guðmundsdóttir Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir Ragnar Sævar Þorsteinsson Kjartan Hreinsson Sigríður Árný Sævaldsdóttir og barnabörn. Elskuleg frænka okkar Klara Klængsdóttir Hlaðhömrum er látin. Fyrir hönd fjölskyldunnar Gunnar K. Gunnarsson 74 Þrjár bújarðir í Dalvíkurbyggð taka við formlegu vottorði í dag um að á bæjunum sé hafin lífræn aðlögun í búfjárrækt, grænmetis- og berjarækt. Þeir Jóhannes Jón Þórarinsson á Hnjúki í Skíðadal, Bjarni Óskarsson á Völlum í Svarfaðar- dal og Snorri Snorrason á Krossum 1 á Árskógsströnd verða, ásamt fjölskyldum sínum, viðstaddir hátíðlega athöfn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag en þar mun Vottunar- stofan Tún afhenda þeim vottorð. Tún, bændurnir þrír og Umhverfisráðgjafar Íslands, standa að verkefninu í samein- ingu sem ber yfirskriftina Lífræn framleiðsla í Dalvíkur- byggð. „Við erum í þessu aðlögunarferli og eftir um ár fáum við endanlega vottun um að berin okkar séu lífræn þótt auð vitað séum við nú þegar einungis í lífrænni framleiðslu,“ segir einn bændanna þriggja, Bjarni Óskarsson. Á Völlum eru það meðal annars sólber, gulrætur og kryddjurtir sem eru lífrænt ræktaðar en Vellir verða fyrsta hérlenda býlið sem vottað er til lífrænnar ræktunar á berjum. Á Hnjúki í Skíða- dal er áherslan á sauðfjárrækt og hrossarækt og talsverð skógrækt er stunduð á jörðinni. Þá er fjölbreytt búfjárrækt á Krossum og Stóru-Hámundarstöðum, með áherslu á sauð- fjárrækt og eldi nautgripa til kjötframleiðslu. Aðlögunar- tíminn verður mismunandi eftir því um hvaða framleiðslu er að ræða og lýkur á árunum 2012-2014. Með vottununum eru fjórar jarðir í Dalvíkurbyggð vottaðar til lífrænnar land- nýtingar og framleiðslu en Klængshóll í Skíðadal reið á vaðið fyrir nokkrum árum. „Í okkar tilfelli er hugsunin held ég að reyna bara að skila jörðinni betri frá sér þegar upp er staðið. Þá held ég að í mörgum tilfellum fái maður betri vöru og skemmtilegri. Maður man það þegar maður var að fá grænmeti frá Sól- heimum í Grímsnesi fyrir mörgum, mörgum árum. Græn- metið var bara eitthvað allt, allt annað,“ segir Bjarni. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri þróunarverkefnisins, segir mikil tækifæri liggja í lífrænni framleiðslu hérlendis. „Markaðurinn kallar beinlínis eftir þessari vöru og það liggja mikil tækifæri þarna til atvinnuuppbyggingar og í byggðalegu tilliti. Eftirspurn hefur aukist jafnt og þétt, hérlendis og um allan heim og það er í okkar höndum hvort störfin verði þá til hérlendis eða erlendis, því það er engin spurning um að þau munu verða til.“ juliam@frettabladid.is ÞRÍR BÆIR Í DALVÍKURBYGGÐ: FÁ VOTTAÐA LÍFRÆNA AÐLÖGUN Í DAG Markaður sem skapar störf BÓNDI Í SJÖ ÁR Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, hóf búskap fyrir sjö árum og var strax sannfærður um að hann vildi stunda lífræna ræktun. Á þessum degi árið 1983 útvarpaði Rás 2 í fyrsta skipti til landsmanna en rásin náði þá til um 75 prósenta landsmanna og útsending heyrðist víðar en búist var við. Þorgeir Ástvaldsson var fyrsti forstöðumaður Rásar 2 og Ólafur Guðmundsson tæknilegur hönnuður. Þá var útbúnaður stöðvar- innar breskur. „Eins og hann gerist bestur hjá sam- bærilegum stöðvum erlendis. Hljómgæðin eiga því að vera mjög góð,“ sagði Þorgeir í viðtali við Morgunblaðið daginn eftir fyrsta útsendingardag. Til að byrja með unnu milli tuttugu og þrjátíu manns við vikudagskrána og útsendingar voru frá klukkan tíu til átján virka daga, þar sem létt tónlist var í fyrirrúmi. Tíu dögum síðar hófst svokallað næturútvarp. „Þessi dagskrá, sem við förum af stað með, er einföld í sniðum og hún á eftir að breytast mjög mikið í náinni framtíð. Rás 2 er öðruvísi útvarp en við höfum átt að venjast hingað til. Við verðum til dæmis með ýmiss konar hljóð- merki, sem afmarka þættina,“ sagði Þorgeir enn fremur í viðtalinu. ÞETTA GERÐIST: 1. DESEMBER 1983 Fyrsti útsendingardagur Rásar 2 VAIRA VĪĶE-FREIBERGA, fyrrverandi forseti Lettlands, er 74 ára í dag. „Það er mun auðveldara að umbera einræðisherra sem ræður yfir öðrum lífum en manns eigin.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.