Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 72
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR60
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 24. - 30. nóvember 2011
LAGALISTINN
Vikuna 24. - 30. nóvember 2011
Sæti Flytjandi Lag
1 Dikta .....................................What Are You Waiting For?
2 Of Monsters and Men ...................King and Lionheart
3 Goyte / Kimbra ............... Somebody I Used To Know
4 Mugison ............................................................. Kletturinn
5 Hjálmar .................................................. Ég teikna stjörnu
6 Coldplay ................................................................ Paradise
7 Helgi Björnsson / Eivör Pálsdóttir .....................Án þín
8 Stefán Hilmars. / Eyjólfur Kristjáns. ....Þín innsta þrá
9 Rihanna / Calvin Harris .......................We Found Love
10 Amy Winehouse .............................Our Day Will Come
Sæti Flytjandi Plata
1 Páll Óskar & Sinfó ....................................Páll Óskar & Sinfó
2 Mugison ......................................................................................Haglél
3 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorlac. .....Ásamt Sinfó.
4 Helgi Björnsson ........... Íslenskar dægurperlur í Hörpu
5 Of Monsters and Men ...............My Head Is an Animal
6 Stebbi og Eyfi ...............................Fleiri notalegar ábreiður
7 KK & Ellen .......................................................................................Jólin
8 Dikta .........................................................................................Trust Me
9 Ingimar Eydal ............................................................Allt fyrir alla
10 Hjálmar .............................................................................................Órar
Þar sem yngsta kynslóð tónlistarunnenda kaupir lítið af plötum þá legg-
ur plötuiðnaðurinn sífellt meiri áherslu á að búa til pakka sem höfða til
þeirra eldri, sem enn kaupa plötur. Hér á Íslandi sést þetta til dæmis á
flottum yfirlitsútgáfum með Grafík, Ingimari Eydal og lögum Jóns Múla
Árnasonar núna fyrir jólin, en erlendis
eru afmælisútgáfur af sígildum plötum
algengar. Ein slík, 40 ára afmælisútgáfa
af meistara verki franska tónlistarmanns-
ins Serge Gainsbourg, Histoire de Melody
Nelson, er til dæmis nýkomin út.
Melody Nelson er konseptplata sem
segir sögu miðaldra manns sem ekur fyrir
slysni á unglingsstúlkuna Melody Nelson
og tekur hana í framhaldi af því upp í bíl-
inn sinn. Þetta var einhvers konar lólítu-
fantasía sem hafði blundað í Gainsbourg
frá því að hann las skáldsögu Vladimirs
Nabokov sem kom út 1955. Eftir mikla
velgengni „stunulagsins“ Je t‘aime, moi
non plus árið 1969 ákvað Gainsbourg að nú
hefði hann efni á því að gera eitthvað þyngra og metnaðarfyllra og hófst
handa við að búa til Melody Nelson-plötuna.
Hugmyndin að plötunni og textarnir eru eftir Gainsbourg, en tónlist-
in var að mestu leyti samin af tónskáldinu og hljómsveitarstjóranum
Jean-Claude Vannier. Grunnarnir voru teknir upp í London, en strengir
og söngur í París. Tónlistin á plötunni er einstök, fönk-skotnar bassa-
línur (sem Herbie Flowers spilaði inn), frjálslegt gítarspil, dýnamískar
strengjaútsetningar og texti Gainsbourg sem hann les eiginlega meira
en syngur. Og svo er Jane Birkin þarna líka í hlutverki Melody, bæði sem
rödd og sem ljósmyndafyrirsæta á plötuumslaginu. Stemningin og hljóm-
urinn á plötunni er einstakur og þetta er óvenju heilsteypt og flott verk,
en eins og fleiri meistarastykki seldist platan lítið þegar hún kom út, en
var uppgötvuð mörgum árum seinna.
Afmælisútgáfan af Histoire de Melody Nelson er þreföld. Platan sjálf
er á fyrsta disknum, óútgefnar upptökur á disk númer tvö og á þriðja
disknum er 5.1 mix og ný heimildarmynd um gerð plötunnar. Flottur
pakki!
Sagan af Melody Nelson
FLOTTUR PAKKI Meistarastykki
Serge Gainsbourg og Jean-
Claude Vannier er komið út í 40
ára afmælisútgáfu.
Enski tónlistarmaðurinn
Elvis Costello, sem aflýsti
tónleikum sínum í Hörp-
unni í nóvember, hefur
hvatt aðdáendur sína til að
kaupa ekki nýtt safnbox
með lögunum sínum.
Boxið hefur að geyma
geisladiska, vínylplötur,
mynddiska og bók og er
gefið út í aðeins 1.500 ein-
tökum. Verðmiðinn hljómar
upp á um 25 þúsund krónur
og það finnst Costello allt
of mikið. „Allar okkar til-
raunir til að lækka verðið
hafa verið árangurslausar,“
skrifaði Costello á blogg-
síðu sína. „Ef þig langar
virkilega að gleðja ein-
hvern með góðri gjöf vilj-
um við mæla með Ambassa-
dor of Jazz. Þetta er lítil
taska sem líkist ferðatösku
með ferðalímmiðum og
nafninu Satchmo,“ skrifaði
hann. „Það sem meira er.
Hún hefur að geyma tíu
endurhljóðblandaðar plötur
eftir einn fremsta tónlistar-
mann allra tíma, Louis
Armstrong. Þetta box ætti
að vera fáanlegt á undir 18
þúsund krónum. Í raun og
veru er þetta mun flottari
tónlist en mín.“
Mótmælir okurverði
ÓSÁTTUR Costello er ósáttur við
verðið á nýju safnboxi.
> PLATA VIKUNNAR
Song for Wendy - Meeting Point
★★★
„Ljúf og þægileg plata frá Dísu Jakobs
og Mads Mouritz.“ - tj
> Í SPILARANUM
Helgi Hrafn Jónsson - Big Spring
Ég - Ímynd fíflsins
Jón Múli Árnason - Söngdansar og ópusar
Amy Winehouse - Lioness, Hidden Treasures
Birgitta Haukdal - Straumar
Rokkdúóið The Black Keys
gefur eftir helgi út sína
sjöundu plötu, El Camino.
Hún fylgir eftir vinsældum
Brothers sem kom út í fyrra.
Bandarísku blúsrokkararnir í The
Black Keys gefa eftir helgi út sína
sjöundu plötu, El Camino.
Platan fylgir eftir vinsældum
Brothers sem kom út fyrir aðeins
einu og hálfu ári. Hún stækkaði
aðdáendahóp hljómsveitarinnar
til muna, enda seldist hún í milljón
eintökum. Auk þess að vera ofar-
lega á flestum árslistum fékk plat-
an þrenn Grammy-verðlaun.
Segja má að The Black Keys
hafi með Brothers loksins stigið
úr skugga hinnar sálugu The White
Stripes, sem spilaði einnig bassa-
laust blúsrokk, var skipuð tveimur
meðlimum og var með hvítan lit í
nafninu sínu í stað svarts. Vinsæld-
ir hennar voru aftur á móti mun
meiri en hjá The Black Keys.
Fyrir upptökurnar á El Camino
var upptökustjórinn Danger Mouse
fenginn til að sitja við takkaborðið
á allri plötunni, en á þeirri síðustu
stjórnaði hann málum í hinu vel
heppnaða smáskífulagi Tighten Up.
Hann er meðlimur dúósins Gnarls
Barkley og hefur að auki tekið upp
Modern Guilt með Beck og Demon
Days með Gorillaz.
Í þetta sinn brugðu gítar-
leikarinn og söngvarinn Dan
Auerbach og trommarinn Patrick
Carney á það ráð að ferðast frá
Ohio til tónlistarborgarinnar Nash-
ville þar sem upptökurnar fóru
fram. Afrakstrinum hefur verið
lýst sem rökréttu framhaldi af
Brothers. Grípandi popptaktarnir
eru enn til staðar í bland við þétt-
ofið blúsrokkið, sem er eins og áður
undir áhrifum frá hinu svokallaða
bílskúrsrokki sjöunda áratugar síð-
ustu aldar.
Dómar hafa verið að detta inn
undanfarna daga. Spin gefur El
Camino 8 af 10 mögulegum og
líkir tónlistinni við gömlu refina
ZZ Top, en með glimmer í skegg-
inu, á meðan The Guardian gefur
henni þrjár stjörnur af fimm. Þar
segir gagnrýnandinn að platan
sé hröð og skemmtileg en ætlist
samt ekki til eins mikils af hlust-
andanum og fyrri verk hljóm-
sveitarinnar. Annað breskt blað,
The Independent, segir El Cam-
ino kröftugustu og mest heillandi
rokkplötu ársins enda sé hún upp-
full af grípandi lögum sem öll
standi fyrir sínu.
freyr@frettabladid.is
Úr skugga White Stripes
SJÖUNDA PLATAN Blúsrokkararnir í The Black Keys hafa gefið út sjöundu plötu sína, El Camino. NORDICPHOTOS/GETTY
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
HAFÐU ÞAÐ NOTALEGT
Í FRÉTTABLAÐINU
Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu
því það tryggir að auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað.
Meira en 80% blaðalesenda á höfuðborgarsvæðinu lesa
Fréttablaðið daglega.
Kannaðu dreifileiðir í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
*S
am
kv
æ
m
t p
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t G
al
lu
p
jú
lí-
se
pt
. 2
01
1