Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 6

Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 6
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR6 FÍLABEINSSTRÖNDIN Börnum er nauðgað á Fíla- beinsströndinni að meðaltali á 36 tíma fresti og hafa ríflega 1.100 konur og börn þar orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári. Mikið hættuástand skapaðist í landinu í kjölfar kosninganna í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Barnaheilla – Save the Children. Skýrslan tekur til allra brota á mannrétt- indum, sem tilkynnt var um frá því í nóvem- ber 2010 fram í september 2011. Þar á meðal eru sex mismunandi tilfelli af alvarlegum brotum á mannréttindum barna. Af 1121 mannréttindabroti gegn konum og börnum, beindust 643 brotanna gegn börnum, þar af voru 182 nauðganir. Barni er nauðgað á 36 tíma fresti að meðaltali í landinu. - sv BYRJAÐU DAGINN HJÁ OKKUR FELLSMÚLI . SKÚLAGATA . GARÐABÆR . MJÓDD Verðlaunaljóð með sprengikraft „Full af sprengikrafti hugmynda … teygir sig inn í sálarlíf lesandans og hreyfir þar rækilega við honum.“ – Úr umsögn dómnefndar um Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar Í KLÓM DALALÆÐUNNAR BELGÍA, AP Utanríkisráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins tókst ekki að ná samkomulagi um að setja viðskiptabann á olíu frá Íran vegna andstöðu Grikklands á fundi sínum í Brussel í gær. Ráðherrarnir samþykktu frek- ari refsiaðgerðir gegn Íran á fund- inum. Aðgerðirnar beinast gegn 37 einstaklingum og 143 fyrir- tækjum og stofnunum, en ekki var gefið upp hverjir eru á listan- um í gær. Ástæðan fyrir refsiaðgerðun- um eru áframhaldandi tilraunir stjórnvalda í Íran til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Stjórnvöld í Íran hafna því alfarið að það sé til- gangur kjarnorkuáætlunar lands- ins, sem þau segja friðsamlegan. Grikkir voru mótfallnir því að banna viðskipti með olíu frá Íran, en mikill hluti olíu sem Grikk- ir nota kemur frá Íran. Tals- menn þess að banna viðskipti með íranska olíu telja að með viðskipta- banninu megi stöðva kjarnorku- áætlun landsins með því að setja hana í fjársvelti. Utanríkisráðherrarnir sam- þykktu einnig refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Sýrlandi vegna morða stjórnvalda á óbreyttum borgurum. - bj Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna funduðu um refsiaðgerðir gegn Íran og Sýrlandi: Náðu ekki saman um olíubann ÁRÁS Innrás mótmælenda í sendiráð Bretlands í Íran á þriðjudag vakti hörð viðbrögð utanríkisráðherra ESB á fundi þeirra í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óhugsandi aðstæður barna og kvenna á Fílabeinsströndinni á liðnu ári: Börnum nauðgað á 36 tíma fresti MÓÐIR OG BARN Vitað er um tæplega 80 börn sem hafa verið særð eða limlest á síðasta ári síðan í kosningum á Fílabeinsströndinni. NORDICPHOTOS/GETTY ■ Tveir þriðju hlutar fórnarlamba (börn) voru stúlkur, 60 prósent þeirra yngri en 15 ára. ■ Meira en helmingur þeirra alvarlegu brota gegn börnum voru kynferðislegt ofbeldi. ■ 79 tilfelli af særðum og limlestum börnum. ■ 10 tilfelli um mannrán, þar af var í helmingi tilfella um stúlkur að ræða og í helmingi til- fella var barnið undir 10 ára aldri. Hræðilegar tölur o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir VIÐSKIPTI Katrín Júlíus dóttir iðnaðar ráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykja- víkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í sam- keppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigenda- nefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipun- um frá Evrópu- sambandinu. Hitaveita Suður- nesja, Norður- orka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orku veitan hefur ekki gert það , heldu r fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækis- ins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haust dögum hafi vinna við skipt- inguna hafist á ný, en mat eigenda- nefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breyt- ingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lána- safnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að ein- hvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frest- un. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efna- hagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um Frestað að skipta OR upp í tvö fyrirtæki Skiptingu Orkuveitu Reykjavíkur í tvö fyrirtæki hefur verið frestað á ný. Ekki þótti nægur tími til aðgerðarinnar og mikilvægt þótti að sýna stöðugleika gagnvart lánardrottnum. Önnur fyrirtæki hafa gengið í gegnum uppskiptingu. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um fyrirtækjaaðskilnað á raf- magnsmarkaði kemur fram að sá aðskilnaður sem þegar hafi farið fram hafi ekki verið verulega kostnaðarsamur. Það skýrist af því að hluti af rekstrinum sé áfram sameiginlegur; fjármál, tölvukerfi og innheimta, svo dæmi séu nefnd. Verði hins vegar skilið algjörlega á milli raforkuvinnslu og sölu annars vegar og dreifiveitu hins vegar geti það verið kostnaðarsamt. Forsvarsmenn raforkufyrirtækjanna telji kostnaðaraukann geta numið nokkur hundruð milljónum árlega. Umdeilt var þegar ákvæðið var sett í lög árið 2003 og heyrðust þær raddir að sækja ætti um undanþágu fyrir íslenskan markað, sem væri ólíkur þeim evrópska. Dagur B. Eggertsson segir lítið hægt að velta sér upp úr því nú. „Árið 2003 er liðið og við erum að vinna í þessu praktíska verkefni. Það gerum við með eins litlum tilkostnaði fyrir þá sem borga orkureikningana og hægt er, án þess að fórna þeirri lagaskyldu sem á okkur hvílir.“ Fullur aðskilnaður verður dýr ORKUKVEITAN Iðnaðarráðherra hefur orðið við beiðni eigendanefndar Orkuveit- unnar og frestað aðskilnaði fyrirtækisins í sérleyfis- og samkeppnisstarfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjör- lega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskipt- ingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuð- um, að eiga gott samráð við alþjóð- lega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Óttast þú uppgang vélhjóla- gengja hér á landi? Já 81% Nei 19% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú búin(n) að setja upp jólaskraut? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.