Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 10

Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 10
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR10 MEÐ TVÍBURA Katrín Júlíusdóttir gengur með tvíbura, tvo drengi. Hér er hún ásamt Ögmundi Jónassyni við jólatréð í Alþingishúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) lýsa yfir efasemdum um að íslenska ríkið eigi að leggja í kostnað í að kynna skilyrði hollustumerkisins Skráargats- ins. Í umsögn frá samtökunum segir að þau telji að takmörkuðu opinberu fé sé betur varið til opinnar og fordómalausrar umræðu. „Það getur skapað falskt öryggi, alið á for- dómum og gert mataræðið einhæfara en ella að velja í blindni eftir næringarmerki með svo ströngum skilyrðum sem Skráargatið er.“ Þá segir einnig að veruleg hætta sé á að það telji fólki trú um að vörur sem ekki bera merkið séu óhollar og hvetji þar með til einhæfs matar æðis. Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, fjallaði um málið í síðasta leiðara sínum. Brynhildur telur samtökin gera heldur lítið úr neytendum með umsögnum sínum. „Neytendur á Norðurlöndunum hafa ekki átt í neinum vandræðum með að átta sig á skil- greiningu merkisins,“ segir hún og furðar sig á þessum umsögnum samtakanna og bendir á að af þeim ellefu aðilum sem skiluðu inn umsögn til Alþingis um málið, sé hún sú eina neikvæða. Meðal umsagnaraðila voru Landlæknis embættið, Matís og sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðuneytið. „Þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Bryn- hildur og bætir við þeirri spurningu hvort SI og SA telji ekki ástæðu til að hjálpa neytendum við að velja hollari mat. - sv Ritstjóri Neytendablaðsins furðar sig á umsögnum SI og SA um innleiðingu hollustumerkisins Skráargatsins: SI og SA telja merkið skapa „falskt öryggi“ Sænska matvælastofnunin tók Skráargatið fyrst upp fyrir um 20 árum. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru matvörur merktar með Skráargatinu til að auðvelda neytendum að gera greinarmun á hollustu matvæla. Vörurnar sem mega bera merkið innihalda minna magn af sykri, salti og fitu eða meira af trefjum en aðrar vörur í sömu matvæla- flokkum. Hollustumerki BÚRMA, AP Hillary Clinton, utanríkis ráðherra Bandaríkj- anna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðis átt og sleppa öllum póli- tískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heim- sókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heim- sókninni segir hún Bandaríkin viður kenna að herforingja stjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihluta- hópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af fræg- ustu pólitísku föngum samtím- ans, friðarverðlauna hafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clin- ton og Suu Kyi munu eiga form- legri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að banda- rísk stjórnvöld íhugi að aflétta við- skiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Banda- rísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari um- bætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og bar- áttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kynnti tilslakanir í refsiaðgerðum gegn Búrma við upphaf opinberrar heimsóknar í gær. Clinton hitti friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi á fyrsta degi heimsóknarinnar. MÁLIN RÆDD Hillary Clinton snæddi kvöldverð með Aung San Suu Kyi á heimili háttsetts bandarísks erindreka í Rangoon í Búrma í gær, og mun eiga formlegan fund með henni í dag. NORDICPHOTOS/AFP Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar. HILLARY CLINTON UTANRÍKISRÁÐHERRA BANDARÍKJANNA VERSLUN Ásgarður handverkstæði verður með sinn árlega jólamark- að og kaffisölu í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 22 í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember. Mark- aðurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 17. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verður til sölu bæði kaffi og heitt súkkulaði og auk þess kökur gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta í heimsókn og taka nokkur lög. Sönn jólastemning fylgir því að fara í heimsókn í Ásgarð, sitja til borðs með listamönnum Ásgarðs og drekka heitt súkkulaði með rjóma. - sg Hátíð í Ásgarði á laugardag: Jólamarkaður í Álafosskvos JÓLASTEMNING Óskar Albertsson, tals- maður Ásgarðs, með fallegar vörur fyrir framan handverkstæðið. DÓMSMÁL Karlmaður og kona um tvítugt hafa verið ákærð fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir fíkniefnalagabrot. Parinu er gefið að sök að hafa laugardaginn 17. september síðast liðinn haft í vörslu sinni nær níu grömm af kannabisefn- um ætluð til sölu og dreifingar. Lögreglan fann efnin við húsleit heima hjá þeim í Reykjanesbæ. Efnin fundust á tveimur stöð- um í íbúðinni. Í einu af svefnher- bergjum hennar fann lögregla málningarfötu sem í voru um átta grömm af kannabisefnum þar af voru í sex grömm söluein- ingum. Upp undir gramm var svo falið í þvottahúsi íbúðarinnar. - jss Ákærð fyrir fíkniefnabrot: Kannabisefni í málningarfötu Samið um sögu Garðabæjar Bæjarráð hefur samþykkti tillögu ritnefndar um Sögu Garðabæjar að semja við Bókaútgáfuna Opnu um til- tekna þætti við útgáfu sögu bæjarins. Samkvæmt tilboði Opnu á að greiða samtals 11,3 milljónir króna fyrir ritstjórn, hönnun og umbrot, próf- arkalestur og umsjón og eftirlit. Þá er meðal annnars eftir að borga fyrir ritun bókarinnar og prentun. SVEITARSTJÓRNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.