Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 20

Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 20
20 2. desember 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S kotárás vegna uppgjörs í undirheimum Reykjavíkur hefur réttilega vakið mikla athygli og ekki síður gríðar- legt vopnabúr sem lögreglan fann hjá meðlimum glæpa- klíku sem talin er viðriðin árásina. Klíkubræður hafa verið settir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Enginn dó reyndar eða slasaðist í árásinni; byssumaðurinn hitti ekki. Flestir vona samt sjálfsagt að skotmaðurinn fái þungan dóm fyrir tilraun til manndráps. Í fyrrakvöld hafði annar maður uppi tilburði til að drepa fólk. Sá var bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ók úr Borgar- nesi í átt til höfuðborgarinnar á allt að 150 kílómetra hraða áður en lögreglan náði að stöðva hann í Hvalfjarðargöngunum með því að sprengja eitt dekkið á bíln- um. Enginn dó eða slasaðist, en það er ekki ökumanninum að þakka. Reynslan segir okkur að bæði réttargæzlukerfið og almennings álitið muni líkast til taka með ólíkum hætti á brjál- æðingnum með byssuna og brjálæðingnum á bílnum. Samt er ekki auðvelt að færa rök fyrir því að byssumaðurinn sé meiri ógn við líf og heilsu almennings en ökumaðurinn. Ef eitthvað er sýna atvinnuglæpamenn oft þá tillitssemi að reyna frekar að drepa aðra glæpamenn en saklausa borgara. Hver sem er getur hins vegar týnt lífinu eða örkumlazt fyrir lífstíð af því að hann lendir fyrir tilviljun í vegi útúrdópaðs ökuníðings. Það er eitthvað einkennilegt við mismunandi viðbrögð við manndrápstilburðum með hnefum eða vopnum og með öku- tækjum. Sá sem gengur um miðbæinn, sveiflar öxi eða hafna- boltakylfu í kringum sig og hótar að drepa fólk er tekinn úr umferð; settur í varðhald eða vistaður á viðeigandi stofnun. Hins vegar lesum við býsna oft fréttir um að einn og sami maður hafi verið tekinn ofurölvi undir stýri í tvígang sömu helgina, jafnvel sama kvöldið. Sá er oft með í höndunum eins til tveggja tonna morðvopn sem getur náð 200 kílómetra hraða. Jafnvel þegar menn verða valdir að dauða fólks og örkumlum, ölvaðir eða dópaðir undir stýri, er algengur dómur ökuleyfis- svipting í fáein ár og skilorðsbundið fangelsi í nokkrar vikur eða mánuði. Menn sem eru alvarleg ógn við öryggi samborgaranna eru ekki teknir úr umferð. Reyndar er vert að nefna að ekki eru allir ökuníðingar fullir eða undir áhrifum fíkniefna. Heilinn í þeim virkar samt eins og þeir hafi tekið eitthvað inn. Ekki sízt hjá einhverjum hópi ungra karlmanna er ofsaakstur nánast viðurkennd hegðun og þykir ein- hvers konar manndómsvígsla að vera tekinn af löggunni fyrir að stefna lífi og limum náungans í hættu. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir lögreglumönnum að akstur undir áhrifum fíkniefna færist í vöxt og sé að verða algengari en ölvunarakstur. Raunar er lítill munur á þessu tvennu, en þróunin er áhyggjuefni, rétt eins og vaxandi ofbeldi í undirheimunum. Löggjafinn og dómstólar ættu að bregðast við henni með því að sjá til þess að brjálæðingarnir á bílunum fái þunga dóma, ekki síður en brjálæðingarnir með byssurnar. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 15. 16. 23. 24. 25. 15. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Spurningin um tilvist Guðs eða tilvist hins illa er ekki knýjandi í trúmála- umræðu dagsins. Trúarspurningar sam- tímans snúast fremur um sýn okkar á hið góða samfélag og um hlutverk og rými hins trúarlega innan þess. Um þetta fjallar sam- talið um kirkju og skóla í höfuðborginni. Deilur um ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkur endurspegla ágreining um sýnina á hið góða samfélag. Ekki er deilt um trúarbragðafræðslu. Námskrá grunn- skóla er skýr og henni er fylgt eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað. Deilurnar standa um þann félagslega umbúnað sem trú og trúariðkun nemenda er sniðið af skóla og menntayfirvöldum. Aðgerðir borgarinnar beinast að því starfi trúfélaga með börnum og unglingum sem getur flokkast sem boðun og skarast við tíma og rými skólans. Hér má nefna fermingarstarf sem krefst sveigjanleika frá hefðbundnu skólastarfi og tilboð um kirkju- starf í skipulögðum frístundum skólabarna. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar byggir á þeirri sýn að trúin sé eitt af því mikilvæga í lífi manneskjunnar og þar með í samfélaginu. Gagnrýna má borgar- yfirvöld fyrir að taka trúna út fyrir ramm- ann og setja önnur viðmið fyrir tengsl trú- félaga og skóla en íþróttahreyfinga, skáta og tónlistarskóla. Þjóðkirkjan er stærsta trúfélagið í Reykjavík og á landinu öllu. Að mörgu leyti hefur kirkjan gengið hreint til verks. Hún hefur markað sér stefnu um aðgreiningu fræðslu sem er á ábyrgð skólans og boðun- ar sem kirkjan sinnir. Forsvarsmenn sókna og hverfisskóla hafa einnig nálgast málið af ábyrgð og virðingu fyrir ólíkum sjónar- miðum og fundið leiðir til að umgangast hið trúarlega sem hluta af fjölbreytileika sam- félagsins. Samtalið um hið góða samfélag og hlut- verk trúarinnar heldur áfram í kirkju, skóla og borg. Áskorunin er að draga úr tor- tryggni og efla traust. Aðferðin er samtal og hlustun með visku og skilningi. Samtal um trú og samfélag Trúmál Árni Svanur Daníelsson prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar byggir á þeirri sýn að trúin sé eitt af því mikilvæga í lífi manneskjunnar og þar með í samfélaginu. Hver er munurinn á óðum byssumanni og ökuníðingi undir áhrifum fíkniefna? Byssa eða bíll? Í verðlaun er vegleg gjafakarfa að verðmæti 5.000 kr. frá Te og kaffi . Flókið svar Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, lagði fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til efnahags- og viðskiptaráðherra 4. október. Hún vill fá að vita hvort fjármögnunarfyrir- tæki séu í raun réttmætir eigendur bíla sem fólk þarf að gera skil í skattframtölum. Eygló spyr einnig hvaða úrræði stjórnsýslan hafi til að bregðast við ef um brot sé að ræða. Líklega bíða margir spenntir eftir svari ráðherra en þeir þurfa að bíða nokkra hríð enn, því tilkynnt hefur verið að svar frestist á ný og berist ekki fyrr en 5. desember. Mikilvæg spurning Fyrirspurn Eyglóar er dæmi um hve mikilvægu hlutverki óbreyttir þingmenn stjórnarandstöðunnar geta gegnt. Málið varðar tugþúsundir fólks og getur gjörbreytt fjárhagsstöðu þess til muna. Samkvæmt þing- sköpum skal skriflegum fyrirspurnum svarað eigi síðar en 15 dögum eftir að þær hafa verið samþykktar. Svo flókið mál getur þurft lengri tíma til úrvinnslu en sé svarið afgerandi er vel þess virði að bíða. Viðkvæm lund stjórnarandstöðu Stjórnarandstæðingar keppast nú hver um annan þveran við að jesúsa sig yfir stöðu Jóns Bjarna- sonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, og þýfga hvern ráðherrann á fætur öðrum um yfirlýsingar og tala í vandlætingartón um stöðuna. Merkilegt hefur verið að fylgjast með þessum ummælum en varla getur það skipt stjórnarandstæðinga höfuðmáli hvort þessi eða hinn stjórnarliðinn situr í ráðherrastóli, eða hvað? kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.