Fréttablaðið - 02.12.2011, Page 30

Fréttablaðið - 02.12.2011, Page 30
30 2. desember 2011 FÖSTUDAGUR Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almanna- tryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan krepp- an skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launa- breytingar samkvæmt kjara- samningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upp- hæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögum Þessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostn- aði, sem í mörgum tilvikum, teng- ist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrir- huguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalags- ins þann 23. nóvember síðastlið- inn, á fundi daginn eftir með vel- ferðarráðherra og á fundi með velferðar nefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjár- lögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftir- taldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: ● Mæðra- og feðralaun ● Umönnunargreiðslur ● Meðlagsgreiðslur ● Barnalífeyrir ● Barnalífeyrir vegna náms ● Uppbætur vegna reksturs bif- reiða Frysting á frítekjumörkum Ekki hefur tekist að telja ráða- mönnum hughvarf varðandi fryst- ingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir rétti- lega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjur Til upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorku- lífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarks tekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sára- fáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sér- stök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokk- inn krónu á móti krónu. Um þriðj- ungur öryrkja fær þennan bóta- flokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkj- ar hafa þurft að taka á sig mikl- ar hækkanir á kostnaði við heil- brigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðis- kostnaður er hár. Orð skulu standa Minnt er á að öryrkjar urðu fyrst- ir fyrir skerðingum þegar banka- hrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til sam- ræmis við 69. gr. almannatrygg- ingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niður- skurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Fjárlögin 2012 og bætur – er breytinga að vænta? Um leið og Heilsuhringur-inn og Heilsufrelsi, sam- tök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmuna aðilar lyfja- markaðarins sendi velferðar- ráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðin- um“, eins og fram kemur í Frétta- blaðinu 14. nóvember sl. Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúru- vara og fæðubótarefna. Það skýtur skökku við að hags- munaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir nátt- úruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmarg- ir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjár- hagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfja- markaðarins. Eins og alkunna er hefur lyfja- kostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verst- ur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávís- að á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahring- ur sem leiðir til enn meiri lyfja- notkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins. Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslend- ingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitn- eskju almennings um afdrifa ríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifa ríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð, svæðameðferð, Bowen- tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðni- tækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana. Heilsuhringurinn og Heilsu- frelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi 1. Að dregið verði úr notkun verk- smiðjuunninna lyfja í heil- brigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga. 2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar. 3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringar- efna og hómópatískra remedía. 4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast. 5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjör- lækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækn- ingum. Miðað við fréttir undan- genginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðis þjónustu. Slegið á puttana á hagsmuna- aðilum lyfjamarkaðarins Það væri tilvalið fyrir ráð-herra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arð- semin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpna- gjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að grein- in gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálf sjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunar búnaði frá víkinga sveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðar- lögin sem fengju að njóta þess- ara auðæfa. Með þessu fyrir- komulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótel- keðjum, bílaumboðum, öryggis- fyrirtækjum, þyrlum, pizza- fyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthías- son og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvóta- stýringar LÍÚ. Til að ná veð- setningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruð- um milljarða þegar margfeld- isáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálf- bær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunar stofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir. Auðlindanýting í anda LÍÚ Auðlindir Vilhelm Jónsson fjárfestir og fyrrverandi atvinnurekandi Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Velferðarmál Lilja Þorgeirsdóttir Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands Heilbrigðismál Ingibjörg Sigfúsdóttir formaður Heilsuhringsins Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir ritari Heilsufrelsis Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.