Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 54
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR38 Fimm verk eftir sjö höfunda eru tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í flokki fræðirita. Morkinskinna, sam fjallar um sögu Noregskonunga á elleftu og tólftu öld, kom út á vordögum í ritstjórn Ármanns Jakobssonar og Þórðar Inga Guðjónssonar. Góður matur, gott líf kom út í haust en þar fjalla Inga Elsa Bergþórs dóttir og Gísli Egill Hrafnsson um öflun, rækt- un og með höndlun á ýmiss konar árstíðarbundnu hráefni. Landnám eftir Jón Yngva Jóhannes son er til- tölulega ný útkomin en þar bregð- ur höfundurinn ljósi á ævi Gunn- ars Gunnars sonar rithöfundar. Bók Páls Björnssonar sagnfræð- ings, Jón forseti allur?, kom út í tengslum við 200 ára afmælis Jóns Sigurðs sonar, en þar gerir Páll grein fyrir hvernig lands- menn hafa hagnýtt sér minningu Jóns með fjölbreyttum hætti allt frá andláti hans. Ríkis fang: Ekk- ert kom út í haust en þar segir Sigríður Víðis Jónsdóttur sögu átta palestínskra fjölskyldna sem flúðu skelfilegar aðstæður í Al Waleed- flóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi. Þetta er fyrsta tilnefning allra höfundanna til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Þrjár til- nefndar bækur, Landnám, Góður matur, gott líf og Ríkisfang ekk- ert, koma út á vegum Forlagsins. Sögufélag gefur út bók Páls en Hið íslenzka fornritafélag gefur út Morkinskinnu. Dómnefnd skipuðu Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands sem var jafn- framt formaður nefndarinnar, Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, og Auður Styrkárs dóttir, Af höfundunum fimm sem til- nefndir eru til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta hafa þrír hlot- ið verðlaunin áður; Jón Kalman Stefáns son fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin 2005; Hall grímur Helgason fyrir Höfund Íslands 2001; og Steinunn Sigurðar dóttir fyrir Hjartastað árið 1995, en þetta er í fyrsta sinn sem Stein- unn er tilnefnd til verðlaunanna. Guðrún Eva Mínervudóttir var til- nefnd til verðlaunanna fyrir Skap- arann 2008 en þetta er fyrsta til- nefning Oddnýjar Eirar. Jarðnæði er hennar þriðja skáldsaga. Tvö forlög skipta með sér til- nefningunum í ár. Bjartur getur vel við unað í ár, þar á bæ koma út þrjár skáldsögur fyrir fullorðna í ár og allar eru þær tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunann. Hallgrímur Helgason og Guðrún Eva eru á vegum Forlagsins. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn í 22 ára sögu Íslensku bókmennta- verðlaunanna sem konur fá meiri- hluta tilnefninga í flokki fagurbók- mennta. Eingöngu skáldsögur eru tilnefndar í ár, engar ljóðabækur eða smásagnasöfn. Dómnefnd skipa Árni Matthías- son, blaðamaður á Morgunblaðinu sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússin á RÚV, og Þorgerður Elín Sigurðar- dóttir, bókmenntafræðingur og útvarpsmaður á RÚV. FAGURBÓKMENNTIR Íslensku bókmenntaverðlaunin ÍSLENSKU ÞÝÐINGARVERÐLAUNIN ● Guðrún Eva Mínervudóttir Allt með kossi vekur ● Hallgrímur Helgason Konan við 1000° ● Jón Kalman Stefánsson Hjarta mannsins ● Oddný Eir Ævarsdóttir Jarðnæði ● Steinunn Sigurðardóttir Jójó TILNEFNINGAR – FAGURBÓKMENNTIR 38 menning@frettabladid.is Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda ráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku þýðingar- verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Gerður Kristný og Bergsveinn Birgisson eru tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands. Fátt kemur á óvart í tilnefningum til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í flokki skáldrita. VERÐLAUNAVERTÍÐIN HAFIN Tilnefnt var til Íslensku þýðinga- verðlaunanna 2011 samhliða til- nefningum til Íslensku bókmennta- verðlaunanna er tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðinga- verðlaunna. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýð- ingaverðlaununum, sem verða afhent á Bessastöðum á degi bókar- innar, 23. apríl næstkomandi. Eftir- farandi bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011. FRÆÐIRIT OG RIT ALMENNS EÐLIS – Íslensku bókmenntaverðlaunin ● Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson Morkinskinna, I. og II. bindi ● Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson Góður matur, gott líf – í takt við árstíðirnar ● Jón Yngvi Jóhannsson Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar ● Páll Björnsson Jón forseti allur? Táknmyndir þjóð- hetju frá andláti til samtíðar ● Sigríður Víðis Jónsdóttir Ríkisfang: Ekkert – Flóttinn frá Írak á Akranes TILNEFNINGAR – FRÆÐIRIT OG RIT ALMENNS EÐLIS BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS – AÐRAR TILNEFNINGAR DANMÖRK Vibeke Grønfeldt Livliner Janina Katz Skrevet på polsk FINNLAND Gösta Ågren I det stora hela Saila Susiluoto Carmen NOREGUR Øyvind Rimbereid Jimmen Merethe Lindstrøm Dager i stillhetens historie SVÍÞJÓÐ Katarina Frostenson Flodtid Eva-Marie Liffner Lacrimosa FÆREYJAR Hanus Kamban Gullgentan GRÆNLAND Tungutaq Larsen Nittaallatut ÁLANDSEYJAR Leo Löthman Transportflotte Speer Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttir og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson eru tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs en tilnefningar voru kunngjörðar í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í gær. Báðar bækurnar voru til- nefndar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í fyrra og hreppti ljóðabók Gerðar hnossið. Íslensku dómnefndina skipa Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son rithöfundur og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Sigrún Eldjárn rithöfundur er varamaður. Tilkynnt verður um sigurvegarann á þingi Norðurlandaráðs í apríl. FLOTT Á ÞVÍ Guðrún Vilmundardóttir, sem tók við tilnefningunni fyrir hönd Steinunnar, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson og Guðrún Kristjánsdóttir, sem tók við tilnefningunni fyrir Oddnýju Eir dóttur sína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BESTU ÞÝÐINGARNAR Jón St. Kristjánsson, Hermann Stefánsson, Gyrðir Elíasson, Pétur Gunnarsson og Bjarni Jónsson tóku við tilnefningum fyrir þýðingar ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GERÐUR OG GUÐRÚN Gerður Kristný og Guðrún Vilmundardóttir, sem tók við til- nefningunni fyrir hönd Bergsveins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TILNEFNINGAR – FRÆÐIRIT OG RIT ALMENNS EÐLIS ÞÝÐANDI ÚTGEFANDI Andarsláttur eftir Hertu Müller Bjarni Jónsson Ormstunga Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya Hermann Stefánsson Bjartur Regnskógabeltið raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss Pétur Gunnarsson JPV útgáfa Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift Jón St. Kristjánsson Mál og menning Tunglið braust inn í húsið. Ljóð eftir marga höfunda Gyrðir Elíasson Uppheimar FRÆÐIHÖFUNDAR Höfundar fræðirita og rita almenns efnis tóku við tilnefningum í Listasafni Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LEIÐSÖGN UM ÞÁ OG NÚ Sunnudaginn 4. desember klukkan 14 verður leiðsögn um sýninguna Þá og nú sem sett hefur verið upp í Listasafni Íslands í tilefni hinnar viðamiklu útgáfu Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upp- hafs 21. aldar. Einn af höfundum 4. bindis, Gunnar J. Árnason listheimspekingur, mun leiða gesti um sýninguna og ræða um þróun íslenskrar myndlistar og tengsl við erlenda strauma og stefnur með áherslu á síðari hluta 20. aldar. forstöðukona Kvennasögusafns Íslands. Forseti Íslands afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum um mánaðamót janúar og febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.