Fréttablaðið - 02.12.2011, Page 58

Fréttablaðið - 02.12.2011, Page 58
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR42 Hjónabandssæla Fös 02 des. kl 20 Fös 09 des. kl 20 Lau 10 des. kl 20 Sun 11 des. kl 20 Fös 06 jan. kl 20 Lau 07 jan. kl 20 Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Lau 03 des kl 22.30 Fim 08 des kl 22.30 Fim 15 des kl 20.00 aukas Fös 16 des kl 22.30 aukas HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 2. desember 2011 ➜ Gjörningar 16.00 Sigríður Soffía Níelsdóttir sýnir dansgjörninginn Hreyfingar flugdreka í D-sal Hafnarhússins en viðburðurinn er hluti af sýningu Bjarkar Viggósdóttur, Flugdrekar. ➜ Tónleikar 12.00 Svavar Knútur syngur fyrir gesti aðventudagskrár í Menningar- og félags- miðstöðinni Aflagranda 40. Kaffiveiting- ar á góðu verði og enginn aðgangseyrir. 12.15 Garðar Cortes og píanó- leikarinn Robert Sund deila uppáhalds- lögum sínum með áheyrendum á Kjarvalsstöðum. Létt og jólaleg dagskrá. Aðgangseyrir er kr. 1.000, frítt fyrir eldri borgara og námsmenn. 17.30 Tékkneski tónlistarmaðurinn og tónskáldið Dikolson heldur tónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Allir velkomnir. 20.00 Afmælispartí hljómsveitarinnar In Memoriam, að hætti þungaviktar rokkara. Fjör og uppistand í boði Leifs Leifssonar fram að tónleikum sem hefj- ast klukkan 23:30. Fram koma Bootlegs, In Memoriam, Dark Harvest og Bastard. Aðgangur ókeypis. 20.00 Sönghópurinn Norðurljós heldur Jólatónleika í Guðríðarkirkju. Ásamt þeim koma fram Kirkjukór Guðríðar- kirkju, Kvennakór Kópavogs, Strætó- kórinn og Brass Kvintett. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Útvarpsstöðin Flass 104,5 held- ur upp á sex ára afmæli sitt með pompi og prakt í dag. Ný og glæsi- leg heimasíða fer í loftið, Flass.is, ásamt sjónvarpsstöðinni Flass TV og í kvöld verður partí á skemmti- staðnum Esju í Austurstræti fyrir boðsgesti. „Þetta verður alhliða afþrey- ingarmiðill fyrir ungt fólk,“ segir útvarpsstjórinn Ómar Vilhelms- son um heimasíðuna. Ný dagskrá lítur einnig dagsins ljós ásamt því að nýir útvarpsmenn ganga til liðs við stöðina, þau Friðrik Fannar Thorlacius, eða Frigore, sem snýr heim af FM957 ásamt Kristínu Ruth Jónsdóttur og einn- ig söngdívan Íris Hólm. Í partí- inu í kvöld spila plötusnúðar frá Flassi, hljómsveitin Sykur og Emmjé Gauti taka lagið og leyni- gestur mætir á svæðið. Nýr eigandi Flass heitir Karim Djermoun. Hann á líka Go- kart brautina í Garðabæ og Jet- ski leigu og kemur greinilega með ferska vinda inn í Flass. „Við horfum björt inn í framtíð- ina,“ segir Ómar og bætir við að útvarpsstöðin sé fyrir ungt fólk á öllum aldri. „Hópurinn 15 til 30 ára er aðalhópurinn en ef fólk vill halda sér ungu þá hlustar það á okkur.“ - fb Heimasíða og sjónvarp hjá Flassi FLASS-FÓLKIÐ Útvarpsmennirnir á Flass 104,5 eru alltaf jafnhressir. 20.00 Kristjana Stefáns og Svavar Knútur fagna útgáfu hljómplötunnar Glæður með tónleikum í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Miðaverð er kr. 2.000. 20.00 Jólatónleikar í tónleikaröðinni Söngfuglum, með þeim Jönu Maríu og Ívari Helgasyni, fara fram í Salnum í Kópavogi. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Stórsveitin Dikta spilar fyrir gesti á Bar 11. Aðgangur er ókeypis í boði Tuborg og Bar 11. 22.00 Gímaldin og félagar halda útgáfutónleika á Obladí-Oblada Frakka- stíg 8. Aðgangur ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Leiksýningin Alvöru menn er sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Leikritið Eftir lokin eftir Dennis Kelly er sýnt í Tjarnarbíói. Miðaverð kr. 3.200. 21.00 Uppistands einleikurinn Dagbók Önnu Knúts - Helförin mín er sýndur í Gaflaraleikhúsinu, Hafnarfirði. 22.00 Pörupiltar og Viggó og Víóletta sýna gamanleikinn Uppnám í Þjóðleik- húskjallaranum. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Opnanir 17.00 Myndlistaskólinn í Reykjavík býður á opnun sýningar nemenda í mótun - leir og tengdum efnum í Norræna Húsinu. ➜ Uppákomur 12.34 Jóladagatal Norræna hússins fer fram daglega fram að jólum. Óvænt dagskrá er hverju sinni og eru allir hvattir til að kíkja við í Norræna húsið í hádeginu, taka þátt og njóta. Það verður spennandi að sjá hvað leynist í dagatalsglugganum hjá þeim í dag. 15.00 Kaolin gallerí mun fagna ásamt Auði í Náttúru Íslands árs afmæli galler- ísins og hringja inn jólin með heitu kaffi og köku. 15% afsláttur af öllum vörum. ➜ Bókmenntir 17.00 Útgáfugleði í tilefni af útgáfu bókarinnar Agnar Smári - Tilþrif í tón- listarskólanum eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur í Sölku, Skipholti 50c. ➜ Tónlist 00.00 Dj Gay Latino Man spilar hressa tónlist fram eftir nóttu á Prikinu. 22.00 Tónleikar með Reykjavík! og Ben Frost á Kaffibarnum. Plötusnúðarnir Lím Drím Tím þeyta skífum og syngja að tónleikunum loknum. 22.00 Dj Make Dance þeytir skífum á Bakkusi. 23.00 Tónleikaröðin Svínaríið heldur áfram á Faktorý. Fram koma Emmsjé Gauti, IMMO og Opee. Aðgangur ókeypis í boði Monitor og Tuborg. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari heldur hádegisfyrirlestur við tón- listardeild LHÍ í Sölvhóli. Spjallað verður um eitt og annað sem varðar störf og umhverfi tónlistarmanna, meðleikara, kennara og uppalenda. ➜ Dans 20.00 Á, nýtt dansverk eftir Valgerði Rúnarsdóttur í flutningi þeirra Snædísar Lilju Ingadóttur, Unnar Elísabetar Gunn- arsdóttur og Valgerðar Rúnarsdóttur verður sýnt í Norðurpólnum, Sefgörðum 3. Miðaverð er kr. 1.800. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Ég mæli með Dagbók Önnu Knúts,“ segir kvik- myndagerðarmaðurinn Helgi Jóhannsson. Anna Knútsdóttir sýnir í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. „Ég fílaði aðallega hvað hún fór yfir strikið. Hún hefur hreðjar, konan.“ Helgi bjóst við rólegra uppistandi en raun bar vitni, en spurður hvort hún hafi sært blygðunar- kennd hans svarar hann neitandi. „En hún var oft ansi nálægt því.“ Gott í leikhúsi: Helgi Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður Anna Knúts hefur hreðjar „Við erum öll að gera sitthvorn heimska hlutinn. Við borðum bara drasl og horfum bara á drasl,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki Hljómsveitarinnar Ég. Sveitin hefur gefið út sína fjórðu plötu, Ímynd fíflsins. Þar syngur Róbert Örn um heimsku, kónga- fólk, manninn og tengingu hans við sauðkindur og Hollywood-ást. Mynd af Róberti Erni sjálfum er á umslaginu. „Ég er ekki að þessu til að vera frægur,“ segir hann, spurður um myndina. „Ég er pínu- lítið heppinn með það að stundum get ég fylgst með samfélaginu eins og ég sé gestur. En ég viðurkenni það reyndar oft á þessari plötu að ég er fíflið. Ég er ekkert að tala niður til fólks. Maður verður að viðurkenna að maður sé heimsk- ur svo maður geti verið gáfaður,“ segir Róbert Örn, spekingslega. Ímynd fíf lsins hefur að geyma þrettán grípandi rokk- lög. Hún er metnaðarfyllsta plata Hljómsveitar innar Ég, að mati Róberts Arnar. Það veit á mjög gott því síðustu tvær plötur sveitarinnar, Plata ársins og Lúxus upplifun, voru tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Róbert Örn var einnig tilnefndur sem texta- höfundur ársins. Lúxus upp lifun hlaut jafnframt plötuverðlaun Kraums í fyrra. Næstu tónleikar Hljómsveitar- innar Ég verða á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og Gamla-Bauki á Húsavík á laugardagskvöld. Róbert Örn lofar góðri skemmtun og tekur fram að bandið sé kraft- mikið á tónleikum og hljóðfæra- leikararnir þrautþjálfaðir. - fb Viðurkenni oft að ég er fíflið HLJÓMSVEITIN ÉG Róbert Örn, fyrir miðju, ásamt Baldri Sívertsen Bjarnasyni gítar- leikara og Arnari Inga Hreiðarssyni bassaleikara. Á myndina vantar Örn Eldjárn Kristjánsson og Andra Geir Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.