Fréttablaðið - 02.12.2011, Síða 64

Fréttablaðið - 02.12.2011, Síða 64
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR48 Áfellur með gluggum 320 m Vatnsbretti 240 m Klæðning flata 470 m2 Enunýjun glers 10 m2 Þéttingar milli timburs og steins 500 m Málun karma og pósta 900 m Nýmálun steyptra flata 25 m2 VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA fiverholt i 2 • 270 Mosfellsbær Sími 525 6700 • mos@mos.is • www.mos. is Útboð Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið: Eldri deild Varmárskóla, Klæðning útveggja. Verkið felst í klæðningu eldri deildar Varmárskóla með stálklæðningu ásamt lagfæringum á steyptum stoðveggjum við skólann. Einnig á að yfirfara og lagfæra alla glugga á húsinu. Verkinu skal lokið fyrir 1. maí 2012. Geisladiskur sem inniheldur útboðsgögn verður afhentur í afgreiðslu Verkfræðistofunnar Eflu á Höfðabakka 9, 110 Reykjavík og í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar í Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ frá og með þriðjudeginum 6. desember nk.,. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Mosfellsbæjar Þverholti 2, þriðjudaginn 20. desember 2011 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Helstu magntölur eru: Fyrir tuttugu og fimm árum kom kvikmyndagerðar- maðurinn Christopher Newman fyrst til Íslands vegna sjónvarpsþáttanna Nonna og Manna. Hann hefur hins vegar lítið fylgst með framgangi aðal- stjörnu þáttarins, Garðars Thor, á óperusviðinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Newman um Game of Thrones, velgengni þátt- anna og framtíð þeirra hér á landi. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu er áhugi fyrir hendi hjá tökuliði Game of Thrones að koma aftur hingað og gera hér fleiri þætti. „Ef okkur vantar snjó þá veit ég um besta staðinn. En ég hef líka léð máls á því að koma hingað að sumri, kannski bara með lítið tökulið og taka eitthvað upp við Skógarfoss,“ segir Newman en framleiðendur þáttanna, sem eru staddir hér á landi, hafa verið að skoða hentuga tökustaði. „Það er ekki hægt að leggja mat á landslag með ljósmyndum, maður verður að upplifa það. Þegar allt kemur til alls snýst þetta hins vegar auðvitað um fjárhagsáætlunina og það er alltaf dýrara að fara til annars lands og taka upp. Að endingu hef ég ekkert um málið að segja heldur verður þetta ákveðið af stjórnend- um HBO.“ Atriðin sem nú er verið að taka upp hér á landi verða sýnd í seinni hluta annarrar þáttaraðar- innar. Newman er reynslubolti í kvik- myndaheiminum og hefur unnið við kvikmyndir á borð við Star Wars: The Phantom Menace, The Remains of the Day og Mamma Mia!. Hann þykir ákaflega snjall í að finna réttu tökustaðina og það kom sér vel þegar aðstandendur Game of Thrones vantaði alvöru snjó og kulda. Newman á nefnilega í miklu ástarsambandi við Ísland, hann er giftur búningahönnuð- inum Önnu Ásgeirsdóttur en þau kynntust við gerð Nonna og Manna og saman eiga þau tvö börn. Þau koma hingað um hver jól og New- mann viðurkennir að hann gæti vel hugsað sér að eyða hér ævidögun- um þegar hann sest í helgan stein. „En ég veit auðvitað ekkert hvern- ig það er að búa hérna allt árið,“ segir Newman. Fréttablaðið hitti á hann á loka- degi takanna við Svínafellsjökul. Þaðan var förinni heitið til Fjalls- lóns og svo Höfðabrekkuheiði við Vík í Mýrdal. Newman segist hins vegar lítið hafa fylgst með aðal- stjörnu Nonna og Manna, Garðari Thor. Hann hafi þó komið í hádeg- ismat til þeirra hjóna þegar Garðar söng eitt aðalhlutverkanna í Phan- tom of the Opera í London. „Frændi konunnar minnar er óperusöngv- ari og ég hef svona aðeins fylgst með Garðari í gegnum hann,“ segir Newman og hlær. Newman kynntist Snorra Þóris- syni, eiganda Pegasus sem þjón- ustar tökulið Game of Thrones, við gerð íslensku kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhann- esdóttur. Og hann segist alltaf hafa haft mikla trú á íslenska tökuliðinu þegar ákveðið var að koma hing- að. „Við hefðum ekki þurft að koma með svo mikið af starfsfólki hing- að því íslensku starfsmennirnir eru alveg einstakir. En menn vildu ekki taka áhættuna. Fólkið sem er í aðstoðarstörfunum er alltof hæft til að sinna þeim en það vildi bara fá að vera með. Og það er virðinga- vert.“ segir Newman. Game of Thrones hafa notið feikilegra vinsælda en Newman segist ekkert hafa velt þeim fyrir sér þegar þættirnir byrjuðu. „Hins vegar eru það gömul sannindi og ný að ef maður er með flottar persónur og góða sögu þá gerist þetta nánast sjálfkrafa. Þættirnir eru líka svo fjölbreyttir og höfða til svo margra. Maður þarf ekki að vera áhugamaður um miðaldir eða ævintýri til að hafa gaman af þeim.“ Íslendingarnir eru einstakir REYNSLUBOLTI Chris Newman er mikill reynslubolti í kvikmyndaheiminum og hefur unnið við Star Wars og Mamma Mia!. Hann segist vel geta hugsað sér að eyða ævidögunum hér á landi og bindur vonir við að fallist verði á fleiri tökudaga hér á landi fyrir Game of Thrones. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er það frábært framtak að það kallar á stuðning,“ segir Jakob Einar Jakobsson, rekstrarstjóri og eigandi veitingastaðarins Munn- hörpunnar, sem er á fyrstu hæð Hörpu. Jakob er ættaður að vestan eins og Mugison og segist strax hafa fundist þau verða að taka á einhvern hátt þátt í viðburðinum frá því að hann frétti af ókeypis tónleikum tónlistarmannsins, sem haldnir verða í Hörpu hinn 22. desember. „Ég hafði samband við pabba Mugison, en hann hefur haft putt- ana í hinni frægu fiskisúpu á Aldrei fór ég suður frá upphafi. Hann ætlar að koma til okkar og matreiða súp- una sem verður réttur dagsins hjá okkur á Munnhörpunni þetta kvöld.“ Ágóð- inn af súpunni mun svo allur renna til Mæðrastyrksnefndar og Jakob seg- ist vonast til að hann muni nýtast vel svona rétt fyrir jólin. Jakob segir að það liggi við að sam- viskubitið hafi ráðið förinni þegar hugmyndin fæddist. „Já, maður fékk næstum sam- viskubit yfir því að fá þenn- an frábæra listamann og þetta skemmtilega fram- tak inn í húsið. Mér fannst bara borðleggj- andi að sem flestir ættu að reyna að taka þátt í einhverju svona sem vekur upp sam- hug hjá fólki.“ - bb Sjá einnig síðu 51 Muggi eldar í Hörpu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.