Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 6
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR6 FRAKKLAND, AP Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, hlaut í gær tveggja ára skilorðs- bundinn fangelsisdóm fyrir fjár- drátt til að fjármagna starfsemi stjórnmálaflokks hans, PRP. Chirac, sem er 79 ára og heilsu- veill, var formaður flokksins frá 1977 til 1995, en þá var hann jafn- framt borgarstjóri í París. Chirac tók ekki þátt í réttarhöld- unum eftir að læknar sögðu hann plagaðan af alvarlegum minnis- glöpum og var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í gær. Hann hefur hins vegar oft vísað ásökun- um á hendur sér á bug. Í dómnum er Chirac sagður sekur um að hafa búið til gervi- störf innan stjórnmálaflokks síns og að hafa með því dregið flokkn- um opinbert fé, brugðist trausti almennings og átt þátt í ólöglegum hagsmunatengslum. Chirac er í hópi tíu manna sem sóttir voru til saka fyrir pólitíska spillingu. Hann var ekki lögsóttur fyrr vegna þess að árin 1995 til 2007 naut hann friðhelgi sem for- seti Frakklands. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til aldurs, heilsufars og stöðu Chiracs. Lögmaður Chiracs segir að farið verði vandlega yfir dóminn áður en tekin verður ákvörðun um hvort honum verður áfrýjað. - óká Tekið var mið af aldri og heilsu fyrrverandi forseta þegar refsing var ákvörðuð: Jacques Chirac fær tveggja ára dóm Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA LÖGREGLUMÁL Par sem var að koma frá Spáni í byrjun vikunn- ar reyndist vera með kókaín falið innvortis. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald fram á mánu- dag, en jafnvel er gert ráð fyrir að fólkið verði látið laust í dag þar sem rannsókn málsins hefur miðað mjög vel. Það var á mánudag sem mað- urinn og konan, sem bæði eru rúmlega þrítug, voru stöðvuð við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð. Fólkið var að koma með flugi frá Spáni með við- komu í Bretlandi. Grunur vakn- aði um að það væri með fíkniefni í fórum sínum, sem reyndist á rökum reistur við nánari skoðun. Lögreglan á Suðurnesjum hafði því fólkið í haldi þar til það skil- aði niður af sér samtals um 340 grömmum af kókaíni, sem það hafði komið fyrir í pakkningum innvortis. Fólkið, sem er íslenskt og búsett á Suðurnesjum, hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarna daga. Það hefur komið við sögu hjá lög- reglu, en brotin munu vera fá og í léttvægari kantinum. - jss KÓKAÍN INNVORTIS Maðurinn og konan voru hvort um sig með um 170 grömm af kókaíni innvortis. Karlmaður og kona stöðvuð við hefðbundið eftirlit í Leifsstöð í vikunni: Par með hundruð gramma kókaíns JACQUES CHIRAC Forsetinn fyrrverandi í bíl sínum þegar mál á hendur honum var dómtekið í mars. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) skorar á stjórnvöld að lækka álögur á bif- reiðaeldsneyti og að falla frá hug- myndum um auknar álögur á elds- neyti um komandi áramót. Með þessu móti yrði komið til móts við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Fyrir Alþingi liggur lagafrum- varp um auknar álögur á eldsneyti. „FÍB hefur sent umsögn sína um þetta hækkanafrumvarp til allra alþingismanna [...] og skorar á þá að hætta við þetta glapræði,“ segir á vef FÍB. - óká FÍB skorar á stjórnvöld: Glapræði að auka álögurnar EFNAHAGSMÁL Versta niðurstaða fyrir íslenska ríkið, úr mála- rekstri fyrir EFTA-dómstólnum, væri að íslenska ríkið þyrfti að greiða dráttarvexti af allri fjár- hæð sem var inni á reikningum Breta og Hollendinga þegar þeim var lokað. Þetta er niðurstaða greiningarfyrirtækisins IFS. Fyrirtækið kemst að þeirri niður stöðu að vextir, vegnir miðað við hlutfall innstæðna, yrðu um 8,3 prósent. Beri íslenska rík- inu að greiða dráttarvexti af lág- markstryggingunni hafa þegar safnast um 183 milljarðar króna. Verði niðurstaðan sú að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast allar innstæður á reikningunum, líkt og gert var í tilfelli reikninga innan lands, þarf að greiða drátt- arvexti af 1.150 milljörðum króna. Þegar hafa safnast upp 312 millj- arðar króna í dráttarvexti, verði sú raunin. Rétt er að ítreka að hér er verið að tala um verstu mögulegu niður- stöðu úr dómsmálinu. Ekki er gert ráð fyrir að niður- staða fáist í dómsmálinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Tapi Íslendingar málinu þurfa Bret- ar og Hollendingar að sækja rétt sinn fyrir íslenskum dómstólum. Annar möguleiki er að stjórnvöld virði niðurstöðuna og greiði út samkvæmt henni. Greiningarfyrirtækið telur að óvissan sem fylgi dómsmálinu eigi eftir að auka áhættuálag á íslensk- ar stofnanir og fyrirtæki. Það gæti átt við skuldatryggingará- lag á skuldabréf íslenska ríkisins. Þá muni draga úr beinni erlendri fjárfestingu og krafti íslensks efnahagslífs almennt næstu árin. „Enn fremur á þetta eftir að minnka tiltrú á íslenskt banka- kerfi og skuldabréfaútgáfu bank- anna. Þar með tefst sala þeirra eða skráning á markað. Þessar tafir ásamt neikvæðum áhrifum á þáttatekjujöfnuð, gengi krónunn- ar og verðbólgu eiga einnig eftir að tefja fyrir afnámi gjaldeyris- hafta,“ segir í greiningunni. kolbeinn@frettabladid.is Gæti þýtt milljarða vexti og minni tiltrú Versta mögulega niðurstaða úr málarekstri fyrir EFTA-dómstólnum getur þýtt mörg hundruð milljarða vexti á Ísland. Þá minnkar það tiltrú á íslenskt efna- hagslíf og gæti dregið úr erlendri fjárfestingu og framlengt gjaldeyrishöftin. SAMNINGAR FELLDIR Íslendingar felldu lög um Icesave-samningana í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verði ríkissjóður dæmdur til að greiða dráttarvexti, sem er allsendis óvíst, hefur þegar safnast upp krafa um að lágmarki 183 milljarða króna. Frá þjóðar- atkvæðagreiðslunni í mars 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ætlar þú að kaupa íslenskt jólatré? JÁ 19,5% NEI 80,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú svikið undan skatti á árinu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.