Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 54
Fleiri myndir á Facebook Opið til kl 22 til jóla Helgarfjör í Flash afsláttur af öllum vörum* *Nema af sparikjólum Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Jólatilboð 40-50% afsláttur af völdum vörum (Kjólar, tunicur, ermar og fl.) Stærðir 40-60 Flott jólaföt fyrir flottar konur LOGYehf. Sími 661-2580. Sendum í póstkröfu. M ADE IN USA NÝJASTA NÝTT Þú flýgur með fiðring í maganum. Margverðlaunaður sleði. Fyrir 5 ára og upp úr. Verð 11.900 kr. Fæst einungis á 1. hæð Kringlunar v/ jólatréð. Sleðinn var valinn leikfang USA 2009 og 2010 Jólabasar verður opnaður í Nýlistasafninu á laugardaginn klukk- an 12. Þar verða verk eftir fjölmarga listamenn og verður margt forvitnilegt í boði: Teikningar, málverk, abstrakt strengjabrúður og saumaðar brúður, hljóðverk, þrívíð verk og bækur. Fangarnir í trénu er sjálfstætt framhald bókarinnar Galdra- steinninn sem höfundur, Harpa Dís Hákonardóttir, gaf út aðeins 16 ára gömul. Ævintýrin sem söguhetja bókanna lendir í eiga sér stað í Álfheimum, þar sem skuggalegar verur verða á vegi Erlu sem leggur í hættuför úr mannheimum. Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur þótt ná að fanga einhvern dular fullan og í senn spennandi tón í mörgum sínum bókum og tvinna saman sam- tíma og fortíð. Í ár kemur út bókin Ríólítreglan, en á skólaferðalagi í Landmannalaugar hverfur kennari og í framhaldinu gerast ótrúlegir atburðir. Önnur bók með dularfullum undirtón er Náttúrugripa- safnið eftir Sigrúnu Eldjárn. Rúnar er beðinn um að ferja dularfullan pakka frá New York til Íslands og á meðan fá vinir Rúnars aðra undarlega sendingu úr fjarlægri heims- álfu. Upp á líf og dauða er óvenjuleg spennusaga, fyndin og alvarleg í senn, en í henni er tekið á efnum sem alla varðar; þunglyndi og sjálfsvígshættu unglinga. Hrönn finnur bréf sem vekur með henni óhug um að bréfrit- ari ætli að fyrirfara sér og hefst leitin að þeim sem skrifaði bréf- ið. Jónína Leósdóttir er höfund- ur hennar. Meðal annarra spennandi bóka fyrir yngri kynslóðina má nefna bókina Agnar Smári – Tilþrif í tónlistarskólanum, sem gerist í óhefðbundnu söguumhverfi; tónlistarskóla. Agnar Smári er fyrsta bók Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur, en í henni upp- lifir sjö ára strákur undarlegan dag í tónlistarskólanum ásamt vini sínum. Þeir vinir uppgötva dularfulla hluti í krókum og kimum skólans. Þá er þriðja bókin um forseta Íslands eftir Gerði Kristnýju komin út; Forsetinn, prinsess- an og höllin sem svaf, og er hún sannkölluð ævintýrabók. For- setinn skellir sér á krýningar- hátíð foreldra prinsessunnar vinkonu sinnar í Noregi og á síðan sjálfur afmæli meðan á ferðalaginu stendur. Þrjár bækur þar sem dýr eru aðalpersónur koma út fyrir þessi jól. Söngur guðfuglsins eftir Ísak Harðarson fjallar um fjóra litla unga í Hljóm- skálagarðinum sem leita meðal annars svara við spurningunni um til hvers fuglar séu. Þá er fluga aðalhetja bókar Bryn dísar Björgvins- dóttur; Flugan sem stöðvaði stríðið, en bókin hlaut Íslensku barnabóka verðlaunin 2011. Kötturinn Keli lendir síðan í honum kröppum í bókinni Keli minn sem hvarf eftir Ingibjörgu Ferdinandsdóttur. Eigandi Kela, Haf- steinn 9 ára, er ekki síður söguhetja bókarinnar. juliam@frettabladid.is Spennandi barnabókajól Jólin þykja vera spennandi í meira lagi fyrir börn og unglinga en þó nokkrir íslenskir barnabókahöfundar senda frá sér bækur þar sem söguhetjur lenda í ótrúlegri atburðarás. Fréttablaðið leit í nokkrar bækur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.