Fréttablaðið - 16.12.2011, Síða 64

Fréttablaðið - 16.12.2011, Síða 64
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR44 MORKINSKINNA Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram að valdatöku Sverris Sigurðarsonar seint á 12. öld, en niðurlagið er glatað. Hér er á ferð elsta rit þar sem saga margra konunga er rakin ítarlega. Morkinskinna er hér í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenningi, með ítarlegum formála og skýringum. Myndir og kort prýða útgáfuna. Við óskum þeim Ármanni Jakobssyni og Þórði Inga Guðjónssyni til ham ingju með tilnefninguna. Nánari upplýsingar um heildarútgáfu Íslenzkra fornrita er að finna á www.hib.is TVÖ NÝ BINDI ÍSLENZKRA FORNRITA krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Litla skrímslið er mjög líkt mömmu sinni en segir hana stundum hrjóta eins og grjótmulningsvél. Stóra skrímslið býr hjá pabba sínum sem er frábær sundkappi. Bækur ★★ Sagan sem varð að segja Þorfinnur Ómarsson og Ingimar H. Ingimarsson Veröld Kusk á hvítflibba Flestir tengja Ingimar Hauk Ingimarsson við Björgólfsfeðga. Hann er mað- urinn sem heldur því fram að þeir hafi svikið af honum rússnesku bjórverk- smiðjuna sem gerði þá ríka. Því hefur ríkt nokkur eftirvænting eftir ævisögu hans. Saga Ingimars er um margt merkileg. Hann er mikill ævintýramaður og hefur farið víðar en flestir í alþjóðlegu viðskiptalífi. Áhrif hans á íslenskan arkitektúr og sýn hans á það fag og umgjörð þess eru áhugaverð. Það er líka skemmtilegt að lesa um mann sem hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði en ákveður að yfirgefa öryggið til að hella sér út í óræð, og oft á tíðum tilviljunarkennd, viðskipti í fjarlægum löndum sem fæstir myndu fara til í frí, hvað þá til að stunda viðskipti. Þetta er helsti kosturinn við sögu Ingimars. Ævintýramennskan. Sagan er þó á köflum afar brotakennd. Miklu púðri er til að mynda eytt í að leggja áherslu á hversu mikið æska hans, og sérstaklega samband við móður, hafði áhrif á það hvers konar maður hann varð. Þetta kemst illa til skila og lesandinn er í raun engu nær eftir fyrsta hluta bókarinnar um hvaða þættir í persónuleika hans mótuðust svona mikið á þessum upp- hafsárum. Ingimar er mjög áfram um að koma því til skila að í honum búi tveir persónuleikar, Ingimar annars vegar og Haukur hins vegar. Annar er frjór og fullur, hinn er skipulagður og edrú. Á bak við þessa skilgreiningu er greinilega djúp greining en henni er ekki komið nægilega skýrt á framfæri. Fyrir vikið verða tilvitnanir í þessa tvo persónuleika mun frekar til þess að rugla lesandann en að veita honum skýrari sýn á manninn Ingimar Hauk. Í gegnum alla söguna er mikið af endurtekningum. Á það jafnt við um atburði og ekki síst upplifanir og skoðanir Ingimars á þeim. Ég veit ekki hvort þetta var gert með vilja til að undirstrika ákveðin atriði eða hvort þetta er yfirsjón í yfirlestri. Hvort sem er þá er þetta hvimleitt. Þegar komið er í þann hluta bókarinnar sem snýst um alþjóðleg viðskipti Ingimars virðist honum umhugað að koma því á framfæri að hann sé stað- fastur prinsippmaður sem standi fyrir heiðarleika í viðskiptum. Samt vílar hann ekki fyrir sér að eiga viðskipti við herforingjastjórn í Bangladess, nýta sér viðskiptasambönd fyrrverandi áhrifamanna innan Kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi, að beinlínis múta háttsettum embættismönnum í Rússlandi með glansgjöfum til að smyrja fyrir framgangi viðskiptagjörninga í landinu og fara í flugrekstur með landflótta Ródesíumönnum (síðar Sim- babve) sem virtust ekki miklir áhugamenn um lög og reglur. Þá er Ingimar tamt að klína öllu sem aflaga fer í viðskiptum hans á gagnaðilana eða aðra utanaðkomandi þætti. Lesandinn fær það á tilfinninguna að hann telji ansi marga hafa ástæðulaust horn í síðu hans. Það má kannski segja að það sé eitt helsta aðdráttarafl bókarinnar. Mennirnir sem sviku Ingimar. Hvort sem þeir eru aldnir danskir starfsmenn SAS, kostulegir íslenskir ráðherrar, rússneskir embættismenn eða Björgólfs- feðgar. Ég hefði kosið að frásagnir af viðskiptum Ingimars við þessa aðila hefðu verið meira upplýsandi, í stað þess að undirstrika einungis hversu illa var farið með hann. Ævisögur eiga enda að svara spurningum. Mér fannst þessi þó skilja eftir ansi margar sem er ósvarað. Þórður Snær Júlíusson Niðurstaða: Áhugaverð saga en brotakennd frásögn skilur eftir margar spurningar sem er ósvarað. Tónlist ★★★★ Rhizoma Anna Þorvaldsdóttir Innova Eitraður sætleiki Ég verð að viður- kenna að undan- farið hef ég hrifist æ meira af tónlist Önnu Þorvalds- dóttur. Undir kyrru yfirborðinu er eitt- hvað dularfullt sem grípur mann, eins og öll góð list á að gera. Á nýútkomnum geisladiski er að finna þrjú stór verk eftir Önnu, Hrím, Dreaming og Streaming Arrythmia. Inn á milli eru styttri tónsmíðar. Tónlistarflutningurinn er flottur, hvort sem það er Caput-hópurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands eða slagverksleikarinn Justin DeHart. Stemningin í tónlistinni skilar sér fullkomlega. Hún er ávallt myrk, en myndræn. Ég gæti vel ímyndað mér tónlistina í samhengi við kvikmynd, og þá væntanlega um eitthvað skelfilega óhugnanlegt. Þar er ís og kuldi, og óteljandi skuggar. Áferðin er fínleg. Allskonar smáatriði, sam- spil ólíkra radda, hrynjandi sem örlar á, fjarlægur niður; þetta er nostursamlega unnið og fagurlega samsett. Útkoman er hrífandi skáld- skapur. Það fer um mann ljúfur hrollur þegar tónlistin er leikin. Mér liggur við að vitna í rússneska tónskáldið Alexander Skrjabín, sem sagði að spila ætti tiltekið verk eftir hann með eitruðum sætleika. Ein- hvernvegin þannig er tónlistin eftir Önnu. Jónas Sen Niðurstaða: Mögnuð, myrk tónlist. ANNA ÞOR- VALDSDÓTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! Spænski listamaðurinn Santiago Sierra, einn róttækasti myndlist- armaður samtímans, verður með sýningu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fljótlega eftir áramót. Listamaðurinn er væntanlegur til landsins af þessu tilefni, en gjörn- ingar hans hafa vakið gríðarlega athygli þar sem hann fer og má gera ráð fyrir að borgarbúar fari ekki varhluta af þeim. Á sýning- unni í Hafnarhúsi verður í fyrsta sinn á heimsvísu sýnt heildar- safn allra heimildarkvikmynda og -myndbanda Sierra. Verk Sierra eru þekkt fyrir að hneyksla og þau ganga iðulega þvert á velsæmishugmyndir fólks. „Hann hefur greitt vændiskonum með heróíni fyrir að láta húðflúra beina línu yfir bakið á þeim og eiturlyfjaneytendum fyrir að láta raka tíu sentimetra rák af hárinu af þeim. Hann hefur fengið verka- menn til að bera þunga hluti fram og til baka í algjöru tilgangsleysi og aðra hefur hann lokað inni í pappa- kassa í kæfandi sumarhitum. Hann hefur fengið fjölda manns til kyn- lífsathafna og sem fulltrúi Spánar á Feneyjatvíæringnum 2003 mein- aði listamaðurinn öllum nema lönd- um sínum aðgang að spænska skál- anum. Allir þessir gjörningar og fleiri verða sýndir í Hafnarhúsinu. Sierra er sakaður um að færa sér í nyt bágbornar aðstæður und- irmálsfólks með því að greiða því fyrir þátttöku í verkum sínum með aðgerðum sem margir telja mjög vafasamar. En tilgangur Sierra er ekki að hneyksla heldur að varpa ljósi á viðteknar hugmyndir manna um ójöfnuð og misskiptingu innan samfélagsins,“ segir í fréttatil- kynningu safnsins. Sierra stundaði nám í heima- borg sinni Madrid og síðar í Ham- borg. Að námi loknu flutti hann til Mexíkó, þar sem hann bjó í fjór- tán ár og hafði sú dvöl afgerandi áhrif á afstöðu hans til listarinnar og samfélagsins. Sierra býr nú og starfar í Madrid. Húðflúraði vændis- konur fyrir heróín UMDEILDUR Tvö listaverka Sierra, sjálfsmynd til vinstri og mynd úr gjörningi þar sem vændiskonur voru húðflúraðar og fengu heróín að launum, til hægri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.