Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 86
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR66 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Uppáhaldsjólalagið mitt er Ef ég nenni en föstudagslagið mitt er Man Down með Rihönnu. Ég verða að tileinka landsliðsstelp- unum það lag í tilefni dagsins.“ Karen Knútsdóttir, landsliðskona í hand- bolta. Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leik- stjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvik- myndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjór- inn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúnd- unni,“ segir Baltasar í samtali við Frétta- blaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stór- svigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snævi- þaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíða- keppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíða- heiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contra- band, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Baltasar gerir sig kláran fyrir skíða- keppnina í frönsku Ölpunum, en hann hafnaði í þriðja sæti í stórsviginu, var aðeins sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. MYND/PIDZ „Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrif- stofunum úti í heimi og í raun lof- orð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tón- leikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twi- light-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosa- lega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guð- mundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magda lena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harð- ur bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ alfrun@frettabladid.is MAGDALENA SARA LEIFSDÓTTIR: MIKIL UPPLIFUN AÐ KOMA TIL KÍNA KOM HEIM MEÐ STÓRAN SAMNING VIÐ ELITE EFNILEG Magdalena Sara Leifsdóttir, til vinstri, tók þátt í Alþjóðlegu Elite keppninni í Sjanghæ og heillaði forsvarsmenn Elite upp úr skónum sem ætla að gera hana að ofurfyrirsætu. Hér er hún ásamt vinkonu sinni Barböru frá Serbíu í Sjanghæ. Kvikmynd Aðsóknartekjur Áhorfendur Algjör Sveppi og töfraskápurinn 29.846.180 kr. 30.602 Okkar eigin Osló 29.238.064 kr. 23.892 Þór 22.172.955 kr. 23.976 Borgríki 19.330.675 kr. 16.465 Volcano 9.760.160 kr. 9.028 Rokland 9.213.340 kr. 7.912 Kurteist fólk 7.829.070 kr. 6.568 Gauragangur 7.674.015 kr. 6.663 Á annan veg 1.325.870 kr. 1.282 Hrafnar, Sóleyjar og Myrra 640.540 kr. 932 Gnarr 156.050 kr. 151 Samanlagt: 137.186.919 kr. 127.471 ÍSLENSKAR KVIKMYNDIR Í BÍÓ 2011Algjör Sveppi og töfraskápurinn er vinsælasta íslenska kvikmynd- in sem var frumsýnd á þessu ári. Alls sáu hana rúmlega þrjátíu þús- und manns og náði hún í miðasöl- unni inn tæpum þrjátíu milljónum króna. Barnastjarnan Sverrir Þór Sverrisson má því vel við una fyrir þessa þriðju Sveppa-mynd þeirra Braga Hinrikssonar leikstjóra. Teiknimyndin Þór, sem var frumsýnd um miðjan október og er enn í bíó, hlaut næstmestu aðsókn- ina, með tæplega 24 þúsund áhorf- endur samkvæmt tölum frá Smáís. Hún hefur á hinn bóginn þénað örlítið minna en gamandramað Okkar eigin Osló, sem er þriðja vinsælasta mynd ársins með örlít- ið færri áhorfendur. Í fjórða sæt- inu er hasarmyndin Borgríki og þar á eftir kemur verðlaunamynd- in Eldfjall, sem var frumsýnd í lok september og er enn í bíó. Athygli vekur dræm aðsókn á myndirnar Hrafnar, sóleyjar og myrra og Á annan veg. Fyrrnefndu Þrjátíu þúsund sáu Sveppa í bíó fjölskyldumyndina sáu tæplega eitt þúsund bíógestir á meðan hin síðarnefnda laðaði að sér innan við 1.300 manns. Ef allar íslensku myndirnar sem voru sýndar á árinu, þar á meðal Gauragangur og heimildarmynd- in Gnarr sem voru frumsýndar í fyrra, nema heildartekjurnar um 137 milljónum króna með aðsókn upp á um 127 þúsund manns. - fb VINSÆLUST Sveppi og félagar við tökur á Algjörum Sveppa og töfraskápnum uppi á Langjökli. Ekkert lát er á vinsældum sænsku bókarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Bókin hefur nú verið prentuð í 20 þúsund eintökum. Páll Valsson, þýðandi bókarinnar, segir að aldrei hafi þýdd bók selst jafn- mikið á svo skömmum tíma fyrir ein jól hér- lendis. Þar með hafi Gamlinginn skákað ekki minni mönnum en Harry Potter og Dan Brown. „Það er öruggt að Gamling- inn verður ein mest selda bók ársins,“ segir E g i l l Ö r n Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem gefur bókina út. Eins og Fréttablað- ið greindi frá í vikunni keppa rit- höfundarnir Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir um að eiga söluhæstu bók ársins. Ljóst er að Gamlinginn gæti vel blandað sér í þann slag. Bókin selst nú jöfnum höndum í kilju og innbundin og kveðst Egill vart anna eftirspurn- inni: „Við erum búin að prenta 4.500 eintök bara í þessari viku.“ - hdm Gamlinginn slær Potter og Larsson við ÓTRÚLEGAR VIN- SÆLDIR Páll Valsson þýddi Gamlingjann, sem hefur nú verið prentaður í 20 þúsund eintökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.