Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 50
14 föstudagur 16. desember
Fremsti bekkur tískusýninga er gjarnan þéttsetinn af fræga fólkinu.
Nokkur þekkt andlit sjást þó oftar í fremstu sætaröð og má þar nefna
leikkonuna Clemence Poesy og fyrirsætuna og sjónvarpskonuna Alexu
Chung auk áhrifafólks úr tískuheiminum á borð við Önnu Wintour,
Carine Roitfeld og Önnu Dello Russo.
Fræga fólkið sækir tískusýningar:
FÓLKIÐ Á
FREMSTA
BEKK
Alexa Chung Breska sjónvarpskonan er gjarnan gestur á sýningum stóru tísku-
húsanna og mátti meðal annars sjá hana á sýningum Valentino, Chanel, Proenza
Schouler, Yves Saint Laurent, Cynthia Rowley og Burberry Prorsum. NORDIC PHOTOS/GETTY
Clemence Poesy Leikkonan franska er í uppáhaldi hjá
hönnuð inum Karl Lagerfeld og sést iðulega á fremsta bekk
á Chanel-sýningum en einnig hjá Erdem, Chloé og Mulberry
Salon.
Anna Wintour Ritstjóri bandaríska Vogue er ein þeirra sem sækja allar helstu tísku-
sýningarnar á tískuvikunum. Hún sást meðal annars á sýningu Louis Vuitton, Alexander
McQueen, Chanel, Stellu McCartney, Lanvin, Dior og Ninu Ricci.
Anna Dello Russo Hin ítalska Dello Russo starfar hjá japanska
Vogue og er áberandi í fremstu sætaröð á tískusýningum húsa
á borð við Louis Vuitton, Alexander McQueen, John Galliano,
Hermes, Givenchy og Balmain.
Carine og Julia Restoin-Roitfeld
Fyrrverandi ritstjóri franska Vogue og
dóttir hennar eru tíðir gestir á hinar ýmsu
tískusýningar. Þær sjást iðulega á fremsta
bekk hjá Louis Vuitton, Chanel, Givenchy,
Fendi, Gucci, Jean Paul Gaultier, Alex-
ander Wang og Theyskens‘ Theory.
Emmanuelle Alt Stílistinn tók við sem
ritstjóri franska Vogue í byrjun árs og
hefur síðan þá sést á fremsta bekk hönn-
uða á borð við Alexander McQueen,
John Galliano, Celine, Barbara Bui, D&G
og Jean-Paul Gaultier.
VIÐ ERUM Á FACEBOOK
S: 577-5570 OPIÐ: MÁN-FÖS 11-18 - LAU: 12-16
Opið til kl. 20 vikuna fyrir jól.
STUNDVÍSU JÓLAGJAFIRNAR
ERU FRÁ TRIWA
Margit Brandt | S´NOB | Kim Sörnsn | Ed Hardy | Christian Audigier | Marc Jacobs
Urban Expressions | ásamt íslenskri hönnun frá Made By3 og Hildi Hafstein