Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 80
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR60 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 BYLTING Í ÞÆGINDUM Nú getur þú horft á Stöð 2 hvar og hvenær sem er. Stöð 2 Netfrelsi gerir þér kleift að horfa á eftirlætis þættina þína í tölvunni, farsímanum eða spjald- tölvunni – þegar þér hentar. TÖLVASNJALLSÍMI SPJALDTÖLVA Nýjung fyrir áskrifendur Stöðvar 2 Allt uppáhaldsefnið þitt, innlent og erlent er aðgengilegt í tvær vikur eftir frumsýningu. Farðu inn á stöð2.is, veldu Netfrelsi, skráðu þig og byrjaðu að horfa - en hver þáttur kostar aðeins 30 Stöðvar 2 punkta fyrstu tvo mánuðina. Nýttu þér Stöð 2 Netfrelsi – hvar og hvenær sem er! FÓTBOLTI Árið 2006 ákvað Brian Laws að hætta sem knattspyrnu- stjóri enska C-deildarliðsins Scunthorpe, þar sem honum bauðst betra starf hjá Sheffield Wednes day. Steve Wharton, eig- andi og meirihlutaeigandi Scunt- horpe, ákvað að sækja ekki vatnið yfir lækinn heldur gefa Nigel Adk- ins, 41 árs gömlum sjúkraþjálfara hjá félaginu, stöðuhækkun. Adkins tók við stöðu knattspyrnustjóra og hefur síðan þá náð undraverðum árangri. Í dag er hann stjóri Southamp- ton, sem trónir á toppi ensku B- deildarinnar og stefnir hraðbyri á ensku úrvalsdeildina. Saga Adk- ins er með ólíkindum en óhætt er að segja að hann hafi fetað óhefð- bundnar slóðir á leið sinni í hið eftirsótta starf knattspyrnustjóra. Southampton hefur reyndar aðeins hikstað að undanförnu en liðið byrjaði tímabilið afar vel undir stjórn Adkins og er enn á toppi deildarinnar. Þess ber að geta að Southampton er nýliði í deildinni, en Adkins tók við liðinu í september í fyrra þegar það var í C-deildinni og kom því strax upp. Þrívegis upp úr sömu deildinni Þetta var reyndar í þriðja skiptið á aðeins fjórum tímabilum sem Adkins komst upp úr C-deild- inni. Hann gerði það tvívegis með Scunthorpe, sem var ótrúlegur árangur því félagið er þekkt fyrir mikla aðhaldssemi og skynsemi í sínum rekstri. Launakostnað- ur félagsins er talsvert minni en gengur og gerist í B-deildinni og hjá mörgum félögum í C-deildinni. Það er fyrst og fremst eigand- anum Wharton að þakka og ein helsta ástæða þess að hann ákvað að veðja á Adkins á sínum tíma. „Ég veit vel að margir stuðn- ingsmanna okkar vildu gjarnan sjá okkur gefa allt í botn og láta slag standa,“ sagði Wharton í byrj- un árs 2010. „En ég hef einsett mér það að koma félaginu aldrei í vand- ræði og við höfum alltaf haft trú á því að eyða aðeins því sem við höfum efni á. Það er ótrúlegt að við séum komnir þetta langt en við höfum líka bara verið með tvo knattspyrnustjóra á síðustu þrett- án árum,“ bætti hann við og átti þá við Laws og Adkins. Þess má geta að í janúar 2010 drógust Manchester City og Scun- thorpe saman í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Þrátt fyrir gjörólíka stöðu félaganna áttu þau eitt sameiginlegt – bæði voru skuldlaus. City vann leikinn, 4-2. Adkins var vinsæll hjá stuðnings- mönnum, sem sungu: „Who needs Mourinho? We’ve got our physio.“ (Hver þarf Mourinho? Við erum með sjúkraþjálfarann okkar.) Tvöfaldur meistari í Wales Adkins spilaði sem markvörður á sínum tíma og var á mála hjá Tranmere Rovers, Wigan og Bang- or City. Hann var spilandi þjálfari þau þrjú ár sem hann var hjá síð- astnefnda félaginu, sem leikur í efstu deild í Wales, en hætti þegar hann lagði hanskana á hilluna vegna meiðsla árið 1996, 31 árs gamall. Þá hafði hann gert liðið að meisturum í Wales í tvígang. Hann gerði sér þó ungur grein fyrir því að hann þyrfti að hafa aðra kosti ef þjálfaraferillinn gengi ekki að óskum. Hann náði sér í háskólagráður í viðskiptum og fjármálum, sem og í sálfræði og þjálfarafræðum. Auk þess útskrif- aðist hann sem sjúkraþjálfari árið 1995. Eiginkona Adkins fæddi um svipað leyti son sem var annað barn þeirra hjóna. En stuttu síðar veiktist hún alvarlega og ákváðu þau þá að best væri að hann fyndi sér starf sem skaffaði heimilinu fastar tekjur. Adkins hóf vinnu sem sjúkraþjálfari hjá Scun- thorpe en um áratug síðar hafði eiginkona hans náð fullri heilsu og Adkins bauðst skyndilega starf knattspyrnustjóra hjá Scunthorpe. Hann þáði og komst að því að árin sem hann starfaði sem sjúkra- þjálfari myndu reynast honum vel. „Margir leikmenn sem komu til mín voru í raun ekki meiddir en þurftu smá hvíld frá baráttunni. Eða þá að þeir áttu í vandræðum með áfengisdrykkju – eða voru pirraðir. Það var þá sem ég lærði hversu mikilvæg samskipti knatt- spyrnustjóra og leikmanna eru,“ sagði Adkins. Veðjað á réttan hest Þegar Alan Pardew var rekinn frá Southampton í lok ágúst 2010 kom því ekki á óvart að forráða- menn félagsins leituðu til Adkins. Hann hafði gott orð á sér, hafði náð góðum árangri og var mennt- aður í viðskiptum og fjármálum. Southampton var nýbúið að ganga í gegnum greiðslustöðvun, en félagið hafði fallið um tvær deild- ir á skömmum tíma. Eigendur Southampton virð- ast hafa veðjað á réttan hest og ef fram heldur sem horfir verð- ur liðið komið aftur í deild þeirra bestu á Englandi innan skamms, þar sem það var samfellt í 27 ár áður en það féll úr ensku úrvals- deildinni vorið 2005. Saga Adkins er þó ekki eins- dæmi því Bob Paisley, goðsögnin sjálf hjá Liverpool, hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá félaginu þegar hann hætti að spila. Hann stýrði liðinu í níu ár með stórkostlegum árangri. eirikur@frettabladid.is Sjúkraþjálfari sem varð að knattspyrnustjóra Nigel Adkins hefur náð afar eftirtektarverðum árangri á stuttum ferli sem knattspyrnustjóri. Í dag stýrir hann Southampton sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar en fyrir rúmum fimm árum starfaði hann sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe í C-deildinni. NIGEL ADKINS 46 ára fyrrverandi sjúkraþjálfari sem trónir með lið sitt, Southampton, á toppi einnar sterkustu deildar Evrópu. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.