Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 16. desember 2011 25 Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýð- veldinu Póllandi. Stjórnarand- stæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leik- inn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsfor- ingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynja- vörum úr fangelsum. Minningin um tómar hillur er samofin minningunni um sósíalískt hagkerfi. Sú minning vaknar þegar birtar eru myndir af tómum norskum hillum, sem eitt sinn geymdu smjör. Noregur er auðvitað ekkert kommúnista- ríki, langt því frá, en ástæðan fyrir smjörskortinum er samt í grunninn sú sama. Smjörskorturinn norski stafar auðvitað ekki af „vinsældum kol- vetnissnauðra matarkúra“ eða „óvenjuvætusömu sumri“. Það eru afsakanir en ekki ástæður. Grunnástæðan er að eitthvert fólk telur sig vita betur en mark- aðurinn. Landinu er lokað fyrir erlendri framleiðslu og kvóta- kerfi komið á til að tryggja að „rétt magn“ sé framleitt. Þegar fólk reynir að stýra markaði lætur það vörumagnið stýrast af „þörf“ og verðlagið af „sann- girni“. En ekki framboði eða eftirspurn. Niðurstaðan verður ýmist smjörfjall eða vöruskort- ur. Og það þýðir lítið að kenna hamstri eða smjörbraski um ástandið. Vandinn liggur ein- faldlega í magni þess smjörs sem framleitt er og verðlagn- ingu þess. Sé mönnum svo umhugað um margnefnt matvælaöryggi má spyrja sig að einu: Hvernig má það annars vera að einu vör- urnar sem reglulega skortir eru þær sem allt er gert til að tryggja nægt framboð af? Stutt er síðan við upplifðum skort á nautakjöti og þar áður kjúk- lingakjöti. Flestir yfir fertugu hafa lifað nokkur mjólkurverk- föll. Nú vantar smjör í Noregi. Aldrei vantar samt kók, súkku- laði eða aðrar ónauðsynjavörur. Okkar smjör! Norðmenn vildu fá að kaupa smjör frá Íslendingum. Því var neitað, með þeim orðum stjórn- anda einokunarrisans að það „væri nóg smjör til á Íslandi“ en að það væri „okkar smjör“. Það er skiljanlegt að einokunaraðilinn vilji ekki opnun. Þannig myndu líkur aukast á því að einhvern tímann snerist dæmið við og við Íslendingar myndum flytja inn útlenskt smjör (þeirra smjör) í okkar búðir. Við gætum komist á lagið með að borða þeirra smjör og okkur gæti jafnvel þótt það gott. Þá hugsun má einokunarris- inn ekki hugsa til enda. En sú ákvörðun að stofna ekki til viðskiptatengsla við Norðmenn er auðvitað ekki góð, sé litið til hagsmuna Íslendinga til lengri tíma. Það er auðvitað best fyrir alla að íslensk fyrirtæki selji allt það smjör sem þau geta losað sig við og íslenskar búðir geti keypt smjör frá hvaða birgjum sem er, innlendum eða erlendum. Þannig verður framboð matvöru best tryggt. Menn hugsa stundum: „Setjum upp tollamúra til verndar inn- lendri framleiðslu, við fellum þá bara tímabundið niður ef inn- lenda framleiðslan hefur ekki undan.“ Reynsla Norðmanna sýnir nú hins vegar að varasamt er að treysta á slíkt. Birgjar í Danmörku meta viðskiptasam- bönd sín við aðra evrópska kaup- endur meira en skammtímagróða í viðskiptum við Norðmenn. Litlu máli skiptir þótt Norðmenn hafi ákveðið að lækka tolla í nokkrar vikur. Heimsins falskasta öryggi Matvælaöryggi er hugsanlega alvöruhugtak, en í íslenskri þjóðmálaumræðu er það einung- is notað sem feluorð yfir „tolla og innflutningshöft“. Sú við- leitni að vilja framleiða sæmi- legt magn fæðu innanlands til að bregðast við óvissuástandi erlendis hljómar kannski ekki fáránlega en hún veitir ekki mjög mikla eða breiða trygg- ingu. Það sýnir sannast sagna ansi takmarkað ímyndunarafl að rækta mat við rætur eldfjalla og miða alla umræðu um matvæla- öryggi við ytri ógnir. Fuglar og svín eru alin upp á innfluttu fóðri. Um 40% allrar mjólkur landsins fara um eitt hús á Selfossi. Náttúruhamfar- ir geta auðveldlega sett stóran hluta innlendrar hey- og lamba- kjötsframleiðslu úr skorðum. Hvað gerum við þá? Reynsla Norðmanna sýnir að það þýðir ekki endilega að banka upp á hjá nágrannanum og biðja um mat rétt fyrir jólin ef maður yrðir ekki á hann aðra daga ársins. Áfram með smjörið Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Smjörskorturinn norski stafar auðvitað ekki af „vinsældum kolvetnissnauðra matarkúra“ eða „óvenjuvætusömu sumri“. Það eru afsakanir en ekki ástæður. Grunn- ástæðan er að eitthvert fólk telur sig vita betur en markaðurinn. Landinu er lokað fyrir erlendri fram- leiðslu og kvótakerfi komið á til að tryggja að „rétt magn“ sé framleitt. Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskipta- ráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármála- ráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmál- um, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráð- herra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjór- nunarkerfið. Forystumenn rík- isstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave- samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmað- ur samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóð- arinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferða- fræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samning- anna. Fyrir vikið hefur loksins tek- ist víðtæk sátt um þetta deilu- mál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirn- ar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveð- innar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Ice- save-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystu- menn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystu- menn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvæg- ustu úrlausnarmálin. Sköpum samstöðu Stjórnmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um mál- efni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfang- inu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leið- réttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.