Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 8
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR8 ÞÝSKALAND Saksóknari í Þýska- landi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir pen- ingaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár. Fullyrt hefur verið að einn hinna ákærðu, danski lögfræðingurinn Jeffrey Galmond, sé fyrrverandi samstarfsmaður Björgólfs Guð- mundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Það kemur meðal annars fram í nýrri bók Ingimars Hauks Ingimarssonar, fyrrverandi viðskiptafélaga feðganna. Björgólfur Thor hefur neitað því að hafa átt viðskipti við Galmond. Í pistli á vef hans segir hann að tveir lögmenn sem starfa á sömu lögfræðistofu og Galmond hafi unnið fyrir sig um tíma, en ekki Galmond sjálfur. Auk Galmonds eru fimm fyrr- verandi starfsmenn þýska bank- ans Commerzbank AG ákærðir. Mennirnir fimm eru sakaðir um að hafa hjálpað Leonid Reiman, sem var samskiptaráðherra Rúss- lands á árunum 1999 til 2008, að selja fjarskiptabúnað í eigu rúss- neska ríkisins og stinga hagnaðin- um í eigin vasa. Mennirnir fimm neita sök í mál- inu og Reiman hafnar ásökunum um að hafa selt eigur rússneska ríkisins og stungið hagnaðinum í eigin vasa. - bj ÁKÆRUR Fjórir af fimm sem ákærðir hafa verið fyrir peningaþvætti störfuðu hjá þýska bankanum Commerzbank. NORDICPHOTOS/GETTY UTANRÍKISMÁL „Þetta er mjög mikil vægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfar- ið,“ sagði Riad Malki, utanríkis- ráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðar- innar á sjálfstæði Palestínurík- is, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstödd- um ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem hald- in var í bókasal Þjóðmenningar- hússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Pal- estínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálf- stæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evr- ópu, Asíu, Afríku og Suður-Amer- íku viðurkenndu hins vegar sjálf- stæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti ein- hliða yfir stofnun sjálfstæðs Pal- estínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palest- ínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frysti- kistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum sam- stöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráð- herra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heim- sótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytis- ins. gudsteinn@frettabladid.is SÝRLAND Liðhlaupar úr sýrlenska hernum skýra frá því að yfirmenn þeirra hafi gefið þeim skipanir um að brjóta öll mótmæli á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Þeir segjast hafa skilið þetta sem svo að þeim væri frjálst að skjóta og drepa að vild til þess að stöðva mótmælin gegn Basher al-Assad forseta og öðrum stjórnvöldum. Þetta kemur fram í skýrslu frá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch, sem byggð er á meira en 60 viðtölum við liðhlaupa úr sýrlenska hernum og sýrlensku leyniþjónustunni. Í skýrslunni eru jafnframt nafngreindir 74 yfir- menn sem gáfu slíkar skipanir. „Liðhlauparnir gáfu okkur upp nöfn, tignarstöðu og emb- ætti þeirra sem gáfu skipanir um að skjóta og drepa,“ segir Anna Neistat hjá Human Rights Watch. „Og hver einasti embættismaður sem nefndur er í þessari skýrslu, allt upp til æðstu embættismanna sýrlensku stjórnarinnar, ætti að svara fyrir glæpi sína gegn sýr- lensku þjóðinni.“ Samkvæmt upplýsingum Sam- einuðu þjóðanna hafa harkalegar aðgerðir stjórnvalda gegn mót- mælendum kostað meira en fimm þúsund manns lífið síðan mótmæl- in hófust í vor. Átökin í landinu hafa harðnað verulega síðustu vikur, ekki síst eftir að liðhlaupar úr hernum gengu til liðs við mótmælendur og tóku að berjast gegn fyrrverandi félögum sínum. - gb Liðhlaupar úr sýrlenska hernum leysa frá skjóðunni í viðtölum: Áttu að beita öllum ráðum Stækkunarglerslampar Vandaðir stækkunar- glerslampar í föndur og fína vinnu. Góð birta. 14.998,- 29.990,- 19.998,- - eflir einbeitingu, úthald og þrek - vinnur gegn streitu og álagi - talin hjálpa gegn depurð og prófkvíða við hlustum! 1. Hvað heitir utanríkisráðherra Palestínu? 2. Hjá hvaða erlenda tískurisa fékk Íslendingurinn Arnar Már Jónsson vinnu? 3. Hve miklu tapa erlendir kröfu- hafar á föllnu íslensku bönkunum þremur? SVÖRIN 1. Riad Malki. 2. Vivienne Westwood. 3. 5.245 milljörðum króna. VIÐURKENNING AFHENT Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, ræðir við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland-Palestína, og Salman Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi Raid Malki, utanríkisráðherra Palestínu, tók í gær við formlegri viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis úr hendi Össurar Skarphéðinssonar. „Þetta verður bæði mér og öðrum viðstöddum ógleymanleg stund,“ sagði Össur. SÝRLENSKIR HERMENN Skildu skipanir yfirmanna þannig að þeir mættu skjóta og drepa að vild. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Meintur viðskiptafélagi Björgólfsfeðga ákærður fyrir peningaþvætti fyrir ráðherra: Seldu fjarskiptabúnað ríkisins VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.