Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 32
32 16. desember 2011 FÖSTUDAGUR F íto n /S ÍA Njóttu jólanna í faðmi fjölskyldunnar Við viljum öll njóta þess besta saman um jólin, hvort sem það er heitt súkkulaði og smákökur eða stórkostleg jóladagskrá Stöðvar 2. Styttum biðina fyrir þau yngstu með vönduðu talsettu barnaefni, upplifum hátíðlega tónleika og hjúfrum okkur saman undir teppi og njótum þeirra fjölmörgu bíómynda sem eru á dagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Bíó um jólin. Skoðaðu stod2.is og kynntu þér frábæru jóladagskrána okkar til hlítar! Gefðu áskriftarkort að Stöð 2 í jólagjöf. Það fæst hjá okkur í Skaftahlíðinni! VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 JÓLA BÍÓ Stöð 2 Bíó sýnir yfir 200 úrvalskvikmyndir í hverjum mánuði og stöðin fylgir frítt með áskrift að Stöð 2. Nokkur umræða hefur spunn-ist síðustu daga í kjölfar fréttaflutnings fjölmiðla af málþófi því sem hefur átt sér stað innan veggja HÍ frá því í febrúar 2010. Það er miður að siðanefnd HÍ, háskólayfirvöld og málsaðilar hafi ekki náð sam- stöðu um að færa málið í mál- efnalegan farveg. Upphaf þessa máls má rekja til þriggja kærubréfa frá félaginu Vantrú á hend- ur stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni, m.a. til siðanefndar HÍ. Viðbrögð siða- nefndar HÍ voru þau að reyna að koma málshefjanda og guð- fræði- og trúarbragðafræðideild að einhvers konar sáttaborði. Það sem mér þykir furðu- legast í því samhengi er að svo virðist sem siðanefnd hafi ekki ætlað sér að bjóða hinum kærða stundakennara að þessu sátta- borði, heldur gert þess í stað ráð fyrir að hvers kyns sættir hlytu að vera bundnar ávítum gegn honum. Óháð rannsóknarnefnd, sem skipuð var til þess að fara yfir þetta mál, gerir í skýrslu sinni sem kom út í haust alvarlegar athugasemdir við það verklag siðanefndar að eiga í óform- legum samskiptum við máls- hefjanda. Þá er fundið að því að nefndin aflaði ekki á kerfisbund- inn hátt upplýsinga um málið og hafi ekki farið eftir 1., 4., 5. og 6. gr. eigin starfsreglna sem jafn- framt eru áréttaðar í sjálfum siðareglum skólans. Þrátt fyrir þessi alvarlegu mistök virðist HÍ ekki ætla að bæta Bjarna Randveri það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Hver gætir hagsmuna (fræða)samfélagsins? Ég vil ekki trúa því að HÍ hafi ekki metnað til að styðja starfs- mann sinn og gæta um leið hagsmuna fræðasamfélagsins í þessu samhengi. HÍ hlýtur að eiga eftir að bregðast frekar við skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar. Ég spyr hvort það geti verið að ef ekki hefði ítrekað komið til stuðningur háskólaprófessora og kennara úr ýmsum deildum HÍ, þá sætum við sem samfélag uppi með þá staðreynd að geðþótti en ekki fagleg vinnubrögð réðu málalyktum í svona undarlegu máli? Í mínum augum er einstakur kennari ekki án samhengis. Allt efni sem sett er fram á vett- vangi háskóla er bæði í fræði- legu samhengi (að baki því eru ákveðnar kenningar fræði- manna, námskeiðslýsing…) og í stjórnsýslulegu samhengi (að baki kennaranum er deild, svið…). Siðanefndin er líka í samhengi. Hún er bundin starfs- reglum, siðareglum, landslög- um og stjórnarskrá. Því hlýtur það að teljast álitshnekkir fyrir HÍ þegar umræða um óánægju utanaðkomandi hóps kemst aldrei í málefnalegan farveg innan stofnunarinnar vegna rangrar málsmeðferðar en fer þess í stað fram að stórum hluta í dagblöðum og á vefnum. Hver eru áhrif þess? Mun það ekki t.d. fæla aðra frá því að koma athugasemdum á framfæri innan háskóla? Vert er að halda því til haga að hinn kærði vildi, frá þeim tíma- punkti sem honum var kunnugt um margþætt brot siðanefnd- arinnar á eigin starfsreglum í málsmeðferð sem virtist mjög hlutdræg, að skipuð yrði ný siðanefnd til að tryggja faglega málsmeðferð. Til þess kom ekki enda vildi siðanefndin ekki víkja vegna vanhæfis og Vantrú gat ekki hugsað sér nýja siðanefnd. Fyrir vikið fékk kæra Vantrúar aldrei málefnalega umfjöllun á vettvangi siðanefndar HÍ, þar sem félagið dró hana til baka eftir að átök höfðu staðið yfir á annað ár, m.a. um hæfi siða- nefndar. Það er miður, því að hags- munum fræðasamfélagsins sem og almennings í landinu hlýtur að vera best borgið þegar hvers konar ágreiningur fær mál- efnalega umfjöllun, hvort sem hún felst í því að kæru sé vikið frá eða hún tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við starfs- reglur siðanefndar. Fólki er brugðið Upp úr stendur að fjölda fólks er verulega brugðið yfir því öng- stræti sem þetta mál hefur ratað í. Mér þykir mjög miður að það skuli snúast um persónu stunda- kennarans. Bjarni Randver Sigurvinsson fær þá einkunn hjá langflestu af samferðafólki sínu að hann sé einstaklega sam- viskusamur og að þekking hans sé yfirgripsmikil. Af því sem ég þekki Bjarna Randver á ég ekki von á því að hann telji að allt efni sem frá honum komi sé fullkom- ið, enda maðurinn sér meðvitað- ur um annmarka eigin fræða- sviðs auk þess sem hann hvetur nemendur sína bæði munnlega og skriflega til að meta allt sem frá honum kemur með gagnrýnu hugarfari. Hann hafnar því hins vegar alfarið að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur HÍ og er fjöldi háskólakennara sammála honum þar. Hvert fræðasvið hefur sína annmarka og snýr þróun fræð- anna jú sífellt að því að feng- ist er við þessa annmarka. Með rannsóknum og ritrýni, sem og öllum öðrum þeim tækjum sem fræðimennskunni stendur til boða, leitast fræðimaðurinn við á hverjum tíma að þróa fræðin og bæta nýrri þekkingu í sarp- inn. Að ráðist sé á persónu fræði- mannsins vegna þess að einhver sé ósáttur við aðferðir viðkom- andi fræðigreinar er aðför að háskólastarfi í landinu. Við það verður ekki unað. Höfundur er einn þeirra sem staðið hafa fyrir fjársöfnun til stuðnings Bjarna Randver. Vantrú og HÍ Trúmál Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni Ég vil ekki trúa því að HÍ hafi ekki metn- að til að styðja starfsmann sinn og gæta um leið hagsmuna fræðasamfélagsins í þessu samhengi. HÍ hlýtur að eiga eftir að bregðast frekar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. AF NETINU Nei, takk við sölu á Landsvirkjun Lífeyrissjóðirnir bera sig aumlega þessa dagana yfir að hafa ekki fengið að kaupa hlut í Lands- virkjun, Landsneti eða Lands- bankanum. Sérfræðingarnir Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson lögðu nýlega til að Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki yrðu gerð að almenningshlutafélögum og hluti einkavæddur. Sambærilegt ferli var viðhaft á sínum tíma þegar bankarnir voru einka- væddir. Þessi umræða vekur upp til- finningu af dejà vu frá 2007. Þá skrifaði ég pistil undir fyrirsögn- inni Hryllingssaga af raforkumark- aðnum í tilefni þess að ýmsir voru farnir að tala fyrir því að einka- væða orkufyrirtækin og horfðu þá til einkavæðingar bankanna sem ákveðinnar fyrirmyndar. Þar benti ég á mikilvægi þess að læra af reynslu annarra. Svíar hafa einkavætt hluta af orkufyrirtækjunum á meðan hluti er ennþá í eigu hins opinbera (sveitarfélaganna). Skv. skýrslu sem unnin var um málið bjóða opinber raforkufyrirtæki að jafnaði 24,% lægra verð en einkarekin og 16% lægra en þrjú stærstu einkafyrirtækin. Gildir það hvort sem litið er til einstaklinga eða fyrirtækja. Hagnaður hinna opinberu er eitthvað lægri en þeirra einkareknu en svo sem ekkert til að fúlsa við (20-30%). Ég hef mjög takmarkaðan áhuga á að styðja við einkavæðingu orkufyrirtækjanna ef árangurinn fyrir almenning á að vera hærra verð og lélegri þjónusta. blog.eyjan.is Eygló Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.